Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.06.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 12.06.1931, Blaðsíða 1
IV. árg. Siglufirði, Föstudaginn 12. júní 1931 30. tbl. Að sofa á verði. I þeim löndum veraldar, þar sem herskylda er lögleidd, og það er í flestum löndum, þar eru gerð- ar einna harðastar kröfur til varð- mannanna. Varðmenn herstöðvanna og útverðir hafa oftast líf og limu mörg hundruð þúsund hermanna svo að segja í hendi sinni. Mörg hundruð þúsund hermanna og marg- falt fleiri aðstandendur þeirra, byggja alt traust sitt um .líf og lífsham- ingju á, trúmensku og árvekni varð- mannanna. Pað er þessvegna ekki að ófyrir- synju, að hart er tekið á hverskon- ar ótrúmensku og vanrækslu í starfi varðmannanna. Hefir jafnvel verið gengið svo langt í þessu efni í flest- um herskyldulöndum, að hver sá, er sekur gerðist i slíku athæfi, var tafarlaust tekinn af lífi. Pað kost- aði varðmennina hvorki meira nje minna en lífið, ef þeir brugðust skyldum þeim, sem á þá voru lagðar. Og það hefir verið gengið lengra í þessu efni. Mörg þúsund varð- menn víðsvegar um heim hafa ver- ið liflátnir fyrir það eitt, að sofa á verði. Preyttur og svefnlaus varð- maður, sem ekki gat lengur haldið sjer vakandi, hefir mist lífið fyrir augnabliks svefn. Svona er nú ástandið þar sem reglulega strangar kröfur eru gerðar til þess, að hver og einn stnndi í stöðu sinni svo sem vera ber. — Island er eitt þeirrá fáu landa, sem laust er við herskyldu, og er vonandi að svo megi verða í lengstu lög. En það hefir sína varðmenn eins fyrir því. Pingmennirnir eru varðmenn þjóðarinnar. Peir eru til þess settir af kjósendum landsins, að vera á verði um það, að þjóðarbúinu sje stjórnað lögum samkvæmt og með alþjóðarumhyggju fyrir augum, svo að einn og sjerhver megi vel við una. Peir eiga að vera á verði um það, að framkvæmdarstjórarnir — ráðherrarnir — fari að ' lögum við stjórn landsins og láti vald sitt koma hlutdrægnis og hleypidómalaust nið- ur. Peir eiga að vera á vcrði um það, að rjettur einstnkralandsmanna sje ekki fyrir borð borinn nje hlut- drægni viðhöfð um ráðstöfun lífsins gæða. Peim ber skylda til þess, að aðvara þjóðina í hvert sinn er vald- hafarnir aðhafast eitthvað það, sem ekki horfir til alþjóðarheilla. Hafa nú allir þingmenn ísl. þjóð- arinnar gert skyldu sína í þessu efni? Hafa varðmennirnir stað- ið í stöðu sinni eins og fyrir þá var lugt? Nei, því miður er ekki hægt að segja það um þá alla. Hverjum einasta fullorðnum manni er það kunnugt, að- aldrei síðan landið bygðist, hafa fram- kvæmdarstjórar þjóðarbúsins gert eins mikið að þvi, sem miður má fara og sem ekki hefir horft til al- þjóðarheilla, eins og undanfarin 4 ár. Aldrei hefir verið eins mikil ástæða til þess fyrir varðmenniná, að blása i lúður sinn og aðvara þjóðina, eins og þessi ár. Aldrei hefir þjóðinni verið það meira á- ríðandí, að ekki væri sofið á verði, eins og árin 1927—1931. Allri þjóðinni er það kunnugt, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gert skyldu sína í þessu efni. Peir hafa e k k i sofið á verði. Peir hafa vakað. Peir hafa sjeðogskilið hvert stefndi fyrir þjóðinni undir stjórn Jónasar og Tryggva. Og þeir hafa við hvert tilefni hrópað til þjóðarínnar og varað hana við ódæðisverkurn ráðsmannanna. Peir hafa staðið vel í stöðu sinni. Um þingmenn Framsóknar verður þetta aftur á móti ekki sagt. Aldrei hafa heyrst aðvaranir frá þeim til þjóðarinnar á hverju sem gengið hefir. Peír hafa ekki staðið vel í sinni stöðu. Pingmenn Framsóknar voru til þess settir af kjósendum sínum, að vera á verði fyrir þá um það, að landinu væri stjórnað samkvæmt vilja þeirra. — Peir áttu að standa vörð um það, að skuldirnar lækk- uðu, en þær hækkuðu um helming. — Peir áttu að standa vörð um það, að lög landsins væru hi.ldin en ekki ýmist brotin eða óvirt. — Peir áttu að standa vörð um það, að fjárhirsla ríkisins væri notuð ein- ungis til alþjóðarþarfa en ekki sem flokksjóður Framsóknar eða til hags- muna einstakra manna. — Peir áttu að standa vörð um það. að ráðsmerinirnir misnotuðu ekki vald sitt yfir mönnum og málefnum, — Peir áttu að standa vörð um sann- leik og rjettlæti í allri stjórn lands- ins, og blása í lúðurinn ef út af bæri. — Peir áttu að vera útverð- irnir, sem kjósendur bygðu traust sitt á. — Hvernig hafa svo þessír þing- menn rækt þetta ábyrgðarmikla starf? Hvenær hafa þeir aðvarað þjóðina umyrirvofandi hættu? Hve- nær hafa þeir sýnt það, að þeir hafi vakað á verði? Aldrei. Ráðherrarnir hafa stjórnað land- inu á alt annan veg, en þeir lof- uðu og þjóðin átti von á. Peir hafa svikið loforðsínunnvörpum og mis- beitt aðstöðu sinni í hvívetna. Samt hafa þessir útverðir þjóðarinnar, þingmenn Fratnsóknar, þagað — steinþagað. • Peir hafa sofið á verði, eða, það sem er margfalt verra, vakað og sjeð en látið múta sjer til þagnar. Hjer á landi verður engum manni hegnt með lífláti, hversu brotlegur sem hann verður við skyldur sínar og lög landsins, og verður vonandi aldrei. En þeir menn, sem svo freklega bregðast skyldum sínum og trausti samborgara sinna, eins og þingmenn Framsóknar hafa gerf undanfarin 4 ár, þeir hafa sannar- lega unnið til þungrar refsingar. í mörgum löndum mundi slik breytni hafa kostað viðkomandi menn lífið. íslenska þjóðin hefir verið öðr- um þjóðum til fyrirmyndar um marga hluti. Hún getur orðið það

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.