Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.05.1931, Qupperneq 1

Siglfirðingur - 06.05.1931, Qupperneq 1
IV. árg. Sigluíírði, Miðvikudaginn 6. maí 1931 22. tbl. Viðhorf ísienskra stjórnmála. Fjármálin. Aðalmál fátækrar uppgangs og menningarþjóðar værða og hljóta að vera fjármálin. Slík þjóð sem ís- lendingar komast ekki yfir torfærur fiárhagsörðugleikanna nema með ítrustu gæíni og sparsemi. Núver- andi Sjálfstæðismönnum og fyrver- andi Ihaldsmönnum hefir jafnan verið þetta stórvægilega atriði ljóst, og hafa hagað fjármálastjórn sinni eftir því. Framsóknarmenn báru þessvegna þungan hug til „íhalds- in“ og hófu illvíga árás á stjórn þess með atbeina Jafnaðarmanna, og fundu þeim helst til foráttu í- haldssemi um fjármál. — Peir heimt- uðu að þjóðin fengi að njóta góð- ærisins, vildu láta gera mikið, taka lán og láta „verkin tala”. Peim gafst skjótt kostur á að reyna sig og hefði mátt ætla að útkoman af stjórn þeirra yrði glæsileg, bæði sakir þess, að óhætt mun að full- yrða að aldrei hafi verið búið bet- ur í hendur nokkurrar stjórnar um öll fjármál, og hinsvegar bjuggjust menn við miklum afrekum og vit- urlegum af mönnum sem látið höfðu jafn-digurbarkalega og grobbaðjafn- stórkostlega af fjármálaspeki sinni. En reynslan varð ólýgnust. Er niðurstöður landsreikninganna eftir fyrsta ráðsmenskuárið urðu kunnar, kom dálítið annað í ljós en búist hafði verið við. Fjárlögin fyrir 1928 áætluðu út- gjöldin 10,4 miljónir og þótti mik- ið, en Iandsreikningar þess árs sýndu að eyðslan hafði orðið 13,3 miljónir, Um þetta var nú lítið fengist og mjög miklu minna, en von hefði verið fyrir. — Arið 1929 var áætl- unin höfð 4 hundruð þúsundum hærri, eða 10,8 milj., og eðlilega ætlast til að endast mundi til eyðslu. En nú færði stjórnin sig allmjög upp á skaftið og eyddi um þriðjungi meira en heimilað var, eða 15,4 miljónum. Og nú fóru gætnir menn að stinga við fótum. Fjármálamenn andstöðuflokksins fóru að krefja stjórnina reikningsskapar. En það var að fara í geitarhús að leita ullar Skýringarnar -voru ekkert annað en skammir og skætingur, grobb og mikilmenskulæti. Árið 1930 var enn hækkuð áætl- un fjárlaganna fyrir útgjöldunum uppi 11,9 miljónir. En eftir því sem nú er framkomið í skyndi reiknings- skilum, hefireyðslan orðið að minsta kosti 23,5 miljónir. Fetta er svo gífurlegt sukk, að menr. sundlar við. Á þrem árum hefir eyðsla Fram- sóknarstjórnarinnar orðið: Árið 1928 13,3 miljónir - 1929 15,4 - - 1930 23,5__- Samtals 52,2 miljónir Eins og fyr er getið, voru fastar skuldir ríkissjóðsins komnar niður í 11,3 miljónir 1927. Pessar skuldir voru allar samningsbundnar og ár- leg afborgun ríkissjóðsins af þeim 0,7 miljónir. Var þessvegna í lófa lagið fyrir Framsóknarstjórnina að lækka skuldirnar. Ef aðeins hefði verið staðið í skilum, greiddar árl. þessar sjöhundruð þúsundir og eins og íhaldsstjórnin gerði sjer að reglu, ekki safnað nýjum skuldum, hefðu skuldirnar lækkað niður í 9,3 milj- ónir. í stað þessa eru fastar skuldir ríkissjóðsins nú orðnar 24,6 miljón- ir, og eru þar þó ekki taldar með 3.6 miljónir er lagðar voru í hinn nýja Búnaðarbanka 1930. Af þessu verður sjeð, að stjórnin hefir hækkað skuldirnar um 15,3 miljónir og hún því raunverulega sóað á hinum stutta valdatíma sín- 67,5 miljónum. Útgjöld fjárlaganna fyrir 1932 eru áætluð 13 miljónir króna og er þó ekkert afgangs til verklegra framkvæmda. Allt á þetta fje að fara í greiðslur vaxta, afborganir skulda og önnur lögfest gjöld rikissjóðsins. Pjóðin er orðin svo hlaðin skött- um að þingmenn álíta nýjar skatta- álögur óframkvæmanlegar. Atvinnu- vegir þjóðarinnar liggja í rústum, lamaðir eftir góðærin af skattálögum og ófærir um að standa straum af yfirvofandi kreppu. Svöna er nú fjárhag landsins kom- ið í höndum Framsóknarstjórnar- innar. Framsókn! Hafið þið gert ykk- ur það ljóst hve nöpur og beizk kaldhæðni liggur í þessu nafni, þeg- ar verk flokksins á valdárunum eru látin tala? Framsókn var á sínum tíma, af veikum mætti þó, að færa spott að íhaldsflokknum er hann breytti nafni sínu í Sjálfstæðisflokk í fullu samræmi við æðsta málið á stefnuskrá sinni. Nú er hefndin komin fram í þeirri mynd, að „Fram- sóknar“nafnið er að verða, og verð- ur æ betur, er fram líða stundir, stærsti krossinn á herðum Jónasar- manna, og ólíklegt er, að síðustu at- burðirnir ljetti þeim andlátið, með- an þeir eru að kafna undir nafninu. Kostiing á einum manni í stjórn Síldar- einkasölunnar og einum varamanni af hendi Síldarútgerðarmanna fer fram þessa daga. Peir menn sem hjer eiga heima og hafa gert út skip eða bát á síldveiði sem aðal- veiði síðastliðið sumar hafa atkvæð- isrjett, og skulu þeir hafa skilað at- kvæði sínu til bæjarfógetans hjer fyrir 10. þ. m. Utsvarsskráin liggur frammi í sölubúð Kaup- fjelagsins frá því í dag og til 20. þ. m. Kærur þurfa að koma fram meðan skráin liggur ’frammi. Konsúlatid norska biður þess getið, að norski bærinn Niðarós, heiti Irondheim frá 1. jan. s.l. Brauðbtíð Guðmundar Sigurðssonar á Hafn- arbökkum var opnuð um síðustu helgi.

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.