Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.04.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 18.04.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Mjög fjölbreytt úrval j| ks af barnasvuntum, skriðfötum, ban£safötum, dömusvunt- H um, sumarfrökkum og peysufatakápum, nýkomið. ^ FERMÍNGARFÖT á drengi og stúlkur, og efni í ^ fermingarkjóla, væntanlegt með næstu ferð. Verslun Sig. Kristjánssonar. B N M m w N p I gr. stjórnarskrárinnar, en biði nú eftir nánari skýringum málsins frá forsætisráðherra. Lengra var þessum málum ekki komið þegar blaðið fór í prentun. Enn er því ósjeð hverig endirinn verður. Pó mun meiga ganga úr frá því, að algjörð stjórnarskifti verði næstu daga og að langt verði þang- að til Framsóknarstjórn tekur aftur við völdum. Eins og nú standa sakir, liggur flokkur Framsóknar fársjúkur í rúmi sínu og mun aldrei jafngóður af þeim krankleik verða — ef hann þá ekki sálast alveg. Mótrnælafundur. Almennur fundur alþingiskjós- enda krefst þess, að ríkisstjórn- in verði dregin fyrir landsdóm. Enginn Siglfirðingur mælir stjórninni bót. Pingrof! — Sú hörmungarfregn barst hingað með útvarpinu kl. að ganga tvö á þriðjudaginn, að ríkisstjórnin hefði með konungsbrjefi rofið Alþingi. Pingrof nú! — Menn setti hljóða. — Hvað var að gerast? Hverskonar einræði var hjer á ferðinni? Hvað var það eig- inlega sem knúði stjórnina til þess að framkvæma annað eins gerræði gegn þingræðinu og þjóðinni? — Menn spurðu hver annan, en eng- inn gat svarað. Ottasleginn alvörusvípur var á hvers manns ásjónu hvert sem litið var þennan örlag:iríka dag. Sjálfstæð- ismenn, Socialistar og meira að segja Kommúnistar. sem annars meta ekki þingrdeðið mikils, urðu sem steini lostnir og virtust allir taka atburðinn jafn alvarlega. Allir virtust þair sammála um að betta væri „byngra en svo að tárum tæki“. Aðeins einstaka Framsóknarmaður virtist taka atburðinuní með jafnað- argeði, og mátti jafnvel sjá votta fyrir ánægjubrosi á vörum þeirra yfir þessu argasta nýðingsbragði í íslenskum stjórnmálum, sem enn hefir framið verið af innlendum mönnum. Pegar bæjarmönnum var orðið það fyllilega ljóst, hvað það í raun og veru var sem hjer var að gerast, varð að samkomulagi að boða til almenns fundar meðal alþingiskjós- enda, til þess að taka þar afstöðu til málsins. Og enda þótt þá væri nokkuð orðið áliðið dagsins, var fundurinn þó ákveðina i Bíó kl. 9 um kvöldið. Að þessari fundarboð- un stóðu 3 stjórnmálaflokkar — all- ir nema Framsókn. Húsið var troðfult. Fundinn setti Jón Jóhannesson formaður Sjálfstæðisfjelags Siglfirð- inga, og tilnefndi hann sem fundar- stjóra O. J. Hertervig bæjarfulltrúa. Umræður hóf Jón Jóhannesson. Lagði hann fram svohljóðandi til- lögu, er samin hafði verið af fund- arboðendum, og var hún að lokn- um umræðum samþykt með öllum greiddum atkvæðum gegn fjórum. „Almennur fundur Alþingiskjós- enda á Siglufirði lýsir yfir því, að hann telur konungsbrjef það um þingrof og nýjar kosningar, sem for- sælisráðherra las upp í sameinuðu þingi í dag, ótvírætf brot á 18 gr. stjórnarskrárinnar, sem skýrum orð- um mælir svo fyrir, að þingi megi ekki slíta fyr en fjárlög hafa verið afgreidd. Auk þess telur fundurinn að ríkisstjórnin hafi fengið konungs- brjefið með ósönnum forsendum með því að fullyrða að myndun nýrrar stjórnar væri ókleyf. Vald- rán það, sem stjórnin með þessu hefir framið, telur fundurinn beina árás á þingræði og sjáifstæði þjóðar- innar. Fundurinn neitar þessvegna að viðurkenna núverandi ríkisstj. sem löglega stjórn landsins og krefst þess að hún leggi niður völd þegar í stað og verði látin bera ábyrgð umræddra gerða sinna fyrir landsdómi“. Auk framsögumanns töluðu nokkr- ir bæjarmenn á fundinum, allir með tillögunni. Strax í fundarbyrjun var fasllega skorað á Framsóknarmenn að gefa sig fram til varnar ríkis- stjórninni, ef nokkur væri sá mætt- ur, er slíkt þættist geta. — En eng- inn gaf sig fram af bæjarmanna hálfu. Aftur á móti stóð upp Pjetur framsóknarbóndi Jónsson á Brúna- stöðum í Fljótum, sá er símann fjekk hjá Jónasi, og byrjaði hann mál sitt með því að votta ríkis- stjórninni virðingu sína ogþakklæti (fyrir símann?). Reyndi hann siðan af veikum mætti að verja stjórnina — eða öllu heldur hæla henni — en varð þó skrafdrýgst. um þá dyrfsku og þann barnaskap Sigl- firðinga, að láta sjer detta í hug að hafa sjálfstæða skoðun um orsök þeirra atburða, sem til umræðu voru. Hjer verður ekki farið frekar út í vandræðafálm Pjeturs á fundinum. Ekki verður heldur farið frekar út í rök ræðumanna fyrir tillögunni, þar eð þau eru gerð að umtalsefni á öðrum stað í blaðinu. En það verður ekki komist hjá því að votta F'ramsóknarmönnum bæjarins verð- ugt þakklæti fyrir afstöðu þá, sem þeir tóku til fundatins. Ekki snerust þeir í lið með and- ■stæðingum stjórnarinnar, sem þó hefði verið lang rjettast. Ekki reyndu þeir heldur með einu orði að bera hönd fyrir höfuð sjer eða verja gerðir stjórnarinnar, sem búast hefði þó mátt við, ef dálæti þeirra á for- ingjunum væri nokkuð annað en ■orðin tóm. — Hvað gerðu þeirþá? — Peir þorðu ekki að fylgja tillög- unni, gátu ekki varið stjórnina, og tóku þessvegna þann kostinn, sem minsta hafði ábyrgðina: Peir . sátu hjá. Peir höfðu vit á að skammast sin fyrir athafnir leiðtoganna og að láta afleiðingarnar afskiftalausar. Pessi framkoma þeirra, þótt skamm- leg sje, er þó óneitanlega þakklæt- isverð og ber vott um einskonar sómatilfinningu. Og óvíst er að Framsóknarmenn annara hjeraða hafi tekið þessu eindæma stjórn- málahneyksli með meiri hyggindum. /

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.