Siglfirðingur


Siglfirðingur - 09.05.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 09.05.1931, Blaðsíða 1
vti&M^ ' .4 IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 9. maí 1931 23. tbl. Útvarpsumræðurnar. Pað er engum efa undirorpið, að peirmunu hafa skift tugum þúsunda, sem hlustuðu á stjórnmálaumræð- urnar í ríkisútvarpinu á dögunum. En þótt svo hafi verið, þá munu margir af kaupendum Sigllirðings ekki hafa átt þess kost, og þykir því rjett, að fara nokkrum orðum um þessar umræður hjer í blaðinu. Fyrsta kvöldið talaði Jón Bald- vinsson af hálfu Jafnaðarmanna. Tryggvi Pórhallsson fyrir Framsókn og Jón Porláksson fyrir Sjálfstæð- ismenn. Ræða Jóns Baldvinssonar var mjög á sömu lund og þingræður hans margar, látlaust glamur um blessun þjóðnýtingar framleiðslntækj- anna og einkasölu verslunarvarnings. Umsögn hans um andstöðuflokkana var það eina, sem nokkurs var um vert. rlann tók það n. 1. skýrt og afdráttarlaust fram, að Framsóknar- flokkurinn færi altaf versnandi, en Sjálfstæðisflokkurinn batnandi. Hann væri meira að segja orðinn svo góður í augum Alþýðuflokksins, að nú væri hann langlíklegasti flokk- urinn til þess að rjetta við þau fá- dæma ókjör, sem landsmenn ættu nú orðið við að búa. — Pess yegna gætu nú þingmenn Alþýðuflokksins frekar fylgt Sjálfstæðismönnum en Framsókn. Er þetta þeim mun eft- irtektarverðara fyrir þá sök, að þetta segir maður, sem búinn er að vera í nánu bandalagi við Framsókn í nærri fjögur ár og hefir hlotið fyrir það hálaunað bankastjóraembætti. Ræða Tr. Pórhallssonar var sá mesti harmagrátur, sem nokkurn- tíma hefit heyrst. Hann volaði og kjökraði framaní kjósendurna og kvartaði sáran undan því, hve and- stæðingarnir væru vondir við sig — sig — sem þó hefði gert meira fyr- ir bændurna, en nokkur annar mað- ur. Hann var óðamála með af- brigðum og hafði óteljandi afsakan- ir fyrir hverju sínu axarskafti. Hann laug því, að Framsókn ætti ein heiðurinn af öllu því sem gert hafði verið á sviði landbúnaðarins und- anfarin ár. Hann laug því að Sjálf- stæðismenn hefðu barist gegn þess- um umbótum. Hann laug því, að Framsókn hefði meiri hluta kjós- enda að baki sjer, og meiri hluta þingmanna. Hann laug því, að þing- menn Alþýðuflokksins hefðu verið kosnir 1927 til ævarandi fylgis Fram- sóknar. Hann laug því, að ríkis- stjórninni beri að vaka yfir því að þingmenn bregðist ekki kjósendum sínum. Hann laug því, að hlutfalls- kosning sje ranglát. Hann laug því' að núverandi kjördæmaskipun sje rjettlát. Hann laugþvi, að rjettlæti geti orðið ranglæti. Og hann laug miklu, miklu fleiru. Öllu þessu laug hann að þjóðinni „með öllum þeim Jcrafti og öllum þeim þunga, 'sem hann átti til". Og svo þurkaði hann tárin úr augunum og svitan af enninu og andvarpaði yfir van- þakklæti mannanna. — En hann sagði líka satt. Hann sagði að leið- rjetting á kjördæmaskipuninni yrði tap fyrir Framsókn. Hann sagði það satt að hlutfallskosning yrði tap fyrir Framsókn. Og hann s.agði það líka satt, að erlendir fjármála- menn væru þeirrar skoðunar, að lánstraust landsins sje þrotið, að ó- stjórn Framsóknar og eyðslusemi hafi þegar haft þau áhnfað landinu sje ekki lánandi meira en komið er. Hann sagðist beinlínis hafa fengið aðvörun um þetta. Með þessum orðum hefir Tr. P. játað það frammi fyrir þjóð- inni, að íslenska ríkið, sem hafði ágætt lánstraust 1927, hafi glatað þessu trausti í stjórnartíð Framsókn- ar. Að gengdarlaus fjáreyðsla og ó- hófleg skuldasöfnun stjórnarinnar haíi fyrirgert efnalegu sjálfstæði þjóðarinnar um ófyrirsjáanlegan tíma — Petta er vitnisburður Tr. P. um sín eigin verk. P j ó ð i n heyrir og skilur. Pjóðin veit hvað henni ber að gera. Ræða Jóns Porlákssonar var hóg- vær og rökföst, eins og ræður hans eru vanar að vera. Hann er einn SKIPAVERSLUN Siglufjarðar. Oliufatnaður ahkonar, Vinnufatnað- ur fyrir konur og karla, Olíuljeieft 'gult og svart. Regnkáþur kvenna kirla og barna. af þeim fáu pólitískuleiðsögumönn- um þjóðarinnar, sem ekki fer með öfgar, en þrauthugsar hvert mál og segir aldrei annað en það, sem hann getur sannað að er rjett. Hann benti með ljósum rökum á ýmsar íjarstæður í ræðu Tr. P, Hann ¦ lýsti afstöðu Sjálfstæðismanna til hinnar ranglátu kjördæmaskipunar, og hvernig hægt væri að bæta úr því misrjetti án fjölgunar þingmanna. Hann færði rök að því, sem hjer heíir verið fullyrt áður, að þingrofið . væri eigi aðeins stjórnarskrárbrot, heldur og brot á þingræðinu og þjríðarvilianum, og að fyrir siíkri framkomu stjórnarinna'- væri engin afsökun til, sem nokkurt gildi hefði. Aðalástæða stjórnarinnar hefði verið sú, eins og þjóðin þegar vissi, að sitja fram yfir kosningarnar, en þær áttu að fara fram 9. júlí n. k. þó ekkert þingrof hefði farið fram. Pá fór hann nokkrum orðum um skuld- araukningu stjórnarinnar, og átaldi hana með rökum fyrir það gáleysi og þá óstjórn,. að á sama tíma sem ríkistekjurnar hefðu farið langt fram úr áætlun, hefðu beinar skuldir rík- issjóðs hækkað meira en um helming. Hjer er ekki rúm til að fara frekar út í þessa ræðu J. P., en svo mikið er óhætt að fullyrða, að enda þótt orðin flæddu ekki eins hiklaust af vörum hans eins og Tr. P., þá var þó sá mikli munur á ræðum þeirra, að Jón sagði bjóðinni satt, en hinn var með eintóman vaðal til varnar vondum málstað. Petta fann þjóðin mjög vel. (Meira). Ólöf Barðadóttir, húsfrú, Lindargötu 9, verður 50 ára 12. þ. m.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.