Siglfirðingur


Siglfirðingur - 28.03.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 28.03.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIÐRINGUR 3 laus hjd. Við eigum að hætta við kirkjubygginguna í ár, hvaðsvosem Sophus eða Pormóður segja. Pjetur Búasson. Opinbert UPPBOÐ fer fram á afnofarjetti Anleggsins á Siglufirði, með þrem bryggj- um og húsum, yfir tímabilið frá í. maí til næstu áramóta. — Hátíðleg stund. Uppboðið hefst á Anlegginu föstudaginn 17. apríl n. k. kl. 1,30 síðdegis. Uppboðsskilmálar til sýnis á bæjarfógetaskrifstofunni eftir 28. þ. m. Hæstbjóðanda verður veitt hamarshögg fyrir af- notarjettinum, ef viðunanlegt og tryggt boð fæst að áliti hafn- arnefndar og bæjarstjónar. * Siglufirði 16. mars 1931 Hafnarnefndin. Karlakórinn „Vísir“, söngstjóri Rormóður Eyólfsson, hjelt samsöng í Bíó miðvikuaagskvöldið 25. þ. m. fyrir troðfullu hiisi, eins og jafnan er þegar „Vísir“ lætur til sín heyra. A söngskrá voru 12 lóg, þar af nokkur sem kórinn ekki hefir sang- ið hjer áður, svo sem: „Dans hljórn- ar harpan“ eftir Heyse, „Vorið kemur” eftir Petschke, „Glad sásom fogeln” eftir Prins Gustav o. fl. Pá voru og þarna nokkur lög, sem kór- inn hefir sungið oft áður, en sem altaf virðast vera bæjarbúum jafr. kærkomin og varð enn að tvitaka sum þeirra, svo sem: „Naar Fjord- ene blaaner” eftir Paulsen (einsöng- ur Chr. Möller), „Pú milda kvein” eftir Neithardt (einsöngur A. Schiöth) og fleiri. Söngfjelaglð er ungt ennþá, en það hefir sýnt mikinn dugnað og fullan vilja á þvi að rækja starf sitt til sóma fyrir kaupstaðinn. Pað hef- ir við hvern samsöng komið með breytta og bætta söngskrá, og má fullyrða, að þessi síðasta hafi verið þeirra jafnbest. Síðasti liður söngskrárinnar var kafli úr Alþingishátíðarkantötu sjera B. Porsteinssonar prófessors, sung- ínn i fyrsta sinn opinberlega, með píanó og harmonium undirspili. Eft- ir að kórinn hafði tvítekið þetta lag, stóð upp Guðm. Hannesson bæjar- fógeti. og bað tónskáldið að stíga upp á söngpallinn svo tækifæri gæf- ist til að hylla hann. Gekk þá pró- fessorinn upp á pallinn en söng- menn niður og allir áheyrendur stóðu upp. Pá talaði bæjarfógetinn nokkur orð; þakkaði tónskáldinu vel °á dyggilega unnið starf í þágu söng- listarinnar og bað hann lengi lifa, en allir áheyrendur hrópuðu fjórfalt húrra. Prófessorinn þakkaði ræðu- manni, áheyrendum og söngmönn- unum og stje niður af pallinum, en söngmennirnir stigu upp á pallinn aftur og sungu „Jeg vil elska mitt Iand“, eftir tónskáldið. Pannig lauk þessari hátíðlegu kvöldstund. Hafi allir bestu þökk er að henni studdu. Kaupum alt árið með hæsta gangverði þorskhausa, hryggi og úr£angsfisk. Greiðsla við móttöku. Síldarverksmiðja Dr. Paul. S - k r - a yfir tekju og eignarskatt í Siglufjarðarkaupstað fyrir árið 1930, liggur frammi, almenningi til sýnis, á skrifstofu bæjarfógeta dagana 1. til 15. apríl, að báðum dögum meðtöldum. Kærum yfir skattinum sje skilað til formanns skattanefndar, Pormóðs Eyólfssonar, innan loka framlagningarfrestsins. Siglufirði, 28. mars 1931. SKATTANEFDIN. Mjólkurmálið enn. Með því að G. S. hvorki vill nje getur, rætt við mig mjóikursölumál- ið á þeim grundvelli er jeg hefi einkum rætt það á, heldur reynir að eyða því með gersamlega óvið- komandi atriðum og einkum með því að draga Hólsbúið sem mest inn í umræðurnar, getur máli mínu um það efni verið hjer með lokið, enda standa megin rök mín enn óhögguð og verða ekki hrakin. Spurningum hans viðvíkjandi Hólsbúinu hefi jeg ekki ástæðu til að svara, þar sem jeg er hvorki reikningshaldari nje framkvæmdar- stjóri búsins, nema 4. spunningunni, en henni er að mestu svarað áður. Par sem G. S. dróttar þiví að mjer, P E R U R allar stærðir ÁSGEIR BJARNASON að jeg hafi framið á sjer persónu- lega ofsókn og atvinnuróg, vil jeg benda honum á í a 1 v ö r u, að hann hefði átt að líta nær sjálfum sjer, áður en hann gerðist svo ó- varkár að birta slíkt á prenti. Ef G. S. á við mig með snriðn- um sem hann segist þekkja (getur varla verið nema um 2 menn að gera hjer r Sigluf.), sem áætlaði verk, vann það svo sjálfur Ú3 dýrara og fjekk greitt, krefst jeg þess, að hann sanni þau ummæli opinber- lega, ella skulu þau skoðast sem markleysa eða mjer óviðkomandi. Sigurður Egilsson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.