Siglfirðingur


Siglfirðingur - 16.05.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 16.05.1931, Blaðsíða 1
o Viðhorf íslenskra stjórnmála Framh. Kjördæmaskipunin. Langt er síðan að bestu rnenn þings og þjóðar sáu það, að hin gamla kjördæmaskifting er ranglát. A þessu og engu öðru bygðist það, að hinir Iandskjörnu þingmenn skyldu kjörnir eftir hlutfallskosn- ingu. Atti það, eins og skyldugt var, að bæta að nokkru flokkunum, þeim er harðast verða úti um ranglæti kjördæmaskiftingarinnar, ofurlítið upp misrjettið. Við kjördæmakosningarnar 1927 voru alls greidd 32000 atkvæði á öllu landinu, og skiftnst þau þann- ig milli flokkanna: Sjálfstæðisflokkurinn fjekk um 15500 Framsókn ... — — 9500 Alþýðuflokkurinn — — 6100 Flokksleysingjar . — — 900 Tala þingmanna varð þó þessi: Sjálfstæðisfl. fjekk 14 þingsæti Framsókn — 17 — Alþýðufl. — 4 — Flokksleysingjar — 1 — Ef allir kjósendur hefðu hinsveg- ar veriðjafn rjettháirvið kosnir.garn- ar, eins og þeim ótvírætt ber rjett- ur lil eftir anda kosningalaganna og almennum mannrjettindum, hefði þingmannatalan orðið sem hjer segir: Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 17 Eramsóknarfl. — — 31 Alþýðuflokkurinn — — 7 Flokksleysingjar — — 1 Þetta eru svo augljós dæmi, að hver og einn getur gengið úr skugga um, að þetta er rjett. Sakir þessa, hve Sjálfstæðisfl. er sterkur með þjóðinni, var gefið, að hann með landskjörsatkvæðunum gat átt vist að verða í meirihluta í efrideild þingsins, og sá því Fam- sóknarstjórnin að þrátt fyrir rang- lætið í kjördæmaskiftingunni gat svo farið, að henni yrði ókleyft að stjórna landinu í trássi við Sjálfstæðis- menn. Til þess því að fyrirbyggja að slíkt gæti átt sjer stað, flutti Fram- sóknarstjórnin á síðasta þingi frum- varp til stjórnarskrárbreytingar er meðal annars fór í þá átt að af- nema landskjörið, án allrar minstu rjettingar á kjördæmaskipuninni. Aðal ástæðan sem fram var færð fyrir þessu, var það, hve mikið fje sparaðist með þessari þingmanna- fækkun. Fegar jafnaðarmenn tjáðu sig breytingunni fylgjandi ef endurskoð- uð vœri öll kjördœmaskiftingiti var ítað ófáanlegt hjá Framsókn enda þótt hún hefði breytt áður lögum þessum til hagsmuna fyrir Jafnaðar- menn, er tekið var annað þingsæt- ið frá Gullbringu- og Kjósarsýslu og fengið í hendur Hafnfirðingum. Og auk þess flutti Framsókn í vetur til- lögu um að Siglufjörður yrði sjer- stakt kjördæmi. Jafnaðarmenn sáu þó við þessum hrossakaupum stjórnarinnar. og hjeldu fast við sinn keyp um al- gjörða endurskoðun og breytingu á kosningalögunum og nutu til þessa óskifts fylgis Sjálfsíæðismanna. Fessi blekkingavefur Framsóknar er hún óf til þess að lama fylgi Sjálfstæðis- og Jafnaðarmanna, var því rifinn niður, sem betur fór, og Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokks- menn beittu sjer því fvrir því að hrinda fram þeirri breytingu á stjórn- arskránni, að með einföldum lög- um mætti koma á hlutfallskosningu í sjerstökum kjördæmum. En með þessu eina móti var hægt að koma fram þeirri sjálfsögðu rjettlætiskröfu, að allir flokkar fengi þingmannatölu ' í hlutfalli við atkvæðamagn sitt. Er þessi krókur kom á móti her- bragði Framsóknar, varð gnýr mik- ill og vopnabrak í stjórnarherbúð- unum; endaði svo brölt þeirra í al- gjörðu falli stjórnarinnar eins og kunnugt er. En síðan þessir atburðir urðu, og Framsókn ákvað að standast „dóm SKIPAVERSLUN Siglufjarðar Smurningsoliur fyrir allur vjelar. Balata og Gumireimar, Reimavax, Reimaldsar. þjóðarinnar” hafa vitrustu menn stjórnarinnar föllnu verið að brjóta um það heilann, hvaða slagorð yrði fundið nægilega áhrifamikið til að viðhalda fylginu í sveitunum, því vitanlega varð stjórnin og flokkur- inn allur felmtri sleginn, er stjórnin fjell. Hið mikla problem varð vita- skuld eigi torleyst. Slagorðið var fundið. Heróp Framsóknarmanna í kosningunum skyldi verða þetta: „Bœndur! Varið ykkur d Reykjavik- urvaldinu!“ — „Ef Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokkurinn fær hrundið fram sinni kröfu um breytingu á kjördæmaskipuninni, eru ykkar dag- ar taldir, bændur góðir! — „ Varið ykkur d Reykjavikurvaldinu/“ Pessa „plötu“ á nú að spila á öllum Fram- sóknarstúkum í landinu. Og þessi sama lírukassamúsík á að klingja á öllum kjörfundum um land alt. Nú er bændunum sagt það með „öllum þeim Tryggva-þunga og allri þeirri Tryggva-alvöru" er Fram- sóknarframherjarnir eiga tíl, að allir kjósendur Sjálfstæðisflokksins og all- ir kjósendur Jafnaðarrranna og allir kjósendur Kommúnista sitji á svik- ráðum við íslenska Framsóknar- bændur, sem sje kjarni og mergur þjóðarinnar. — „Pað á að taka af ykkur kosningarrjetlintV ! segja þeir „og fá hann í hendur bröskurum og blóðsugum Sjálfstæðisflokksins og Grimsbylýð verkamannanna á kaupstaðarmölinni”. — „Pað á að kúga ykkur! Pað á að eyðileggja SKIPAVERSLUN Siglufjarðar EldhtísdhöÍd a/skonar, Saumur allar tegundir og margskonar jdrnvörur.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.