Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.04.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 11.04.1931, Blaðsíða 1
arg. Siglufirði, Laugardaginn 11. apríl 1931 18. tbl. Símfregnir frá Rvík. Alþing!. (útdráttur ur símskeytum). I Pað sem einna mesta athygli heíir vakið í störfum þingsins und- nnfarna daga, er það, að Sjálfstæð- ismenn o£ Jafnaðarmenn virðast liafa tekið höndum saman um það í báðum deildum, að koma gegnum þingið ýmsum merkum lagaákvæð- i.m gegn óskiftri andstöðu Fram- • sóknar. — í N.d. flutti meiri hluti alshn. frumv. um virkjun efra Sogs- ins og áður hafði þar verið flutt frv. um fjölgun þingm. í Rvík. Síðasta mars var leitað atkv. um það í deildinni samkv. áskorun að taka bæði þessi mál á dagskrá, var það samþ. með atkv. Sjálfstæðis- og Jafnaðarmanna. -Frv. um fjölg- un þingm. í Rvík upp í 9 var vís- að til 2. umr. og nefndar. Um virkjun Sogsins urðu langar og snarpar umræður, er stóðu yfir í 2 daga. Aðalhugsun frv. er að Rvík, sem á hálf vatnsrjettindi Sogsins, byrji á virkjuninni og haldi henni áfram þar til vatnsfallið er virkjað að hálfu og selji raforku til nær- liggjandi hjeraða með kostnaðarverði. Er taJið að allar sýslur sunnanlands frá Dala- að Skaftafellssýslu verði aðnjótandi fyrirtækisins. Frv. ráð- gerir 7 miljón kr. ríkisábyrgð. Með frv. töluðu J. Ól. Hjeðinn, Magnús Guðm., Eggertz og margir fleiri, en Einar og Jónas ráðherrar á móti. Framsókn reyndi að vísa málinu til nefndar í von um að fá því sálgað þar, en það var felt með sameinuðum atkv. Sjálfstæðis- og Jafnaðarmanna, enda frv. frambor- ið af alsherjarnefnd og er slíkum frv. vanalega ekki visað til nefndar. — I E.d. flutti stjórnia frv. um breytingu stjórnarskrárinnar. Pann 7. þ. m. var málið til 2. umræðu og voru þá samþ. þessar breytingar með atkv. Sjálfstæðis- og Jafnaðar- manna en gegn öllum atkv. Fram- sóknar: 1. Pegar umboð landskjör- inna þingm. fellur niður eftir þing 1932, skal þing rofið og nýjar kosn- ingar fram fara, 2. Fjölga má þing- mönnum með einföldum lögum, 3. Efrideildarþingm. sjeu kosnir af sameinuðuþingi með hlutfallskosn- ingu, 4. Ákveða má með lögum hlutfalkkosningu í öllum kjördæm- um landsins og að varamenn verði kosnir. 5. Peginn sveitastyrkur skal e.kki svifta mena kosningarjetti. — Þingm.íjölgunin var til 2 umr. í gær Var brtl, frá Magnúsi G. um að fjölga þ.m. aðeins upp í 5, samþ. með ölium atkv. Sjálfstæðism. og Jafnaðarm. og 2—3 atkv. úr Fram- sókn að viðhöfðu nafnakalli, og málinu síðan vísað til 3. umræðu. Fjárlögin koma sennilega til um- ræðu á mánudaginn. Niðurstöður á brtl. nefndarinnar eru þéssar: Auk- in fjárveiting 41628 kr. Hækkun á áætlun útgj. 511191 kr., samt. 552, 819 kr. Lækkun gjalda 155900 kr. Hækkun tekna 350000 kr.. samtals 505000 kr. Nettóhækkun gjalda 46919 kr. Verður þá tekjuafg, frumv. kr. 115462,46 Pessir tekjul. hækkað- ir: Afengist. tóbakst. og vínsala um 50 þús. hver, vörutollur og verðt. 100 þús. hver. Fjárhagsnefnd er klofin um frv. um ríkisbókhaid og endurskoðun — Guðrún Lárusdóttir flytur frv. um friðhelgi skírdags. — Fram- lenging dýrtíðaruppbdtar er korain til N.d. — Frv. um utanfararstyrk presta hefir verið afgr. sem lög. — Bjarni og Ottesen flytja frv. um kartöflukjallara og markaðsskála í Rvík. — Meiri hluti aíshn. E.d. vill samþ. frv. um Fimtardóm. — Ingvar flytur frv. um að opinberir starfsmenn ríkisins skuli skyldir að flytja árlega í útvarpið minst tvö fræðandi erindi um stofnun þá eða starfsgrein, er þeir veita forstöðj. — Frv. um breytingu á lögum um i'irskurðarvald sáttanefnda og breyt- ing á lögum um tilbúinn áburð, hafa verið afgr. sem lög. — Frv. um vitagjald fer í sam. þing vegna ágreinings milli deildanna. — Frv. Haraldarum dragnótaveiðar varfelt í Nd með 14 gegn 7 atkv. — Ás- geir, Sigurjón og Magnús J. flytja frv. um br. á lögum um skipun barnakennára og laun þeirra. — Pjetur M. flytur eftirf. breytingar við Fimtardóminn: 1. Rjetturinn haldi núverandi nafni ella heiti Yfir- rjettur, 2. Fastadómarar verðj 5 en ekki þrír, 3. Dómaraprófið sem hæstarjettarlögin ákveða haldist, 4. Um hækkun launanna eins. og í stj.frv. 1930, 5. Ákvæði um fjelags- samtök málafl.manna, falli burt. 6. Ákvæði um að Hæstarjett skuli leggja niður er Fimtardómur tekur til starfa, falli burt. — Samgmn. Nd. vill samþ. frv. um veginn. aust- ur með breytingum í þá átt að bæta sumarleiðina og stytta og leggja veginn svo, að sem lengst verðj akfær. — Snarpar umr. urðu í fyrra- dag um frv. Erl. viðvíkjandi lokun íslandsbanka. Heyrst herir að stj. hafi skipað Stefán Jóhann. Þórð Eyólfsson og Einar Arnórsson í nefnd til að rannsaka aðdraganda lokunarinnar, en það hefir ekki ver- ið tilkynt opinberlega ennþá. — Stækkun á lögsagnarumd. Rvíkur var samþ. í N.d. með 1. atkv. mismun. Frá Bretlandi. Flugvjelaskipið Gloriaus rakst á frakkneska línuskipið Florida undan Gíbraltar. 23 fa^þega vantar af Flor- ida, sem sennilega hafa druknað. Gloriaus dró Florida til Malaga. Mannalát. Kjartan prófastur Helgason. Pjet- ur Oddsson kaupm. í Holungarvík og Oli P. Blöndal fyrrum póstritari, eru allir nýlega látnir. Landhelgisbrot. Ægir tók 2 enska togara í land- helgi 4. þ. m. Fjekk annar þeirra hlerasekt en hinn 12,500 kr. sekt og alt upptækt. Maður brjálast. Aðfaranótt 8. þ. m. brjálaðist maður í prívathúsi í Rvík, rjeðist hann ínn til aldraðra hjóna í hús- inu og meiddi þau mjög mikið áð- ur en hann varð tc-kinn. Varð að flytja hjónin á sjúkrahús. Framhald á 4. síðu.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.