Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.05.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 20.05.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR „Ægir“ hefir náð á flot togaranum sem strandaði við Leirhöfn 9. febrúar s.l. og kom með hanr. til Akureyr- ar i gær. Er togarinn talið lítið skemdur og fer viðgerð hans fram á Akureyri. .Lýðveldisstjórnin nýja á Spáni hefir numið hernaðarlögin aftur úr gildi, með því að fullnaðar friður er nú kominn á í öllu landinu. Kosningarnar þar hafa verið ákveð- ar 28. júní. Pingfundir í Eyjafjarðarkjördæmi byrja að sögn á þriðja í Hvíta- sunnu. Sennilega verður fundur haldinn hjer í bænum kringum mánaðamótin. Úr umræðunum (Eftirfarandi kaflar eru teknir á víð og deif úr ummælum ýmsra marrna um þingrofið og stjórnina.) hað bar svo við, að hingað austur í Olf- u»ið var símað, tveim til þrem dögum eftir aftöku Jónasar, að beðið vœri um mat handa dómsmálaráðherra og gestum hans, þá um kveldið.-Við höfðum heyrt því fleygt, að Tryggvi Þórhallsson hefði tekist það embætti á hendur, þá er hann drap Jónas af sjer. — En Tryggvi hefir sjaldan slangrað austur hingað, og hlökkuðum við til, eftir alt, sem gerst hafði síðustu dagana, að eiga í vaendum að geta fengið að skoða hann í krók og kring og þreifa á honum. — En „dómsmálaráðherrann" var þá bara. hann Jónas okkar frá Hriflu, og náttúrlega þótti ekk«r skömm til koma. Hvaða nýnæmi gat það verið fyrir okkur að sjá hann Jón- as — manninn, sem altaf hefir verið að sniglast og snúast um hundrnð þúsund krónn gufuholurnar hjerna í Reykjatorfunni.? — Ekki hið allra minsta. Við þekkjum hann að aftan og framan og frá öllum hliðum og mörgum okkar er vel við hann Samt getum við vel komist af, án þess nð hafa hann altaf fyrir augunum. En Tryggva vildum við sjá. Við vildum sjá hvernig sá 20. aldar íslendingur væri í laginu, sem hringaði sig að fótum konungsvaldsins á þessari miklu frelsis og sjálfstæðisöld. — Þó að fátt sje vel um verk þeirrar stjórnar sem nú er oltiu úr völdum, þá verður þó ekki annað sagt en að henni hafi tekist vel, þegar hún valdi 12. júní til kosninganna. — .Sá dagur er þegar orðinn svo frægur í sögu íslands, að hann mun aldrei gleymast þar sem er fánadagurinn 12. júm'1913 — þegar danskur sjól i ðsfori ng i tók ísl. fánann af Einari Pjeturssyni. — En Iítil er þá gifta þessarar þjóðar, ef hún fer halloka fyrir hinu erlenda valdi 12. júní 1931. svo frægan sigur sem hún fjekk í hinni fyrri viðurein sinni 12. júní 1913. (bað má kalla merkilega tilviljun, að þessi mánaðardagur var valinn, og ártalið er nú með sömu tölustöfum og þá.) Hins vegar veit jeg það að íslensk stjórn- mál munu aldrei aftur falla á það niður- Mælir moð sjer sjálft, enda er það einróma álit allra öl- neytenda að það sje það besta sem fáanlegt er á íslenskum markaði. Umboðsmaður á Siglufirði er Sigurjón Sigurðsson\ökumaður. Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Reykjavík. Símnefni: Mjöður. Símar: 390 og 1303. raöer ó dý r a r a að kaupa brauð i Fjelagsbakariinu en baka heinia. Heit winarbrauð kl. 9—10 og —Jj-. Pantanir afgreiddar fljótt o£ vel. AÐEINS NOTAÐ FYRSTA FLOKKS EFNI. FJELAGSBAKARÍIÐ H.F.. LIFUR NÝJA O G GAMLA kaupi eg alt árið. O. TYNES. lægingnr- og mannskemdarstig að nokkur sá maður finnist með þjóð vorri, er telji það eigi vansæmd að líkjast Jónasi frá Hriflu. Þetta er einnig afar skiljanlegt þegar athug- að er stjórnmálaæfintýri þessa manns. Með lygum og rógburði um mætustu menn þjóð- fjelagsins braust hann til valda. Ei»s 'og harðstjóri ríkti hann, brennandi og eyðandi ökrum og heimilum andstæðinga sinnH, só- andi ríkisfje í allar áttir, lifandi sjálfur af þjóðarinnar náð eins og nýríkur braskari af verstu tagund. En loks skyldi þjóðin hver hann var. bá leitaði hann á náðir erlends konungsvaldí og fjekk gálgafrest. En er þjóðin hjelt áfram kröftugum mótmælum sínum brast hann kjark eins og aefinlega fer fyrir harðstjórum og ómennum þegar mest á ríður. Pá loks sáu jafnvel hin leiði- tömu og' spöku flokksmenni hans hverhann var og á örlsgaþrungustu og alvarlegustu stundu flokksins var honum fleygt fyrir borð eins og grimmum en tannlausum og óþörf- um r.akka. Bæjarfrjettir Lögtak á ógreiddum sóknargjöidum byrj- ar strax eftir hátíðina. Ullarvöruhús Sören Olsens & Co. verður opn- að á morgun í Aðalgötu 17. Bytging hinnar nýju kirkju er nú í byrj- un. Er farið að grafa fyrir byggin^- unni og flytja byggingarefni á staðinn. Afli hefir verið afbragðsgóður undan- farna daga. Áheit á Hvanneyrarkirkju, kr. 12,50 frá konu, afhent Tr. Kristinnssyni. Skdtar minnast afmæli bæjarins með skemtun í Bíó í kvöld. Sjdlfstœðismenn sem verða ekki heima 12. júní n. k.. eru alvarlega ámintir um að kjósa áður en þeir fara að heiman. Rá eru og þeir Sjálfstæðismenn, sem hjer eru staddir, aðvaraðir um að kjósa hjá bæjarfógeta svo snemma, að atkvæði þeirra geti verið komin heim á kjördegi.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.