Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.05.1931, Side 1

Siglfirðingur - 20.05.1931, Side 1
1818 20. maí 1931. 113 ára verslunarafmæli. 13 ára kaupstaðarafmæli. I dag á bærinn okkar afmæli. í dag eru hundrað og þrettán ár síðan konungur löggilti liann sem verslunarstað, og þrettán ár síðan Al- þingi veitti honum kaupstaðarrjettindi. — Öllum mönnum þykir afmæl- isdagur sinn merkisdagur, og flestir reyna að gera hann að einhverju leyti frábrugðinn öðrum dögum, eitthvað viðhafnameiri og sögulegri. Pá minnast menn liðins tíma og leggja áætlanir fyrir framtíðina. — Tuttug- asti mai er sameiginlegur afmælisdagur allra Siglfirðinga. Hann er dag- urinn sem vekur a!la bæjarbúa til umhugsunar um liðna æfi bæjarins og hvetur þá til að bollaleggja framtíð hans. — Hvað höfum við eiginl. gert fyrir bæinn okkar? Höfum við öll lagt gjörfa hönd að framförum hans og velgengni? Höfum við aldrei staðið í vegi fyrir auðfengnum framförum honum til handa, þó ekki hafi verið af illvilja, þá máske af skilningsskorti og viljavöntun ? Hefði hann ekki getað verið kominn lengra í verklegum framkvæmdum, mentun, þrifnaði, smekk- vísi o. íl? Jú. vissulega. En við getum þá huggað okkur við það, sem nú byggjum hann, að við hötum þó gert mun meira í þessum efnum en fyrirrennarar okkar. Við verðum líka að játa það, að margt nytsamt og gott bænum til handa, hefir strandað á þröngsýni og skilningsskorti þeirra, sem ekki búa hjer, en hafa haft yfir að ráða afli þeirra hluta er gera skal. — Pað skal þó fúslega viðurkent og virt, að oft heíir bærinn mætt glöggum skilningi og góðum vilja þeirra manna, sem ráðin hafa haft um hjálp til hinna veigameiri framfara, svo sem með því að stofnsetja og ^starfrækja lánadeildir fyrir húsabyggingar. Mun þess margur Siglfirðingur minnast í dag með þakklátum hug, að það sje Veðdeildinni að þakka að hann nú á hús yfir höfuð sjer og sinna. Finnur nú margur sárt til þess, að lánstofnun þessi hefir verið látin hætta, enda sjer nú á, því fá eða engin íbúðarhús verða bygð hjer þetta ár. Og það er á fleiri sviðum, sem við finnum til skilningsskorts frá hærri stöðum um það, sem betur má fara fyrir bæ vorn. Atvinnuvegur sá, sem verið „salt jarðar“ þessa bæjar, hefir verið svo að segja lagður í rústir með alskonar hömlum og skaðlegum afskiftum þess opinbera. Hefir þetta aukið meira á erfið- ieika vora og dregið meira úr framförum bæjarins, en menn alment hafa gert sjer ljóst. — I dag eiga allir góðir Siglfirðingar að heita því, að vinna sameigin- lega og með óskiftum kröftum að sem piestum og bestum framgangi bæj- arins okkar, og gera alt til þess, að hjer verði fyrirmyndarbær, ekki að- eins að einu leyti, heldur að öllu leyti. — Rekum á dyr alla sundrung, ósanngirni og illindi. Utrýmum skilningsskorti og þröngsýni. Steypum af stólí öllum þeim valdhöfum jafnt í bæ sem ríki, er hefta eðlilegar framfarir vorar með fávisku eða flokkadrætti. — Siglufjörður le/igi liji! Hann blómgist og blessist u/n aldir alda! F r j e 11 i r. Pann 12. þ. m. kom skyndilega leki að vjelbát fyrir Pykkvabæjar- sandi, svo hann varð að hleypa upp í sandinn, Rjett þegar báts- menn voru komnir í land, gerði svo mikið brim, að báturinn ger- eyðilagðist. Maður að nafni Jónas Jónsson, 26 ára gamall, á Hofstaðaseli í Skagafirði, hvarf frá heimili sínu 12. þ, m. Nokkrum dögum síðar fanst lik hans í eystri Hjeraðsvötnum. Á sjúkrahúsi í Randers í Dan- mörku var í vetur skorin upp 39 ára gömul ráðskona. Komu úr maga hennar 97 smáhlutir úr járni: nagl- ar, skrúfur, önglar o. fl. sem hún hafði gleypt í þeim tilgangi að stytta sjer aldur. Hannes Porsteinsson fyrv, banka-' stjóri ljest á heimili sínu í Rvík á sunnudaginn var. Ahrenberg flugmaður flaug frá Angmagsalik á Grænlandi kl. 1 í fyrradag og kom til Rvíkur kl 3£ eftir vel lukkað flug. Fjárhagur þýska ríkisins er sagð- ur mjög bágborinn. Vegna erfið- leika atvinnuveganna hafa tekjur ríkisins orðið langt undir áætlun. Er jafnvel búist við að tekjuhall- inn verði 1500 miljónir marka. Prír af ráðherrunum hafa nú tekið höndum saman um að reyna að ráða bót á vandræðum þessum. Tvö stór hlutafjelög voru nýverið stofnuð í London í þeim tilgangi að vinna olíu úr kolum. Standá að fjelagsstofnunum þessum öll helstu olíufjelög heimsins. Heimilisfang þeirra á að verða í Luxemburg. Steingr. Thorsteinsson, ljóðskáld- ið góðkunna, fæddist 19. mai 1831 og átti því 100 ára afmæli í gær. Hann ljest 13. ágúst 1913, þá 82 árá gamall. Porsteinn Gíslason, rit- stjóri, mintist skáldsins í útvarpinu i gærkveldi.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.