Siglfirðingur


Siglfirðingur - 30.05.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 30.05.1931, Blaðsíða 1
 IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 30. maí 1931 28. tbl. Viðhorf íslenskra stjórnmála. Framboðs- „Að heyja mikið á I vetur kom út í Tímanum grein sem hjet „Að heyja mikið á góðum grasárum“. Petta vareinnaf leiður- um Jónasar. Ein af greinunum með tvöfalda joðinu undir. Grein þessi er einkennileg. Hún á að vera slá- andi rök fyrir fjármálagáfum og bú- hyggju Framsóknar. En þar eins og oftar hafa vopnin snúist í höndum ógæfumannsins. .Hanri slær þarna sjálfan sig og flokk sinn eitt stærsta klámhöggið er hann hefir nokkurn tima gert með gorti sínu og mikil- menskuvaðli. Grein þessi er þess efnis að Framsókn hafi farist á valdatíma sínum eins og góðum og fyrirhyggju- sömum bændum í sveit, er noti tækifærið þegar góð eru grasárin til að heyja mikið. — I5etta hafi stjórn- in gert, og hún sje bændastjórn. Efni greinarinnar er svo upptalið annað en það, að skilja má að síð- ustu, að nú sje búið að afla svo mikils, og þjóðin sje orðin svo rík, að nú þurfi ekkert að gera um fjölda ára. Pað er helst svo að skilja að öllum sje óhætt að leggja árar í bát og láta tekjurnar af góð- ærunum sjá fyrir framfærslu þjóð- arinnar og — umfram alt á hún að lifa af „verkunum” — leggjast í flatsæng og hlusta á „verkin tala”. Pað heíir að vísu eigi skort á, að góð hafi verið „grasárin”. Pað er óhætt um það að aldrei hafa slík „grasár” komið yfir þessa þjóð, og aldrei hafa slík ógrynni mokast inn í landssjóðshlöðuna af „heyj- um“. — Allt valdatímabil stjórnar- innar hefir verið eiit óslitið „grasár". Jónasi láðist að geta þess í grein sinni, hvernig hinn fyrirhyggjusairi bóndi mundi hafa farið með allan þennan mikla heyfeng. Bóndinn mundi hafa safnað fymingum og gætt þeirra vandlega, og hann mundi hafa greitt heyskuldir sínar. For- sjálni hans mundi hafa búist við góðum grasárum". grasleysisárum á eftir góðærunum og hann mundi hafa geymt fyrn- ingarnar þangað til, og verið þá ó- háður erfiðleikunum er þeir skullu yfir. En bóndinn frá Hriflu og hans „bændastjórn“ tor dálítið öðruvísi að ráði sínu. Par var sama búskap- arlagið og heima í Hriflu forðum. Hún sóaði öilum tekjunum svo vendilega, að ekki var eyrir eftir. Og ekki nóg með það! Hún jók skuldirnar um helming, eyddi vara- sjóðum ríkisins og glataði gjörsam- lega endurheimtu lánstrausti lands- ins. Ekki nefnir Jónas þetta i grein sinni, en liitt margtekur hann fram að nú sje stjórnin búin að fram- kvæma svo mörg „talandi verk“, að endast megi um ófyrirsjáanlega langan tíma. Nú á þjóðin að lifa af verkunum. En hvenig verður nú líf þjóðar- innar, ef þessi stjórnar'ifrek ein eiga að verða þjóðinni næring til lífsog sálar næstu ár? Ætli einhverjum bóndanum þyki ekki verða þröngt í búi. Búnaðar- bankinn er tómur eða því sem næst. Hvert á svo að fara í fjárkröggum ókominna ára. Ekki hjálpar Utvegs- bankinn bændunum. Bændastjórnin sá svo vendilega um að drepa traust hans útávið, að þaðan er tæplega mikilla fríðinda að vænta. Pá er bygginga- og landnámssjóðurinn. Par mun nú líka vera farið að þynnast um mötuna. Eða ræktunar- sjóðurinn? Hvar er hann? Nei. Pað vanta svo sem ekki nöfnin á peningastofnanirnar! En það vanta bara peningana í þær. En hvað gerir það? Verkin tala! Má ekki veðsetja eða selja eitthvert fjósið eða einhverja brúna eða einhvern vegspottann og fá lán út á það? Nei. Pað er ekki hægt! Stjórnin er búin að því áður. Og Ham- fundur verður haldinn í Bió laugardaginn 30. rnaí kl. 7 siðd. Frambjöðendur kjördæmisins. SKIPAVERSLUN Siglufjarðar Malningavörur allskonar, Kolljara, Blackfernís, Hrdtjara. brosbanki hefir „varað stjórnina við“ að taka lán eða ganga í ábyrgðir. sagði Tryggvi. Hvers vegna? — Ja — hversvegna! Nú vegna þess bara! segir stjórnin eins og krakk- arnir. — Af því auðvitað að stjórn- in er búin að veðsetja allt. Nú, þá er Landsbankinn — þjóð- bankinn. Ætli hann hafi ekki nóg með Samvinnufjelögin og Samband- ið? Ja, spyr sá er ekki veit! Nú, þá er veðdeildin! Æ, hún er búin — þurausin. Og stjórnin vill jafnt og ljóti karlinn taka lán til nýs veðdeildarflokks. En fyrir hvað eigum víð að koma upp hús- kofum yfir höfúðin á okkur? spyrja fátæklingarnir til sjáfar og sveita. Nú, þið hafið nóga peninga. við erum búnir að gera svo mikið síðastliðin 3 ár, að þið getið brúkað tekjurnar af því, segir stjórnin. „Heyrið þið ekki verkin tala?“ Pið hafið heyjað svo mikið á góðu grasárunum, að við getum fengið eitthvað af fyrn- ingunum lánað, segja öreigarnir. — Nei, nei, segir stjórnin, við fyrntum ekkert. Pað var svo margt af skepn- um á fóðrum hjá okkur að heyin átust upp!

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.