Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.04.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 25.04.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Blótfórnin. Barnaútburður var tíður hjer í fornum sið, þótt illa mæltist liann fyrir, og var með öllu aftekinn þegar í bernsku kristninnar. — Mannblót tíðkuðust þá lítt, og voru því aðeins framin að mikið lægi við. Kannast flestir við það, er Hákon illi fórnaði syni sínum í Jómsvíkinga-orustu til sig- urs sjer. Hefir þetta jafnan mælst illa fyrir og verið lagt Flákoni til lasts og af því hlaut hann nafnið „hinn illi”. Var þó Hákoni vorkun nokkur, því á úrslitum þeirrar orustu valt frelsi lands hatis og frelsun þjóðarinnar norsku frá ylirgangi og áþján erlendra ránsmanna. Illa mæltist það einntg fyrir, þá er Asbjörn dettiás ljet bera út son sinn, þann er síðar nefndist Finn- bogi rami, eða þegar Porsteinn uxit- íótur var út borinn, og Helga hin fagra. „Sagan endurtekur sig“, hefir Tryggvi Pórhallsson oft sagt. Petta er satt. Tryggvi helir sjálfur annast endurtekninguna á þessum atriðum hennar, þótt í andlegum skilningi -sje — eða pólitískum — þegarhann, að kvöldi þess 16. þ. m. lagði póli- tískann föður sinn, Jónas frá Hriflu, og pólitískt afkvæmi sitt, Einar frá Litla-Eyrarlandi, á blótsiallinn og stóð með reiddann blóthnífinn yfir liálsi þeirra, búinn til þess, að láta þá tína pólitísku lífi, ef goðin lof- uðu sigri. — En goðin daufheyrð- ust. — Hvort Tryggvi hefir halt með sjer flesksneiðina, til að leggja í munn Einari ura leið og hann fleygði honum út á gadd hins póli- tíska umkomuleysis, umþaðerekki kunnugt öðrum en e.t.v. stjórnend- um Landsbankans. iryggvi Pórhallsson er sögufróð- ur maður. Hann veit það að mann- blót voru ekki framin, síst af tign- um mönnum, nema mikið lægi við, nje börn útborin, nema ærnar virtust ástæður. — Hákon offraði Erlingi til að afstýra valdráni Jomsvíkinga. — Porsteinn Egilsson ljet bera út dóttur sína af ótta við draum Arnar austmanns, sem spáði vígaferlum útaf henni. — En Tryggva er líka kunnugt um hitt, að stund- U'iii prettuðú goðarnir goðin, og blótuðu þrælum. Pað var þá aðeins, er mest lá við, að sonarblótiri tíðk- uðust. — Nú þykir Tryggva mikið við liggja, er hann í senn fórnar pólitískum föður sínum og ber út pólitískt afkvæmi sitt. En til hvers er þá sígurblótið framið? Ekki er það til þess, að afstýra ráns- herferð erlendra víkinga á hendur oss og til að freisa þjóðina frá und- irokun. Ekki er það til þess, að firra þjóðina hörmungum „íss og hung- urs, elds og kulda, — áþján nauð og svartadauða." Nei, fórnin er aðallega frambor- in til þess að fá frest, — gálgafrest — til að geta skotið undan og hul- ið stærri og meiri svívirðingar og skemdarverk, en alþjóð enn.hefir fengið að kynnast af hendi Franl- sóknarstjórnarinnar og er þá mikið sagt, því mörg slík verk hennar og ljót, eru áður alþjóð kunn, Hvað það er sem dylja þarf, og sem Tryggva þykir þess vert, að kaupa svona dýru verði, veit þjóð- in ekki, — ekki enn, — en tíminn mun síðar leiða þiið í ljós. — En misvisningin í fjárhagnum og hin tortryggilega færsla landsreikning- anna, gefa fulla ástæðu til grun- semda. En goðin — sjálfstáeðisvitund þjóðarinnar — þyggur ekki fórnina. Til þess er þrælsmarkið of augljóít á fórnardýrunum. rað munu kosningarnar sanna! Stórly^ar „Dags“. Pað er sagt um þjófana, að þeir kunni ekki að stela, sem ekki kunni að fela. 1 þessari setningu felst nokkur sannleikur. En alveg það sama má segja um lygarana. I3eir eru misjafnlega lægnir á að fela — að Ijúga svo að sennilegt sýnisí. Pað er á allra vitorði, þeirra, er fylgst hafa með í síðari ára póli- tiskri baráttu Islendinga, að enginn stjórnmálaflokkur hefir gengið eins langt í því að nota lýgina sjer til hjálpar eins og Framsóknarflokkur- inn. „Tíminn” hefir verið hin besta sönnun þess alt frá fæðingu hans. En hann hefir að jafnaði reynt eft- ir mætti að fela Iýgi sína undir eins- konar sannleiks hjúp, sem að vísu sjaldan hefir komið honum að haldi, en sem þó hefir sýnt viðleytni hans til að látast vera að segja satt. Aftur á móti verður þetta síðasta ekki sagt um „Dag“ Tímadilk. Par virðist það ráða mestu að ljúga nógu róttækt, en minna hugsað um það, hvort nokkur maður muni glæpast á að trúa þ\í. Sýnir þetta að vísu sömu eðliskvöt eins og ríkir hjá „Tímanum“ en margfalt róttækari heimsku og stórbokkaskap. Pað er rjett eins og því blaði þyki heiður í því að ljúga svo enginn trúr. Sem sönnun fyrir þessu nægir að benda á frásögn blaðsins um fyrir- spurn Jóns Porlákssonar til fjár- málaráðherra um greinargerð hans fyrir tekjum og gjöldurn rikissjóðs 1930, og svar ráðherrans við þeirri fyrirspurn. Um það farast blaðinu svo orð 1. þ. m. „í viðureign sinni við fjárm.r.h. varð J. P. að kannast við það, að hann hefði vaðið reyk í sumurn at- riðum, í öðrum airiðum hefði fjár- málaráðh. farið nákvæmlega eins að og J. P. sjálfur hefði áður gert og síðast tók Einar Árnason J. P. á knje sjer, til f>ess að kenua honutn einföldustu reg/urnar við ftað að reiktta út tekjuafgang og tekjuhalla". Enda þótt vissa sje fyrir því, áð enginn sem þekkir báða þessa menn muni trúa frásögn blaðsins, þá er hjer þó um svo rákalausa lýgi áð ræða, að ekki er hægt að þegja við slíku. Sannleikurinn er sá, að fjárm.r.h. gekk svo illa að svara umræddum fyrirspurnum, að vörn hans öll var eitt vandræðafálm frá upphafi til enda. Skulu hjer færð rök að þessu. P'yfst11 spurningin var um það hversvegna ráðh. hefði taiið útgjöld lil sima og vega 550 þús. kr. lægri en þau raunverulega hefðu orðið. Sagði ráðh. að þetta væru gjöldtil- heyrandi 1931, en greidd 1930 og til nefndi vegi í Dala- og Skaftafells- sýslu. Við athugnn reyndist þessi upphæð aðeins 72 þús. kr. og þeg- ar ráðh. var svo kraíinn skilgreinar fyrir 478 þús. kr., gafst hann upp. Hann vissi ekki — eða mátti ekki segja — til hvers þeim hafði verið varið. Onnur og þriðja spurningin var um hvers vegna ráðh. hefði ekki talið gjaldamegin kostnað við ýmsar verklegar framkvæmdir, svo sem húsabyggingiu-, og til hlutakaupa í Útvegsbankanum, samtals caómilj. króna. Um þetta hafði ráðb. það helst sjer til afsökunar, að Magnús Kristjánsson hefði ekki talið slíkar greiðslur meðal útgjaldanna. En það upplýstist fljótt að þetta hafði verið vangá hjá M. Kr. í eilt skifti sem gæfi að sjálfsögðu ekki ástæðu til eftirbreytni, enda aldrei komið fyrir síðan, fyr en nú. Er það og hverjum meðalglöggum reiknings- manni ljóst, að ekki er minni ástæða

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.