Siglfirðingur


Siglfirðingur - 02.05.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 02.05.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Viðhorf íslenskra stjórnmála Rann 12 júní n. k. eiga allir 25 ára gamlir landsmenn, konur sem karlar, að ganga að kjörborðinu og kjósa fulltrúa á elsta löggjafarþing heimsins, Alþingi Islendinga. ís- lenska rikið hefirlýstyfir ævarandi hlutleysi í ófriði. Pjóðin er því löglega forfölluð frá því að fara með vopn sjer til verndar jafnt gegn ranglæti annara þjóða sem innlendum óaldarflokkum eða gerræðismönnum. Atkvæðisrjetturinn er talinn helg- asti og ábyrgðarmesti rjettur ein- staklinganna um heim allan. En fyrir íslensku þjóðina hefir atkvæð- isrjetturinn tvöfalt gildi, þar sem hann auk þess er eina vopnið sem þjóðin löglega getur notað í mörg- um þeim tilfellum, þar sem aðrar þjóðir mundu nota stríðsvopnin. Nú stendur öðru vísi á en við nokkrar aðrar kosningar. Nú á þjóðin, auk þess að velja sjer þing- menn, að dæma um það með at- kvæði sínu, hvort hún vill láta gei1- ræðisfulla einræðismenn halda á- fram að fótumtroða í eigin hags- munaskyni lög landsins og rjettar- venjur, eða hvort hún vill að þing- ræði og þjóðarvilji skuli virt og varðveitt og stjórnarstörfunum hald- ið innan takmarka laga og rjettar. Nú eru þær ástæður fyrir hendi, sem hernaðarþjóð hefði ekki látið sjer nægja að dæma með atkvæða- greiðslu. En hin hlutlausa íslenska þjóð verður að láta sjer nægja að vega að ránsmönnum sínum með atkvæðisrjettinum einum. Næstu kosningar gefa þjóðinni 1 þess vegna sjerstaka ástæðu til nákvæmrar athugunar um ástand stjórnmálanna í landinu áður en hún notar atkvæðisrjettinn. Rjóðin þarf að gera sjer glögga grein fyrir stjórnarfarinu á ýmsum tímum og stjárnarstörfum hinna ýmsu flokka og stjórnmálamanna. Að þeirri at- hugun lokinni á hún að taka á- kvörðun um hvern kjósa skal. , Til leiðbeiningar fyrir kjósendur í þessu þeirra mikla ■ vandamáli, verða hjer og í næstu blöðum dregin fram í stórurn dráttum nokk- ur helstu atriðin úr stjórnmálasögu síðustu ára. Er skorað á hvern þann sem betur þykist vita, að benda á ef rangt er frá skýrt. Inngangur. í*að má segja um ríkisstjórn þá, sem undanfarin 3 ár hefir farið með völdin, að hún hafi verið svo hepp- in, að öll hennar valdaár hafa ver- ið eindæma góðæri til lands og sjáfar og tekjur ríkissjóðsins farið svo gífur- lega fram úr áætlun að þess eru engin dæmi. Á þeim 4 árum næst á undan, sem ráðuneyti lhaldsflokksins fór með völdin, voru einnig góðæri flest árin, en þar á undan höfðu ver- ið ískyggilegir krepputimar sakir afleiðinga heimsstyrjaldarinnar. Pegar Ihaldsstjórnin kom til valda, voru skuldir ríkisins taldar 18,6 miljónir. Petta þótti gífurlegt á þeim árum, sem og líka var. — Pað er núkið fyrir þjóð, sem ekki er nema 100 þúsund að höfðatölu, að skulda 18,6 miljónir fastra sknlda. Árið 1927, þegar „Framsókn" tók við völdum, hafði lhaldsstjórnin lækkað þessar skuldir niður í 11,3 miljónir, eða um 7 og einn þriðja úr niiljón. Auk þess höfðu sjóðs- eignir ríkisins á sama tíma aukist úr 1,6 miljón upp í 3,5 miljónir. Petta var hægt að gera sakir þess tyrst og fremst, að góðæri voru og að með fje rikisins fóru gætnir fjár- málamenn, sem ekki vildu vamm sitt vita um meðferð annara fjár. Hagur landsins hafði þannig á þessu tímabili batnað um 8,7 milj- ónir, og það sem ef til vill var enn- þá glæsilegra, að lántraust ríkisins var endurreist og peningar þess hækkuðu í ver-ði. Svo komu kosningarnar 1927. Pá hófu báðir andstöðuflokkar stjórnar- innar íllvíga ásókn á hana og sakir ranglátrar kjördæmaskipunar varð íhaldsflokkurinn í minnihluta að þingmannatölu. enda þótt atkvæða- magn hans væri meira en hinna beggja. Pá komst til valda hin svo- nefnda Framsóknar-klíka, eða flokk- ur Hriflu-Jónasar. Var þó meiri- hlutinn svo hæpinn, að flokkur Jafnaðarmanna hafði lífstjórnarinn- ar í hendi sjer. Munu stórfeld lof- orð Jónasar um ýmsar rjettarbætur til handa verkalýð landsins — sem síðar voru að mestu svikin — hafa verið því valdandi, að Jafnaðarmenn lofuðu stjórninni hlutleysi sínu. Á þessum veika grundvellli reistu „Framsóknar" herrarnir veldisstóla sína, vitandi vits, að fyr eða síðar hlaut að draga að því, að þjóðin ljeti sjer ekki lynda slíka minni hluta stjórn. i Nú veit það hvert mannsbarn á landinu, sem nokkuð hefir fylgst með atburðum síðuslu ára, að það er einn maður í flokki þessarar „Framsóknar“stjórnar, sem ber höf- uð og herðar yfir flokksmenn sína í allri þeirri rányrkju stjórnmálanna, sem þessi ár hefir framin verið. Pessi ntaður er hinn nýlega upp- flosnaði dómsmálaráðherra. Með ó- þreylandi elju og fádæma óskamm- feilnum skrifum og skoltavaðli hefir manni þessum tekist að blekkja nokkurn hluta bænda og landslýðs t annars til fylgis við sig. Honum hefir tekist að gera skrif sín svo ísmeyáfleá- að bitlinga-sjúkustu sál- irnar hafa gengið í gildru hans, Enda margar síðar fengið fylgið ríku- lega greitt af almannafje. Honum hefir tekist að koma því inn hjá mönnum, að hann og hans flokkur — „Framsóknar”stjórnin, — væri ó- skeikul, óbrigðul — almáttug, en allir andstæðingar braskarahyski, sem væri landi og lýð til bölvunar og níðurdreps. Enda þóttþessi höfuðpaur „Fram- sóknar" hafi svikið mestann hlut- ann af loforðum sínum á sviði stjórnmálanna, þá hefir hann þó uppfylt mörg og einkum þau, sem á einn eða annan hátt hafa orðið til að tryggja völd hans. En ein- hvernveginn hefir þessi uppfylling loforðanna viljað verða svo, að gætn- um mönnum hefir fundist hún kosta ríkissjóðinn ískyggilega mikið. En æ því meir sem landsmenn hafa fundið að fjáraustri hans til fylgis sjer, því dýpra hefir hann sótt í sjóðinn. Og svo kom loks að því, að sá flokkurinn, sem selt hafði stjórninni lið sitt fyrir „gull og grænaskóga," var orðinn svo hræddur við þjóð- arviljann, að hann þorði ekki ann- að en afneita Jónasi, öllu hans hyski og öllu hatis athæfi. Og þá áttu öll sund að vera lokuð fyrir „Framsókn" til þess að hanga leng- ur við völdin. En Jónas vildi ekki að stjórnin færi frá kórónulaus. Var þá í skyndi fljettuð kóróna úr stjórn- arskrárbroti, þingræðisbroti, gerræði, einræði, lygum og blekkingum, og með þá veglegu kórónu á höfði hröklaðist svo þessi dæmalausa stjórn frá völdum. Meira. Skiðafjelagið ætlar í skíðaferð kl. 4 e. h. á morgun ef veður leyfir.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.