Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.04.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 18.04.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR vegna gerir stjórnin þetta? Hvers vegna þorir hún ekki að láta ræða tillöguna? Hvers vegna vill hún ekki heldur falla með sæmd en sitja með þá mestu skömm á baki, sem nokkur ísl. stjórnmálamaður nokkurntíma hefir bakað sjer? Eða eru verk hennar svo svört, aðöllu sje fórnandi til þess að halda þeim leyndum? Spurningarnar koma og fara. En enginn getur gefið fullnægjandi svör, — enginn getur komið auga á nokk- ra þá ástæðu, sem rjettlætt geti slík einræðisverk. — Sjálf stjórnin reyn- ir ekki einu sinni að afsaka sig með því að bera slíkar ástæður fram. Hvað er þingrof! Hafa menn alment gert sjer ljóst hvað þingrof er? Pingrof er það, að taka umboð þjóðarinnar afþingmönnunum.senda þá heim og skipa þjóðinni að kjósa þingmenn að nýju. Stjórnarskráiu gerir að vísu ráð fyrir þingrofi, en það fer jafnan fram á milli þinga. Pingrof í miðjum störfum þekkist ekki nokkursstaðar í heiminum nema þar sem algjört einræði er ríkjandi eða þá undir þeim sjaldgæfu tilfell- um, að þingið gefist upp við stjórn- armyndun eða sje að öðru leyti ó- l'ært til starfa. Ekkert af þessum á- stæðum var hjer fyrir hendi — nema ef vera skyldi einræðið. Einu sinni áður í sögu þjóðar- arinnar hefir slíkt þingrof sem þetta komið fyrir. Pað var árið 1851, þegar fulltrúi Danakonungs sleit þjóðfundi landsins gegn vilja þing- manna.J4efir ráðstöfun þessa kon- ungsfulltrúa mælst þannig fyrir, að fáa mun hafa grunað að nokkurn tíma myndi sá íslendingur uppi verða, að hann mælti slíku athæfi bót — hvað þá að hann myndi endurtaka gjörræðið. — En það hefir Framsóknarstjórnin nú gert með þingrofi þessu. Strax og forsætisráðh. hafði lesið konungsbrjefið um þingrofið, stóð upp Hjeðinn Valdimarsson og hróp- aði: Niður með stjórnina! Niður ineð Konunginn! Sjálfstæðismenn tóku undir orðin, niður með stjórn- ina, en ýmsir af áheyrendum undir orðin niður með Konunginn. Pví næst hjeldu leiðtogar Sjálfstæðism. og Jafnaðarm. ræður af svölum Alþing- ishússins, þar sem afskaplegur mannfjöidi hafði safnast sam- an, og víttu aðfarir stjórnannnar harðlega. Kl. 5 var svo haldinn almennur fundur meðal Sjálfstæðis- manna í Varðarhúsinu, og stóð hann til miðnættis. Jafnaðarmenn hjeldu og fundi á 2 stöðum um kvöldið. A öllum þessum fundum vorusam- þykt mótmæli gegn þinnrofinu og vantraust á stjórnina. Frjest hefir um rúmlega 30 fundi er ’haldnir hafa verið víðsvegar í kaupstöðum og kauptúnum lands- ins, og allstaðar hafa verið gerðar samskonar samþyktir. Pað verður því ekki betur sjeð, en að lands- lýðurinn allur sje á sama máli um að fordæma þetta síðasta og versta verk hinnar ógæfusömu stjórnar. Nálega öll blöð landsins eru sam- mála um að þingrofið sje stjórnar- skrárbrot. Og ekki hefir enn frjest um að nokkur lögfræðingur, nema Björn Pórðarson, hafa mæltþvíbót. Einar Arnórsson, sem af öllum er viðurkendur færasti lögfræðingur landsins, fullyrðir að eins og þetta þingrof er tramkvæmt, sje það full- komið brot á stjárnarskránni. En jafnvel þó það sje ekki stjórnarskrár- brot, þá er það þó hið argasta ger- ræði. Miðvikudaginn 15. þ. m. hjeldu þingmenn Sjálfstæðismanna og Jafn- aðarmanna fund í þinghúsinu og boðuðu þangað forseta sameinaðs þings. Spurðu þeir hann hvaða skeyti hefðu farið á milli hans og kon- ungsritara á undan þingrofinu. Sagð- ist forseti hafa fengið tvö símskeyti frá konungsritara sunnud. 12. þ. m. annað um orðalag vantrauststillög- unnar en hitt um hverjir væru for- menn andstöðuflokkanna. Pessum báðum skeytum hvaðst forseti hafa svarað um hæl. Var þá forseta bent á, að meiri hluti þingmanna lili svo á, að ekki mætti slíta þingi fyr en fjárlög væru afgreidd, og óskuðu þinginu haldið áfram uns því væri lokið. Forseti kvaðst ekki geta orðið •við þeirri ósk, nema konungur gerði ráðstöfun þar um. Síðan samþyktu báðir þingflokk- arnir aö senda forsætisráðherra á- skorun um að leggjh niður völd tafarlaúst, og lilkynningu um að þing- flokkarnir hefða verið og væru við þvd búnir, að benda konungi á. mann, sem myndað gæti síjórn á þingræðisgrundvelli. Lofaði ráðh. svari kl. 3 daginn eftir. , Jafnframt lofaði ráðherrann að tilkynna kon- ungsritara, að sjer hefðu borist þess- ar áskoranir. Kl. 3 á fimtudag kom svo svar forsætisráðherrans og las J. Porlákss. það upp af svölum þinghússins fyr- ir mörgum þúsundum áheyrenda. Neitaði ráðherrann þar að biöjast ISIG LFIRÐINGUR jj kemur út á lnugardögum. Kostar inn- m anlands 4 kr. árgangur, rainnst 52 gj tbl. 10 au. blaðið í lausasölu. Utan- H lands 5 kr. árgangurinn. Auglýsinga- « taxti: 1 kr. sentimeter dálksbreiddnr. H Afsláttur cf mikið er auglýst. Útgefandi: Sjálfstœðismannafjelag Siglufjarðar. Ritstjóri og afgreiðslum.: Friðb. Níelsson Pósthólf 118. Sími 13. lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, en bað jafnframt andstöðufiokkana að fresta ákvörðunum til kl. 6. Á sjöunda tímanum kom svo Jörundur Brynjólfsson með þau skilaboð frá ráðherranum til and- stöðuflokkanna, að ráðherrarnir Ein- ar Árnason og Jónas Jónsson skyldu leggja niður völd gegn því að for- sætisfáðherrann, Tryggvi Fórhalls- son, og einn af skrifstofustjórum stjórnarráðsins, mynduðu bráða- byrgða stjórn fram yfir lcosningar. Að fenginni þessari tilkynningu, sem einnig 'var iesín upp í heyranda hljóði af svö'um þinghússins, lýstu formenn beggja flokkanna yfir þvi, að þessi svör ráðherrans væru ó- fuilnægjandi. Pegar þannig var útsjeð orðið um það, að forsætisráðherrann vildi láta aö vilja þingmeirihlutans, tóku flokkarnir þá ákvörðun, að snúa sjer beint til Konungs. Sendu þingmenn Sjálfstæðisflokksins konungi langt skeyti, þar sem þeir benda honum á: að eins og forsætisráðherrann framkvæmi tilkynningu hans um þingrofið, sje það brot á 18. grein stjórnarskrárinnar. að eina leiðin til þess að komst hjá stjórnarskrárbroti sje að Konungur gefi út opið brjef um það, að þingrofið skuli verka frá þeim degi er afgreiðslu fjárlag- anna sje lokið. að samvinna við nú- verandi stjórn sje óhugsanleg og a ð andstöðuflokkar stjórnarinnar sjeu við því búnir að mynda þingræðis- stjórn nú þegar. Undir þetta skeyti skrifuðu allir — 17 — þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Jafnaðarmennirnir 5 sendu Kon- ungi einnig skeýti og krófðust að hann viki Framsóknarstjórninni frá völdum og ljeti þingið halda áfram störfum. Um miðjan dag í gær fengu báð- ir andstöðuflokkarnir svar Konungs, og voru þau eins orðuð. Kvaðst Konungur hafa bygt þingrofið á 20.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.