Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.05.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 13.05.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR Hænsnaeigendur í Siglufjarðarkaupstað aðvarast hjer- með um að hafa girt af hænsni sín fyrir þann 25. þ. m. að viðlagðri lagarefsingu. Siglufirði 13. maí 1931. BÆJARFÓGETINN. þar 38 þúsund skippund. Hæstur varð báturinn „Lagarfoss" sem fjekk 105 þús. fiska, alt á línu. Hæsti trillubáturinn fjekk 19 þús. físka. I Hafnarfirði var jafnað niður 234 þúsund krónum. Hæðsta iít- svar hefir Einar Porgilsson. 22 þús. krónur. Frambjóðendur í Eyjafjarðarsýslu eru 8. Frá Sjálfstæðismönnum Ein- ar Jónasson á Laugalandi í Glæsi- bæjarhreppi og Garðar Porsteinsson hæstarj.lögmaður í Rvík. Frá Fram- sókn þeir sömu og áður. Frá Jafn- aðarm. Guðm. Skarphjeðinsson og Hálldór Friðjónsson. Frá Kommún- istum Elísabet Eiríksdóttir og Stein- grímur Aðalsteinsson. Frá Spáni berast þær fregnir, að þar sje alt logandi í óeirðum. Eru það aðallega konungssinnar sem mikið láta til sín taka nú fyrir koshingarnar. Lýðveldisstjórnin hef- ir orðið að lýsa hernaðarástandi í Madrid og fleíri borgum og hefir fyrirskipað aðhandtaka alla ráðherra fyrverandi einræðisstjórhar. Eldur hefir verið borinn í mörg klaustur og kirkjur og sumar brunnið alveg en nokkrum hefir tekist að bjarga. Nánari fregnir hafa nú borist frá Grænlenska leiðangrinum. Hafa 3 menn fundist vel á sig komnir, En Wegener og 1 Grænlending vantar ennþá. Er álitið að þeir hafi farist, Pað er ekki ein bára stök fyrir hinni marghrjáðu óláns Framsókn. Nú eru 2 menn af hennar flokki i kjöri i N-Pingeyjarsýslu, þar sem þó ekki á að kjósa nema einn mann. Nýja-Bíó sýnir í kvöld kl. 8|- „Skotinn með gullkúlu" spennandi og við- burðarík mynd frá Alaska. Axel Jóhantisson hefir fengið nýjan vjelbát frá Danmörku, 17 smálestir með 50 hk. Tuxhamvjel. Hann kostaði um 30 þús. kr. Byggingaref ni. Sement, þakjárn, þakpappi, saumur, steypustyrktarjárn. gólfdúkar, eldfæri, miðstöðvartæki, vatnsleiðslur. bað- og hreinlætistæki, steinsteypu-hrærivjelar, Sika-þjettiefni o. fl. Allir sem þurfa að nota byggingarefni ættu sjálfs sín vegna að spyrjast fyrir um verð hjá oss áður en þeir festa kaup annarstaðar. J. Porláksson & Norðmann Reykjavík. — Símnefni: Jónþorláks. 0 §i 0 * % 0 0 « k 0 % 0 0 0 0 Kaupum alt árið með hæsta gangverði þorskhausa, hryggi og úrgangsfisk. Greiðsla við móttöku. Síldarverksmiðja Dr. Paul. Á S K O R U N. Vegna fyrirsjáanlegs atvinnuleysis hjer í vor og sumar þá er hjermeð skorað á alla atvinnurekendur í bænum að láta siglfirskan verkalýð sitja fyrir allri vinnu og snúa sjer til ráðningsskrifstofu hans um fólk ef þá vantar. Siglufirði 9. maí 1931. Stjórn Verkamannafjela^s Si^lufjarðar. F*egar raflögnin í íbúðarhúsinu, þarf viðgerðar, þá leitið til- boða hjá okkur, þess mun yður ekki yðra. pr, Raftækjaversl. Siglufjarðar. J. Magnússon Sími 129. Bifreiðarumferð er alveg bönnuð þangað til öðru vísi verð- ur ákveðið um Hvanneyrarbraut á móts við Villu B. Weste- sens og norður eftir. Bann þetta er ákveðið samkv. tillögum veganefndar og sá, er brýtur bannið verður látinn sæta sektum altað 1000 kr. og gera við skemdir þær, er hin ólöglega um: ferð hefir valdið. Skrifstofu Siglufjarðar 12. maí 1931- G. Hannesson. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.