Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.05.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 13.05.1931, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGUR SIGLFIRÐINGUR kemur 'út á lnugardögum. Kostar inn- anlands 4 kr. árgangur, minnst 52 tbl. 10 au. blaðið í lausasölu. Utan- lands 5 kr. árgangurinn. Auglýsinga- taxti: 1 kr. sentimeter dálksbreiddar. Afsláttur ef mikið er auglýst. Utgefandi: Sjálfstæðismannafjelag Siglufjarðar. Ritstjóri og afgreiðslum.: Friðb. Níelsson Pósthólf 118. Sími 13 eintóman óþarfa, það er ekkert smá- ræði. — Svona er það stundum, að heggur sá er hlýfa skildi. — Pá var það eitt í ræðu Eysteins, sem gerir hann beran að biekkingatilraun við þjóðina. Hann tók það fram, og lagði mikla áherslu þar á, að ef „í- haldið" hefði ekki skilið við 12 miljón kr. skuldir 1927, þá hefði verið hægt að verja ljr miljón kr. meira á ári til verklegra fram- kvæmda, en gert hefir verið. „í- haldið" hafði með þessu haft 1| milj. kr. árlegar framkvæmdir af landsmónnum, og væri það ekki fyrirgefandi. Vextir þessara 12 milj. . væri blóðtaka af þjóðinni. — En svo játaði hann, að nú væru vextir og afborganir ríkisskuldanna hækk- aðir um helming, nú væru þeir írjár miljónir króna. En nú vorti þeir ekki lengur ófyrirgefanleg blóð- < taka. Nú var afsökun fyrir hendi. Framkvæmdirnar bera margfaldan ávöxt — segir Eysteinn — og gefa landsmönnum 2 peninga fyrir 1. — En í alvöru: Er Eysteinn þessi svo grænn að álíta að óhætt sje að segja þjóðinni, að vextir af 12 miljónum sje ófyrirgefanleg blóðtaka, en vext- ir af 25 miljónum gefi tvöfaidan hagnað? Nei, það getur ekki verið. Hjer er þvi um venjulega Fram- sóknar-blekking að ræða, sem hjóðin lætur ekki bjóða sjer til lengdar. Sá sem þetta skrifar, heyrði ekki nema lítinn hluta af ræðu Ólafs Thors, en eftir því sem skilorðir menn segja, mun hann hafa saum- að ali óvægilega að stjórninni,> og þó einkum hinum uppflosnaða dóms- málaráðherra. Að minsta kosti stóðst hann ekki mátið og fjekk eftirgefinn part af ræðutíma Eysteins, til þess að hella úr skálum reiði sinnaryfir Ólaf. Var það auðvitað ekkert ann- að en ærumeiðandi skammir, upp- lognar frá rótum. Varð Ólafur að lýsa því yfir í útvarpið, að hann myndi höfða meiðyrðamál gegri Öll bílaurnferð er hjermeð bönnuð um Fjarðarveginn, frá á móts við Hlíðarhús og suðureftir, fyrst um sinn og þangað til öðruvisi verður ákveöið, samkv. tillög- um veganefndar. Bann þetta gildir unz tilkynt verður, að það sje numið úr gildi. Hver sem brýtur bann þetta verður látinn sæta sektum allt að 1000 kr. og gera við þær skemdir, sem hin ólöglega umferð hefir valdið. Skrifstofu Siglufjarðar 11. maf 1931 Bæjarfógetinn. Jónasi fyrir ummælin. Svona fór það nú. — Eitt af því glæpsam- legasta, sem borið hefir verið á stjórnina, er það, að hún noti ríkis- sjóðinn sem flokkssjóð, noti hann til þess að vinna Framsóknarflokkn- um fylgis meðal þjóðarinnar. Pessu hefir stjórnin jafnan neitað. En eitt af því marga sem Tryggvi Pór- hall?son lofaði ótilkvaddur, þegar hann var að kaupa á sig frið útaf þingrofinu, var það. að hann skyldi ekki misnota aðstöðu sína til ríkis- • valdsins við kosningarnar. Með þessari yfirlýsingu var fengin óbein játning hans fyrir því, að svo hefði verið að undanförnu. — Ólafur Thors sagði nú þjóðinni frá því, að Jón Porl. og M. Guðinundsson hefðu farið á fund Tr, P., og spurt með hverju hann ætlaði að sanna þetta loforð sitt. Fyrsta svar ráðh. var að skýra frá því, að nú væri hann búinn að selja það sem eftir var af lofgjörðinni um Kaupfjelag Eyfirðinga, sem gefin var út fyrir rikisfje, og andvirðið endurgreitt ríkissjóði. Annað: Bókin „verkin tala" sem nú er fullprentuð í 10000 eintökum fyrir ríkisfje og búið að skrifa utaná 3000 eintök, skal ekki verða send út fyrir kosningar. Pnðja: Hin svokallaða „Bláabók" (um and- stæðiiiga stjórnarinnar) skal aldrei verða send út. — Með þessum svör- um hefir Tr. P. beinlínis játað, að Framsókn hafi notað fje ríkissjóðs í þágu flokksins að undanförnu. En það er einmitt talið eitt af höfuð- glæpum hverrar stjórnar. Svona eru þá altaf að smá sannast þau um- mæli, sem Sjálfstæðismenn hafa haft um stjórnina. Og áður en Iíkur mun alt það reynast rjett, sem þeir hafa um hana sagt — því miður. Ræða Stefáns Jóhanns gefur ekki tilefni til umtals hjer. Hún vareins og meinlaus suða í baunapotti, þar sem að vísu altaf síður, en þó al- drei svo, að út úr skvettist. (Meira). F r j e 11 i r. Aukaútsvör á Isafirði erukr. 215, 000 kr. Hæstu gjaldendur eru: Sam- vinnufjelagrð 9U00. Rafiýsingafje- lagið 7000 Nathan & Olsen 7000. Togarafjelag Isfirðinga 6500. Kaup- fjelagið 5950, Jón Edvalds 5600. íshúsfj. ísf. 4700. Olíuverslun íslands 4500. — Á Seyðisfirði eru útsvör- in 50,640 kr. Forseta Finnlands, Svinhufvud, hefir verið afhent ávarp, undirskrif- að af 158.000 konum, þarsemþær skora á hann að gangast fyrir af- námi bannlaganna. Hefir forsetinn látið svo um mælt, að óhjákvæmi- legt verði að taka tillit til þessa á- varps við væntanlega endurskoðun bannlaganna. í Bredstrup í Danmörku hefir sparisjóðshaldari nokkur verið tekin fastur fyrir 162 þús kr. sjóðþurð, sem er til orðin fyrir eintóma góð- semi hans. Hafði hann hjálpað ýmsum mönnum með því aðborga fyrir þá vextina, og gerði það með sínu eigin fje meðan til vanst. En er það þraut, tók hann af inneign- um annara og faldi það lengi vel með einlægum millifærslum. En loks komst 'alt upp, og var þá upp- hæðin orðin 162 þúsund. Hann hefir lagt fram bók, þar sem ná- kvæmlega eru tilfærðar þessar fjár- tökur, og telja menn að honum hafi gengið gott eitt til. Og ekki rann neitt af þessu til hans sjálfs. Aðal bankinn í New-York hefir lækkað forvexti sína úr 2 prc. nið- ur í \\ prc. Við skráningu atvinnulausra manna í Rvík í byrjun maí, gáfu 65 menn sig fram, sem ekki höfðu fasta atvinnu. íþróttasambandi íslands hefir ver- ið boðin þáttaka í íþróttamóti einu miklu í London í sumar. Vertíðinni er nú lokið í Vest- mannaeyjum. Alls varð þorskaflinn

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.