Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.06.1931, Qupperneq 4

Siglfirðingur - 12.06.1931, Qupperneq 4
4 SIGLFIRÐINGUR Leiðbeiningar. Pað fyrsta, sein kjósenciuinir iujrfa að gera sjer Ijóst, er þið, nðönnur aðferð er við þessar kosningar, ta»ldur en við kosningar til bæjar- stjórnar og landskjör. Nú er ekki kosið með því að setja kross, held- ur með því að stimpla yfir hvíta blettinn framan við þá menn, sem kosnir eru. Kjörseðillinn, sem kjósandinn færhjá kjörstjórninni, lítur út eins og efra sýnishornið hjer við hliðina, áður en kosning fer fram. Peir kjósendur sem kjósa frambjóðendur Sjálfstæð- ismanna, skulu hafa hugfast það, er hjer segir: Pegar þjer komið inn í kjörklef- ann, þá takið þjer mjóan stimpil sem liggur á borðinu, drepið hon- um ofan 4 stimpilpúðann, leggið hann svo þjett ofan á hvita blettinn framan við nafn Einars J ó n a s- sonar, síðan á púðann aftur og því næst á hvíta blettinn framan við nafn Garðars Porsteins- so n a r. — Ress ber vel að gæta, að þessir tveir hvítu blettir hverfi alveg. Takist það ekki í fyrstu til- raun, verður að leggja stimpilinn aftur ofan á blettinn. — Aður en þjer leggið seðilinn aftur saman, er mjög áríðandi að þerra vel blettina með þerriblaðinu sem ligg- ur á borðinu, annars getur blettur- inn klest út frá sjer og gert- atkvæð- ið ónýtt. — Hvergi má gera kross! Munið að stimpla þriðja og f i m t a blett ofanfrá! Að kosningu lokinni lítur kjör- seðillinn út eins og neðra sýnis* hornið hjer við hliðina. Síðan gangið þjer fram úr kjörklefanum og legg- ið seðilinn ofaní kassann, sem stend- ur á borðinu hjá kjörstjórninni. Peir kjósendur, sem einhverra or- saka vegna ekkj eru einfærir um að framkvæma kosningarathöfnina svo, að þeir sjeu vissir um gera það rjett, ættu að biðja einhvern úr kjör- stjórninni um aðstoð til þess. Góðir menn 04 konur! At- hugið vel, að kosningaraugna- blikið er örlagarík stund, cigi aðeins fyrir yður sjálf, heldur einnig og miklu fremur fyrir eftirkomendur yðar. Athugið. að það er ekki alt undir því komið, að stimpla yfir tvo hvíta bletti, en það er alt undir því komið, að stimpla yfir rjetta bletti. Stimplið yfir 3ja og 5ta blett! K i ö r s e ð i 11 viö kosnindtir tii Alþinðis 12. jiiní' 1931, Bernharð Stefánsson Eitiar Árnason Einar Jónasson Elísabet Eiríksdóttir Garðar Þorsteinsson Guðm. Skarphjeðinsson Halldór Friðjónsson Steingrímur Aðalsteinsson Pannig lítur kjörseðillinn út áður en kosið er. — K j ö r s e ð i 11 við kosningar til Alþingis 12. júní 1931. Bernharð Stefánsson Einar Árnason Einar Jónasson Elísabet Eiríksdóttir Garðar Porsteinsson Guðm. Skarphjeðinsson Halldór Friðjónsson Steingrímur Aðalsteinsson Pannig lítur kjörseðillinn út þegar búið er að kjósa frambjóðendur Sjálfstæðismanna.

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.