Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.05.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 13.05.1931, Blaðsíða 1
IV. árg. Siálufircfi, Miðvikuda£inn 13. maí 1931 24. tbl. Viðhorf íslenskra stjórnmála. Fylgiskaupin. Eitt af því. er einkennt hefir Framsóknarstjórnin?, er hinn hóf- lausi bitlingaaustur í ilokksmenn. I allrí stjórnmálasögu Islendinga að fornu og nýju eru engín dæmi slíks. Og engin dæmi munu heldur finnast um slíkt athæfi í nokkru þingræðis- landi. Svo rammt hefir kveðið að þessu, að til skamms tírna hefir það verið einn allra vissasti og áhættu- minnsti atvinnuvegur að vera „Fram- sóknarmaður. Eða þó ekki væri nema að látast vera það. Pað er líka margur Framsóknarmaðurinn stein- hissa á þeim Sjálfstæðismönnum og reyndar íleirum, er ekki eru tilbún- ir að „kaupslaga" við stjórnarflokk- inn með sína pólitísku sannfæringu. Frægt er orðið það er Gissur stjórn- arráðsfulltrúi sagði um Torfa Hjart- arson, er hann gekk fram fyrir skjöldu á móti stjórninni og þver- neítaði að gerast leiguþý hcnnar hvað sem í boði var. Pá sagði Giss- ur: „Ekkert skil jeg í honum Torfa, atvinnulausum manninum!" Ójá, það var ekki von aðfulltrúinn skildi það, að sannfæringin er sumum mönnum meira virði en peningar og atvinna. Pað er ekki hætt við að Fram- sóknarvinnumennirnirfari á hausinn. Atvinnuvegurinn er svo vís og greiðslan ekki síður. Enda hefir enginn þeirra sjeðst bendlaður við „svindl" í Tímanum. En „svindl- ari" er sú nafnbótin er atvinnurek- endur þjóðarinnar hafa verið sæmd- ir ef þeir ekki hafa verið Tíma- menn. Tíminn hefir verið óspar á nafhbótina. En hafi einhver atvinnu- rekandi farið á hausinn, er tilheyrt hefir Framsókn, hefir þess aldrei verið getið j Tímanum, en fjárhæð- unum er bankarnir hafa tapað á þeim, verið í kyrþey laumað yfir í skuldabók andstæðinganna. Pað yrði ægilega langur listi ef ætti að telja öll þau embætti er Fram- sóknarstjórnin hefir veitt í atvinnu- skyni fyrir flokksmenn sína. Sigl- firðingur hefir eigi rúm tilþess, þótt hinsvegar væri í því nokkur fróð- leikur og það yrði sýnilegt, talandi verk. En þess gerist síður þörf, þar eð landsmenn muna þetta bert, hver í sinni sveit. Par geta menn talið embættin á fingrum sjer, og þekkja sögu þeirra og forsögu; og þjóðin í heild þekkir þessa nokkur deili. Jafnvel hinir ófróðustu í þess» um efnum kunna að nefna allmarga ef þeir fika sig áfram eftir tignar- stiganum, allt úr forsætisráðherra- stólnum niður í hundahreinsunar- kofana. Petta hvorttveggja hefir á sjer jafn litsterkan Framsóknarstimp- il og allt þar á milli, Pað er ekki svo að skilja, þetta er ekki ófyrirsynju gert. Á þessu hefir stjórnin lafað og á þessu hang- ir Tryggvi enn. Pað er sjálfsagt ekki út í hött, það sem Borgfirðingurinn hafði eftir Jónasi frá Hriflu i haust er var. Bóndinn innti hann eftir því, hvort stjórnin mundi nú ekki hafa farið nokkuð óvarlega í þessu embætta- veitingamáli, og hvort hún mundi nú ekki hafa skapað sjer ískyggilega mikla andúð með þessu. Jónas svar- aði: Pví verður. ekki neitað, aðand- úð íhaldsins er megn, en það hefir ekkert að segja. Petta er okkar sterk- asta vopn, og ef íhaldið hefði haft vit á þess'u herbragði í sinni tíð, þá væri nú engin Framsókn til sem stjó'rnarflokkur. Petta eru eftirtekta- verð ummæli. Og, því miður sönn. Hefir nú þjóðin gert sjer það ljóst, hvað alt þetta óþarfa embætta fargan hefir kostað ríkissjóðinn? Hvað marga 'skóia, langa vegi, marga vita, brýr og hafnarbætur hefði verið hægt að byggja fyrir alt það fje, sem stjórnin hefir stungið í vasa manna til þess eins, að tryggja sjer fylgi þeirra? Getur nokkur svarað þeirri spurningu? Sennilega verður henni aldrei svar^ að. En íslenska þjóðin er í eðli sínu svo rjettlát í dómum sínum, og svo hagsýn um öll fjármál, að hún lætur það ekki viðgangast mörg ár í röð, að almannafje sje misnot- að svo hraparlega, eins og Fram- sóknarstjórnin hefir sannarlega gert með embætta og bitlingafargani sínu. — Um þetta á þjóðin meðal annars að dæma 12. júní n. k. (Meira). Útvarpsumræðurnar. Framh. Annan daginn talaði Eýsteinn Jónsson fyrir Framsókn, Ólafur Thors fyrir Sjálfstæðismenn og Stef- áti Jóh. Stefánsson fyrir Jafnaðarm. Eysteinn byrjaði ræðu sína með því að segja, að andstæðingar stjórn- arinnar hefðu farið með háskalegar blekkingar að undanförnu um fjár- málín. Sagðist hann ætla að skýra þjóðinni frá því, sem hann vissi sannast og rjettast um þessi atriði, og tilfærði heimildir sínar. — En hvað sagði svo Eysteinn um þessi mál? Hann komst að því, að tekj- ur ríkissjóðsins hefði farið jafn mik- ið fram úr áætlun, eins og tilfært hefir verið. Hann komst að því, að útgjöld stjórnarinnar hefðu orðið nákvæmlega eins mikil eins og and- stæðingarnir hafa haldið fram. Og um skuldaaukningarnar fór á sömu leið. Hann viðurkendi, að skuldirn- ar hefðu aukist eins og andstæðing- arnir segja, en hann afsakaði þetta með auknum frarnkvæmdum. Én er hann tók að telja upp það, sem gert hefði verið fyrir alt lánsfjeð, vantaði nokkuð á aðra miljón sem hann viðurkendi, að hlotið hefði að fara í eyðslusemi. — Petta' er einmitt það sem Sjálfsæðismenn hafa hald- ið fram. Peir hafa sagt að stjórnin hafi stofnað ótal óþörf embætti og eytt miklu fje í algjörðan óþarfa. Og Eysteinn hefír orðið fyrstur til að segja frá því, hve mikið hafi verið eytt til þessa. Ha'tt a' aðra miljón í

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.