Siglfirðingur


Siglfirðingur - 02.05.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 02.05.1931, Blaðsíða 1
IV. áfg. Siglufirði, Laugardaginn 2. maí 1931 21. tbl. Avarp til Islendinga. Pað er nú öllum kunnugt orðið, að landsstjórnin hefir, með því að misbeita konungsvaldinu, felt úr gildi fyrirvaralaust umboð hinna kjör- dæma kosnu þingmanna, einmitt á þeirri stundu, er hún vissi, að hún var orðin í minni hluta í þinginu. og einmitt á þeirri stundu, er byrja átti að ræða um vantrhhststillögu til hennar, sem vitað var, að yrði samþykt. Ofbeldisverk þetta gegn hinu 1000 ára gamla Alþingi þjóðar vorrar, er alveg eins dæmi. Það er skýlaust stjórnarskrárbrot samkvæmt áliti þess eina lögfJæðings, háskólakennarans í stjórnlagafræði við Háskóla íslands, sem um þetta hafði ritað, áður en deila þessi hófst, og þess vegna hlaut að líta hlutdrægnislaust á málið. Pað er algert hrot á þingræðisreglum. Það var undirbúið með algerðri leynd, og framkvæmt að þinginu alveg óvöru, til þess að engum mótmælum yrði við koinið, og er þetta einræð- isfull misbeiting konungsvaldsins. Það bakar ríkissjóði og þjóðinni stórtjón, með því að alþingiskostnaði þeim, sem þegar er fallinn, er áglækastað. Þingflokkur Sjálfstæðismanna hefir undanfarna viku reynt með öllu löglegu móti að fá ráðna b.ót á þessu gerræði landstjórnarinnar, þaniiig, að Alþingi fengi að halda áfram störfum, en þar hefir strandað á því, að forsætisráðherra hefir neitað að víkja, þrátt fyrir endurteknar áskoranir meíri hluta þingfulltrúa og fjölmennra funda víðsvegar um land. Hann hefir metið sinn vilja meira en vilja meiri hluta þingfulltrúa og mikils meiri hluta kjósenda í iandinu. Það hefir þó unnist á, að hann hefir neyðst til að losa sig við báða ráðherra sína. Auk þess hefir hann lofað, að ríkisvaldinu skuii ekki misbeitt í kosningabaráttu þeirri, sem í hönd fer.-------- Sjálfstæðisflokknum dylst það ekki, að í þessu málí -hefir það komið greinilega í Ijós, hvílíkir gallar eru á núverandi skipulagi æðstu stjórnar landsins, þar sem gerræðisfullur forsætisráðherra getur notað sjer ókunn- ugleika konungs í fjarlægu landi til slíks atferlis gegn þingi þjóðarinnar. Lítar flokkurinn því svo á, að ekki verði hjá því komist, að gera breyt- ingu á þessu, svo fljótt sem auðis er að komá því í framkvæmd á stjórn- skipulegan hátt. En þar sem fiokkurinn vill halda sjer á grundvelli stjórn- arskrárinnar og landslaga, telur hann, að eins og nú er komið, sje ekki önnur leið fyrir hendi til rjettingar þessara mála en sú, að kjósendur landsins reki af höndum sjer, við alþingiskosningarnar 12. júní næstkom- andi, þá stjórn, sem svo freklega hefir misbeitt valdi sínu, og þá þingmenn, sem hafa veitt henni stuðning til þess. Með þessum kosningum verður þjóðin jafnframt að kveða upp harð- an áfellisdóm yfir stjörninni fyrir það, að hún hefir hleypt fjárhag ríkis- sjóðs í meira öngþveiti en þekst hefir áður, þrátt fyrir afar-háa skatta, gdðæri og geysilegar tekjur, svo og misbeitt valdi sínu á margvíslegan annan hátt, landi og lýð til tjóns og minkunar. Reykjavik, 21. afiri/ 1931 Jón Porldksson. Bjöm Kristjdnsson. Einar Jónsson. Guðrún Lárusdóttir. Hdkon Kristófer.sson. Halldór Sieinsson. Jóhann Jósefsson, Jóhannes Jóhannesson, Jón A. Jónssou. Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson. Magnús Guðmundsson, Magmís Jónsson, Úl. Thors, Pjetur Magnússon, Pjetur Ottesen, Sig. Eggerz. ' H-O.S til sölu á besta stað í bænum, ágætt til verslunar eða veitinga. Óbygð lóð, áföst við, getur fylgt. Upplýsingar gefur Sigurður Kristjánsson Aðalgötu 24. Útrarpið næstu viku. Alla daga vikunnar: 19,25 Hljóm- leikar, 19,30 Veðurfregnir. Ennfr. 3. maí: Kl. 12 Árni Sig: Messa í Fríkirkjunni (ferming). 19,35 Póra Árnadóttir: Barnasögur. 19,55 Óákv. 20,10 Hljóml. 20.30 Sig: Norðdal: Meistari Jón. 20,50 Óákv. 21 Frjettir 21.20 Hljóml. 4. maí: Kl. 19,35 Frjettir. 20-22 Stjórnmálaumræður. 5. maí: Kl. 19,35 Frjettir 20-22 Stjórnmálaumræður. 6. maí: Kl. 19,35 Frjettir 20-22 Stjórnmálaumræður. 7. maí: Kl. 19,35 Guðjón Guð- jónsson: Uppl. 19,50 Grammófónn 20 Pýska I. fl. 30,20 Grammófónn 20,30 Pálmi Hannesson: Einkenni lífsins og uppruni. 20,50 Óákv. 21 Frjettir. 21,20 Orgelhljóml. 8. maí: 18,30 Páll Sophaniasson: Sauðburður: R. Ásgeirsson: Kar- töflurækt 19,35 Ingunn Einarsd: Uppl. 19.50 Óákv. 20 Enska I. fl. 20,20 Hljóml. 20,30 Ólafur Ólafs- son: Hallgerður langbrók. 20,50 Ó- ákv. 21 Frjettir 21,20 Guðrún Á- gústsdóttir Einsöngur. 21,40 Dagskrá næstu viku. 9. maí: Kl. 19.35 Fr. Hallgríms- son: Barnasögur 19,50 Hljóml. 20 Pýska I. fl. 20,20 Hljóml. 20,30 Ólafur Ólafsson: Hallgerður lang- brók. 20,50 Óákv. 21. Frjettir 21,20 Páll Stefánsson: Kvæðalög. 21,35 Dansmúsik. Siglfirðingur kemur aftur út á tniðvikudag

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.