Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.04.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 18.04.1931, Blaðsíða 1
IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 18. apríl,1931 19. tbl. Islands mesta stjórnmálahneyksli! Vantraust! Pingrof! Stjórnarskrárbrot! Sjálfstæðiimenn flytja vantraust á stjórnina. — Hún þorir ekki að láta ræða það, en fær Konung til að rjúfa þingið fyrirvara- laust. — Oil þjóðin mótmælir hneykslinu og allir þingmenn andstöðuflokkanna kæra stjórnina fyrir Konungi. \ Framsóknarflokkurinn á banasænginni. Þeir atburðir hafa gerst í stjórn- málalífi vor íslendinga undanfarna daga, sem seint munu gleymast landsmönnum. Atburðir sem verða munu þeim jafn minnisstæðir eins og /jallæri eða svarti dauði og minn- isstæðari en jafnvel einoktinarkúgun Dana á hörmungartímabili þjóðar- innar, og það fyrir þá sök, að hjer eru Iandsins eigin synir ógæfu- smiðirnir. Jafnvel þótt telja megi j víst, að þessir svo að segja dæmalausu at- búrðir munu vera á hvers manns vörum, og að flestir landsmenn hafi fylgst, og fylgist enn með í gangi þeirra gegnum útvarp og síma, telur Siglfirðingur þó rjett að skýra í stuttu máli frá sjálfum viðburðun- um, aðdraganda þeirra og eftir- köstum. Eins og öllum er kunnugt, þá fengu svokallaðir Framsóknarmenn flest þingsæti við kosningarnar 1927, þó ekki svo mörg að þeir gætu myndað stjórn einír. En þá gengu þingmenn Jafnaðarmanna í lið með þeim til þess að fella þáverandi stjdrn og mynda þá stjórn, sem að þessu hefir farið með völdin. Eins og þjóðin öll veit, þá hefir þessi stuðningur Jafnaðarmanna orð- ið henni dýrkeyptur, því hann hef- ir verið endurgoldinn með hverjum bitlingnum öðrum hærri úr hinum sameiginlega sjöði landsmanna, rík- íssjóðnum. Gekk þetta svo langt orðíð, að jafn- vel sjálfum flokksmönnum Jafnaðar- manna var nóg boðið. Peim fanst endurgjaldið lenda um of hjá for- ingj'unum, en minna hjá flokks- mönnum sjálfum, Kom svo að lokum, að þing- menn Jafnaðarmanna sáu sjer ekki fært að halda áfram þessum stuðn- ingi. Sendu þeir forsætisráðherra svohljóðandi tilkynningu, dagsetta 9. þ. m. „Vjer andirritaðir alþingismenn Alþýðuflokksins á Alþingi 1931 til- kynnum yður hjermeð, herra for- sætisráðherra, að eins og yðuráður er kunnugt, er hlutleysi Alþýðu- flokksins gagnvart ríkisstjórn Fram- sóknarflokksins lokið og erum við nú í andstöðu við ríkisstjórnina". Undir þessa tilkynningu skrifuðu allir þingmenn Jafnaðarmanna: Jón Bald., Hjeðinn, Sigurjón, Erlingur og Haraldur. Með þessari tilkynningu átti rík- isstjórninni að vera það nægilega Ijóst, að hún var komin í minni- hluta og hefði að sjálfsögðu átt að skýra þinginu strax frá því hvernig komið var, og segja svo af sjer. En hún gerði hvorugt. Hún þagði yfir tilkynningu Jafnaðarmanna og hún sagði ekki af sjer. Þá er það að Sjálfstæðismenn á- kveða að flytja þingsályktunartillögu um vantraust á stjórninni, og var hún lögð fram í sameinuðu þingi kl. 1 á laugardaginn, 11. þ. m., svohljóðandi. „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á núverandi stjórn". Undir þessa tillögu skrifuðu: Jón Þorláksson, Jdn Olafsson, Mugnús Guðmunds- son, Ólafur Thors og Magnús Jónsson. Með tilkynningu Jafnaðarmanna og tillögu Sjálfstæðismanna varfeng- in full sönnun fyrir því, að< stjórn- in var þá þegar komin í minni- hluta. Bjuggust því flestir við að stjórnin myndi segja afsjerá mánu- dag eða þriðjudag, þar eð það hef- ir vanalega verið látið nægja að fá slíka yfirlýsingu þingmeirihlutans, án þess til atkvæ3agreiðslu kæmi. En Framsóknarstjórnin fór ekki að siðvenjum í þassu míli frekar en öðrum. Hdn sat róle.g og baið átekta og undirbjó svikr áð við þing- ræðið og þjóðarviljann. Mánudaginn 13. þ. m. var í sam- einuðu þingi ákveðið, að taka þings- ályktun Sjálfstæðismanna um van- traustið til umræðu daginn eftir, kl. 1 e. h., og skildi umræðum útvarp- að. Tilkynningu um þetta var út- varpað um kvöldíð. ¦ Priðj'udaginn 14. þ. m. kl. 1 e. h. munu landsmenn þúsundum saman hafa beðið með eftirvæntingu þess, að heyra sókn og vörn þíngmann- anna í þessu alvörumáli. Menn hafa ekki átt kost slíks fyr en nú, að útvarpið átti að færa þeim umræð- urnar heim á heimilin samtímis sem þær færu fram. Hrarvetna þar, sem móttökutæki eru, var því margt um manninn. Pá ætluðu kjósendur með eigin eyrum að heyra málstað stjórnarinnar ræddan á þingi þjóð- arinnar, og mynda sjer skoðanir um gjörðir hennar án milligöngu ann- ara. En hvað skeður? — Klukkan er yfir eitt og engar koma umræðurnar. Engin lausnarbeiðni — engar um- ræður. — Menn standa á öndinni. Hvað hefir komið fýrir? Loks kemur svohljóðandi tilkynn- ing frá útvarpinu: „Með því að forsætisráðherra hefir í sameinuðu þingi í dag, les- ið upp konungsbrjef um þingrof og nýj'ar kosningar 12. júuí n. k., hættir Alþingi störfum nú þegar. Jafnframt falla niður umræður um þingsályktunartillöguna um vantraust á ríkisstjórninni". Pingrof! — Hvílíkt gerræði. — Hvílík ósvífni gegn þingræði og þjóðarvilja. Fulltrúar 9000 kjósenda taka með konungsvaldi ráðin að fulltrúum 22000 kjósenda. Hvers

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.