Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.05.1931, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 23.05.1931, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR Kaupum alí árið með hæsta gangverði þorskhausa, hryggi og úrgangsfisk. Greiðsla við móttöku. Síldarverksmiðja Dr. Paul. Raflagningar og Radió-tæki hvortveggja mánaðarlegum afborgunum r Asgeir Bjarnason. Kaupum hæsta verði, þurra og blauta þorskhausa og hryggi, alt árið. Sören Goos. Finskur tollbátur var fyrirskSmmu sendur til þess að taka fastan vin- smiglara sem menn höfðu orðið varir við úti fyrir ströndum Finn- lands. Síðan héfir ekkert frjest til tollbátsins, og eru menn nú orðnir hræddir um að hann hafi solckið í viðureigninni við smiglarann. Sprenging varð svo mikil í Bruss- el nýlega, að allar rúður brotnuðu í mörg hundruð húsum, 15 menn særðust og 2 biðu bana. r Utvarpið næstu viku. Alla daga vikunnar: 19,25 Hljóm- leikar, 19,30 Veðurfregnir. 21 Frjettir. Ennfr. 24. mai: Kl. 11 Fr. Hallgr: Messa í Dómkirkjunni. 14 Árni Sig: Messa í Fríkirkjunni. 25. maí: Kl. 11 Bj. Jónsson: Messa í Dómk. 19,35 V. P. Gíslason: Upplestur. 19,55 Grammofón. 20 Óákv. 20,10 Grammófón. 20,30 Indriði Einarsson: Ferðalög í gamla daga. 20,50 Óákv. 21,20 Hljóml. 27. maí: Kl. 19,35 V. P. Gíslason Upplestur. 19,55 Hljóml. 20 Pýska 1. fl. 20,20 Hljóml. (Alþýðul.) 20,30 Jón Gunnarsson: Blöndun cements- steypu og meðferð. 20.50 Óákv. 21,20 Grammófónn. 27. mai: Kl. 19,35 Sigrún Ögmundsd Barnasögur, 19,50 Sveinn Porkelsson: Einsöngur., 20 Enska I. 11. 20.20 Sv. Pork: Einsöngur. 20,50 Óákv. 21,20 Hljóml. (Klassisk smálög). 28. maí: Kl. 19,35 Sigurj. Guð- jónsson: Uppl. 19,50 Elsa Sigfúss: Einsöngur. 20 Pýska I. fl. 20,20 Elsa Sigfúss: Einsöngur. 20,30 Emil Th. Tónlistarhættir. 21,20 Hljóml. 29. maí: Kl. 18,30 Porv. Árna- son: Búnaðarmál. 19 Medusalem Stefánsson: Búnaðarmál. 19,35 Sig. Skúlason: Uppl. 19,55 Hljóml. 20 Enska I. fl. 20,20 Hljóml. 20,30 E. Th: Tónlistarhættir. 20,50 Óákv. 21,20 Grammófón. 21,40 Dagskrá næstu viku. 30. mai: Kl. 19,35 Arngr. Krist- jánsson: Barnasögur 19,50 Slagharpa 20 Pýska I. fl. 20,20 Slagharpa. 20,30 Guðm. Einarsson: Fjallaferð- ir. 20,50 Óákv. 21,20 Dansmúsik. Hjónaband. 1 fyrrakvöld voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ólöf Gísladóttir (Bjarnasonar frá Skarðdal) og Krist- ján Sigurðsson trjesmíður. Heimili þeirra er i Eyrargötu 13. Dr. Wegener látinn. í apríl 1930 fór Dr. Wegener á- samt mörgum öðrum mönnum í rannsóknarferð til Grænlands. Kom leiðangur þessi við í Rvík og fjekk þar þrjá fylgdarmenn og marga hesta. Pegar til Grænlands kom var lagt á jökulinn, og búist þar um til vetrarsetu á þremur stöðum. Voru aðal vistirnar á þeirri stöðinni, þar sem Dr. Wegener hjelt til. I sept- emberlok kom sendimaður til stöðv- ar Wegeners, frá þeirri stöðinni, sem lengst var inn á jöklinum, að þangað yrði að senda meiri mat- væli ef nægja ætti til vetrarins. Fór Wegener ^jálfur á stað með matar- sendingu á mörgum hundasleðum og með allmarga menn með sjer. Brátt skall á vonsku veður og ljet hann þá flesta menn sína snúa aft- ur, en hjelt sjálfur áfram við þriðja mann. Gerði hann ráð fyrir að koma aftur til baka til sinnar stöðv- ar, er hann hefði skilað matvælun- um. En svo leið allur veturinn, og þessir 3 menn komu ekki aftur. — Fyrir nokkru var svo gerður út leiðangur til stöðvarinnar á mið- jöklinum, Er þangað kom upplýst- ist, að Wegener hafði komið þang- að heilu og höldnu með vistirnar og snúið til baka aftur eftir fáa daga ásamt einum Grænlending, Rasmus að nafni. Hófst síðan leit að þess- HERBERGI til leigu í Eyrargötu 1. Jón Jónasson. AÐVÖRUN Peir sem eiga járnarusl á lóðminni við Tjarnargötu, verða að hafa tekið það burtu fyrir lok þessa mánaðar, að öðrum kosti verður það flutt burtu á kostnað eigenda. Siglufirði 23. maí 1931 Halldór Guðrnundss. um mönnum og hefir nú iík Weg- eners fundist 150 km. inn á jökl- inum. Var líkið saumað innaní skinn og skíðum stungið upp á enda svo auðveldara væri að finna staðinn. Er talið víst að Wegener hafi dáið úr hjartaslagi og Rasmus hafi gengið þannig frá líkinu. Vasa- bók var engin á líkinu og er álitið að Rasmus hafi tekið hana. Nú er haldið áfram leitinni að Rasmus, sem talið er víst að hafi orðið úti einhverstaðar á jöklinum. Karlakórinn „Vísir“ ætlar að fara til Hofsós og Sauðárkróks nú um Hvítsunnuna og syngja þar opinberlega. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.