Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.05.1931, Síða 1

Siglfirðingur - 23.05.1931, Síða 1
IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 23. maí 1931 27. tbl. Fjárbruðlið. Nokkur sýnishorn. Af landsreikningi Framsóknar fyrir árið 1929, sem nýiega hefir verið gefinn út, má sjá margt ljótt um meðferð stjórnarinnar á ríkis- sjóðnum. Margt af því er að vísu kunnugt áður, og hefir verið rætt og dæmt að verðleikum, en þar sem hjer liggja nú fyrir beinar töl- ur, framsettar af sjálfum fjármála- ráðherra Framsóknar, þá þykir rjett að nefna hjer nokkur dæmi, og verður þó mjög styklað á stærstu liðunum. I fjárlögunum höfðu verið veittar 9000 krónur til byggingar fjóss að Hvanneyri syðra, en fyrir t'jós þetta hafa verið greiddar 130 þús. kr. Samsvarar það 200 kr. básleigu fyr- ir hverja kú. Stjórnin fjekk heimild þingsinstil þess að stofna nokkur löggáeslu- mannsembætti (þefara) og fullyrti hún þá. að kostnaður við þau yrði sáralitill. Til þessara embætta hefir verið varið 180 þús. kr. Til saman- burðar má geta þess, að laun allra sýslumanna og bæjarfógeta eru 140 þús. kr. Til þess að reisa Alþýðuskóla í sveitum hafa verið veittar 108.500 kr. en greitt að minsta kosti 450,000 kr„ þar af tii Laugavatnsskólans 350,000 kr. Á fárlögunum eru veittar 6000 kr. sem ferðakostnaður til útlanda, sem stjórnin á svo að úthluta. Fessi lið- ur hefir orðið um 80,000 kr, Ur landhelgissjóði hetir stjórnin greitt það sem hjer segir: Uppí bitreiðakostnað kr. 11,984,49 Kostnaður við hesta — 4,429,83 Risna - 4,758,43 Alls kr. 21,172,75 Er þettá án allrar heimildar og fiestum ráðgáta, hvað þessi gjöld komi landhelgisgæslunni við. — Annars hefir altur bifreiðaakstur stjórnarinnar þessi þrjú ár orðið yf- ir 80 þúsund krónur. Stjórnin lagði niður Fingvalla- prestakall og rak prestinn þaðan. Fegar hún er búin að því, lætur hún byggja þar nýjan bæ sem kost- aði miili 60—70 þús. kr. En nú var enginn presturinn, og því eng- inn til að búa í bænum. Pá ræður stjórnin mann fyrir 1500 kr. til þess að búa í þessum nýja og dýra bæ. Samkv. lögum frá 1928 mátti stjórnin verja „alt að 100 þús. kr.“ til þess að reisa betrunarhús og vinnuhæli. Til þessa hefir verið varið, 245 þúsundum. Auk þessa er beinn rekstrarhalli á þæli þessu 10 þúsund krónur á ári. A fjárlögunum fyrir 1929 eru á- ætlaðar 5000 kr. til setu- og vara- dómara. En til þessara siarfa voru notuð nærri 12 þúsund. Far af til Karls Einarssonar fyrir að of- sækjasjera Olaf Stephensen á Bjarna- nesi 8,651 kr. Fyrir aukavinnu í stjórnarráðinu sjálfu hafa verið greiddar nærri 40 þús. kr., þar af sjálfum starfsmönn- unum (fyrir utan kaup þeirra) 25 þús. kr. Kveður svo ramt að þessu að sumir starfsmennirnir hafa hafti aðalatvinnu og aukavinnu hærri laun en ráðherrarnir. Fá hefir ríkissjóður verið látinn borga útgáfu 1. tölublaðs af Tíman- um, þar sem birtur er undirrjettar- dómurinn í bæjarfógetamálinu. Hef- ir þetta tölublað kostað 398 kr. Til embættiseftirlits eru áætlaðar 5 þús. kr. á ári. 1929 varð þessi kostnaður rúmlega 15 þús. kr. Pá hefir miklu fje verið varið til alskonar bókaútgáfu. Aðeins til hinm ar svokölluðu bláu bókar, sem Tr. P. lofaði að aldrei skyldi koma fyrir almennings augu, hefir verið varið 9450 krónum. Par að auki er lofgjörðin um K. E. A. og minn- ingarsit sjálfrar sljórnarinnar. Til als þessa hafa farið nokkrir tugir þús- unda, sem áreiðanlega hefði verið betur varið til þess að borga ein- hverja skuldina. En það er e’ins og Framsóknar- stjórnin hafi lagfialt sitt vit ogallan SKIPAVERSLUN Siglufjarðar Teníjords-línuspil Bahco-mótorlampar — skrúf- lyklar rörtengur o. fl. Álafoss ullarteppi, doppur og buxur. Islenskur olíufatnaður. Mjög ódýr nærfatnaður. Vinnu- föt, sokkar og vetlingar. Skiþuversltin Siglufjarður. sinn dugnað í það, að eyða sem allra mestu af fje landsmanna í al- gjörðan og ólöglegan óþarfa. Pað er eins og henni hafi verið fyrir- munað að verja nokkru af hinum geysimiklu umframtekjum til þess að greiða með þeim skuldír, heldur hefir hún eytt og eytt meðan nokk- uð var til, og þegar tekjurnar ekki nægðu, þá var tekið lán og altaf haldið áfram að eyða. Og loks var svo komið er þing kom saman í vetur, að stjórnin hafði ekkert fje til verklegra fram- kvæmda árið 1932. Hversu miklar sem tekjurna^ yrðu, þá myndu þær allar fara’ í vexti, afborganir, laun og bitlinga. Pessa fjárglæfrastjórn eiga kjós- endurnir að reka af höndum sjer með kosningunum 12. júní. Pað gera þeir með því að kjósa Sjálf- ct^ðismenn á bing.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.