Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.05.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 06.05.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 S k r á yflr niðurjöfnun aukaútsvara í Siglufjnrðarkaupstað fyrir árið 1931 liggur frammi — almenningi tii sýnis — í sölubúð Kaup- fjelags Siglfirðinga dagana 6. — 20. þ. m. að báðum dögum meðtöldum. Kærum yfir niðurjöfnuninni sje skilað til formanns niður- jöfnunarnefndar Vetrarbraut 14 innan loka framlagningarfrestsins. Siglufirði 4. maí 3 931. Niðurjöfnunarnefndin. Pegar raflögnin í íbúðarhúsinu, þarf viðgerðar þá leitið til- boða hjá okkur, þess mun yður ekki yðra. pr. Raftækjaversl. Siglufjarðar. J. Magnússon Sími 129. Kaupum alt árið með hæsta gangverði þorskhausa, hryggi og úrgangsfisk. Greiðsla við móttöku. Síldarverksmiðja Dr. Paul. Úr umræðunum (Eftirfarandi kaflnr eru teknir á víð og dreif úr ummælum ýmsra manna um þingrofið og stjórnina.) Tryggvi I’órliallsson hefir nú tryggt sjer œvarandi sess í sögu þjóðarinnar. Og sá sess er við hlið Trampe greifa. — Trampa greifi var maðurinn, sem k'onungsvaldið telídi fram til þess að kúga Islendinga á þjóð- fundinum 1851, en það er frœgt orðið sem mesta fólskuverk í þingsögunni. — 1851 sameinuðust Islendingar nllir til mótmæla gegn einræðinu. — 1931 er Isiendingurinn Tryggvi Þórhallsson í sporum útlenda greif- ans. — Báðir Trampe og Tryggvi kjósa þann kostinn að svíkjast að þinginu með leynd. — 21. júlí 1851 er í minnum hafður fyrir kúgunina, sem þá var beitt. — 14. apríl 1931 verður tnn sorglegri dogur í þingsög- unnu, því að þá framdi íslendingur þetta sama óbótaverk á sinni eigin þjóð. Tryggvi kórhallsson hefir ekki lengur um- boð frá Alþingi, til þess að fara með völd i þessu landi. Hann er valdalaus maður samkvæmt íslenskum stjórnarlögum. En hann hefir gert tilraun til þess, með aðstoð dansks konungs, að svifta Alþingi valdi sínu, og íslenska kjósendur lögfudum rjetti þeirra, til að ráða yfir málefnum sínum. Hann hefir brotið bæði þingræði og þjóðarvilja íslands, og er ekkert annað en uppreisnar- maður, sem móðgað hefir þjóðina stórkostlega. Stjórnin hefir rofið þingið. fiað er ger- ræði. — Hún gerði það af því hún þorði ekki að standa fyrir máli sínu. Það er rag- mcnska. — Rög gerræðisstjórn á sjer aldrei langan aldur. — Syndir stjórnarinnar eru margar og miklar, óteljandi margar og ó- hóflega miklar. Laun syndarinnar er dauði. — Stjórnin skal falla á vígvelli þjóðarinnar við kosningarnar í vor, og aldrei upprísa. — íslendingar! Orustan er hafin. Styrjöld- inni verður aldrei afljett fyr en yfir tekur. — „Heilir hildar til“. Tr. Þ. er sakaður um að hafa brotið æðstu Iög landsins. Hann er sakaður um, að fara með konungsvaldi á hendur þjóðinni. — Hvernig hefir þjóðin áður skift við þá menn, sem tekið hafa sjer völd með kon- ungsaðstoð gegn þjóðarvilja og lands'.ögum? Hvernig fjell þjóðardómur um Krók-ÁIf, Jón Gerreksson Smið Andrjesson, Jón skrá- veifu, Ljenharð fógeta og fleiri slíka kon- ungs skjólstæðinga. Heldur Tr. Þ. að þjóð- in taki nú vægar á afbrotum og skapraun- um, en hún gerði á fyrri öldum, þó nú sje komin pólitísk refsing í stað líkamlegrar? Heldur hann að þjóðin kunni betur kon- ungskúgun nú, þegar hún er fastráðin í því að losna algjörlega undan konungsvaldinu, heldur en hún gerði, meðan hún leit á konungsvaldið sem ævarandi. Á þessu hneyksli byrjar önnur áraþús- undin í þingsögu Alþingis. Byrjar á meira hneyksli, en til er í þingsögunni um þúsund ár, af hálfu hins æðsta valds á íslandi — Þjóðin mun nú, ekki síður en fyr, öðlast vit og vilja, þrek ug þor til þess, að hrinda af sjer þessari einræðisstjórn, og átumein! því er henni fylgir í fjárhag og frelsi þjóðar vorrar. Góðir íslendingar og þjóðræknir hafa nú vnknað af svefnmóki, og þeir munu mæla sem einum munni: Vjer mótnaælum allir! Þjóðin mun sína það á sinum tíma -- eftir fyrst að hafa hrist af sjer ógeðslegustu og skaðiegustu stjórn, sem nokkru sinni hefir setið að völdum -- að hún hefir lika mátt til þess að þurka af sjer fylgifje henaar -- beinátur þjóðfjelagsino. Kjörstjóni við alþingiskosningarnar 12. þ. m. kaus bæjarstjórnin í fyrradag, og hlntu kosningu: G. Hannesson, Alfons Jónsson og Otto Jörgensen. Fiskaflitin. Frá 1. jan. til 1. maí 1931 hefir nskafii landsmanna orðið sem hjer segir: Stórfiskur 181.070 skpd, Smáfiskur 35.355 skpd. ísa 1,428 skpd. Ufsi 1.348 skpd. Samtals 219.201 skpd. A sama tima í fyrra var aflinn 251,852 skpd. Deila um kaup við fiskvinnu hefír stað- ið yfir á Isafirði undanfarna daga, Nýkomnir Purkaðir ávextir áreiðanlega ódýrastir hjá Guðbirni. H - V - í - T - Ö - L Pilsner, Cigarettur fæst í Fjelagsbakaríinu. „ O T A “ hafragrjón í pökkum, er besta sjúklinga- og barnafæðan. Fæst aðeins hjá GUÐBIRNI. er dró til nokkurra óspekta nýlega. — Hjer í bænum hefir og komið fram krafa um hækkun á kaupi línustúlkna. Neituðu útgerðarmenn að verða við henni, enda ekki bor- in fram af línustúlkum sjálfum. / kvöld tala þeir í útvarpið af hálfu Sjálf- stæðismanna Magnús Jónsson pró- fessor og Sig Eggerz.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.