Siglfirðingur


Siglfirðingur - 09.05.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 09.05.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR m h 8 M B B M m m g s. N YKOMIÐ: Kjólar, Kipur, Dragtir, Karlmannafatnaðir, Vinnufatnaður Fermingarföt (aðeins nokkur sett eftir), Sokkar allskon- ar (ný teg. kvennsokkar), Púðaver máluð (falleg og ó- dýr), Veggteppi, Manchettskyrtur o. m. m. fl. Nú er þörf á að spara o£ það gera þeir sem þurfa að kaupa ofantaldar vörur og kaupa þær i FATABÚÐINNI. m m m m m m m m m m m m m m m m m m m yfir tímabilið 1. júlí til 1. okt., laus til umsóknar. Laun 1200 kr. Umsóknir sjeu afhentar á bæjarfógetaskrifstofuna fyrir 20. þ.m. Sigluiirði 6. maí 1931. Fjárhagsnefndin. SKIPAVERSLUN Siglufjarðar Smurningsoliur fyrir allur vjelar. Balata og Gumireimar, Reimavax, Reimalásar. Sálnaveiðar. Pað er alkunna að um þessar mundir eru ýmsir fiugumenn Fram- sóknar og Krata að laumast milli húsa í bænum með bænaskrá í rassvasanum til þess að ginna menn til að gefa flokkum þessum skrifleg loforð um atkvæði sín við kosning- urnar 12. júní. Undirskriftir manna undir bænaskrárnar eiga að negla þá til þess að greiða frambjóðend- um viðkomandi flokka atkvæði. Pið. sem hafið látið ginna ykkur til undirskrifta athugið það, að flokk- ar þessir eru hjer að sýna ykkur megnustu fyrirlitningu. Hún er fólg- in í þessu: Peir segja: Við förum ekki til Framsóknarmanna eða Krat- anna, sem við vitum að hafa á- kveðna bjargfasta skoðun um mál- efnin; við förum einungis til þeirra fáfróðu sálna, sem að ökkar hyggju eru svo gjörsamlega sneyddir allri sannfæringu og pólitískum þroska, að þeir láta atkvæðasmalana svín- beygja sig til að gefa loforð, sem þeir ef til vill síðar sjá eftir, er þeir fara að fá betri skilning á málunum. Pessar sníkjuherferðir á hendur ykkar eru svívirða sem þið eigið að reka af höndum ykkar. Pið eigið að láta þá fara frá ykkur eins og þeir komu, en kjósa eftir ykkareig- in sanhfæringu eins og aðrir menn, þegar kjördagurinn kemur. Fyrirlitning smalanna er fólgin í þessu, þó þeir eigi segi það berum orðum: Pú, sem jeg sýni þetta skjal, ert ósjálfstæður aumingi, sem við treyst- um ekki til fylgis við okkur nema þið gefið okkur skrifleg loforð. Pessa aðferð mun Sjálfstæðisflokk- ur þessa bæjar aldrei viðhafa. Hún er andstyggileg og að minsta kosti ekki samboðin mannrjettindahjali alþýðforkólfanna. Sjálfstæðismenn treysta því, að kjósendur bæjarins sjeu svo sjálf- stæðir í skoðunum, að þeir láti ekki ófyrirleitna flugumenn tæla sig til slíkra skuldbindinga. Siglfirðingur kemur næst út á miðvikudaginn. L ý ð ve 1 d i. Sú fregn hefir verið látin berast um landið, að Jafnaðarmenn ætli að hafa á stefnuskrá sinni við kosning- arnar kröfu um að ísland verði gert að lýðveldi. Er helst á þessum fregn- um að skilja, að þeir verði einir um þessa kröfu. En svo er vitanlega ekki. Ut af hirium síðustu hermdarverk- um stjórnarinnar hefir lýðveldishug- myndin gripið mjög um sig í hug- um manna án tillits lil stjórnmála- stefnu, og mun hún þó hafa verið ofarlega í huga margra manna áður. Stúdentafjelag Rvíkur hefir t. d. samþykt svohljóðandi tillögu: Par sem atburðir síðastu daga hafa sýnt, að hægt er að beita konungsvaldi gegn meiri hluta Alþingis, krefst Stúdentafjelag Reykjavíkur, að ís- lenska ríkið verði gert að lýðveldi svo íljótt sem unt er. Pá hefir "Heimdallur" fjelag ungra Sjálfstæðismanna í Rvik samþykt eftirfarandi: Heimdallur telur við- burði síðustu daga hafa sýnt glögg- lega nauðsyn þess, að ísland verði gjört að lýðveldi. Og loks hefir fjelag Sjálfstæðis- manna í Rvík, „Vörður", á mjög fjölmennum fundi samþykt svohlj. viðauka við stefnuskrá sína: Hið fyrsla og æðsta markmið fjelagsins er að vinna að því á sjerhvern lög- legan hátt, að gera ísland að lýð- veldi, svo fljótt sem nokkur kostur er. En fáist ekki löglegt samþykki fyrir sambandssiitum, fyr en sam- bandssamningurinn leyfir uppsögn, vili fjelagið vinna að því, að tak- marka svo vald konungs með stjórr,- arskrárbreytingu, að konungsvaldið verði ekki notað framvegis af nokk- urri stjórn til þess að brjóta stjórn- arskrá og þingræðisreglur. Af þessum samþyktum er það auðsætt, að fleiri en Jafnaðarmenn ætla að vinna að stofnun lýðveldis, enda er öðrum betur trúandi til þeirra framkvæmda á löglegum og heilbrigðum grundvelli, en foringj- um Jafnaðarmanna. Að minsta kosti er Sjálfstæðismönnum betur trúandi til þess að vinna að þessu mikils- verða máli með lagabreytingum og samningum eingöngu, og án allra öfga eða lögbrota. Peir kjósendur, sem hafa kröfu um lýðvelai á löglegum grundvelli ofarlega í huga, geta því óhræddir kosið frambjóðendur Sjálfstæðis- fiokksins, því þeir munu áreiðanlega reynast þvi máli trúastir, sem og öllum óðrum málum, sem til heílla horfa fyrir land og lýð. SKIPAVERSLUN Siglufjarðar Eldhúsáhöld alskonar, Saumur allar 'tegundir og margskonar járnvörur.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.