Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.06.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 20.06.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Til sölu: TRILLUBÁTUR, 20 feta íang- ur, raeð 4 | ,5 ha. „Karl Erik“ vjel. Allt nýtt. — RAFKVEIKJUVJEL, 3| hí., ágæt í 18 feta bát. 1600 fet steypuborð 1X6, al- veg ný. Páll S. Dalmar, þessar kosningar svo greinilega hafa leitt í ljós. Og þá mun stjettavaldið verða fordæmt og þeir flokkar sem þvi fylgja. Pá mun stefna Sjálfstæðismanna fara sigurför um landið. Pá verða skuldugir bændur ekki kúgaðir til að kjósa gegn sannfæringu sinni. .,Hallsteinn og Dóra“ Síðasta bók Einars H. Kvaran, rithöfundarins vinsæla, er leikritið „Hallsteinn og Dóra“. Var það leikið í Reykjavík síðari hluta vetrar og fjekk rajög góðar viðtökur. Með „Dettifoss" um síðustu helgi voru þeir Lárus Sigurbjörnsson, form. Leikfjelags Rvíkur og Frey- móður Jóhannsson málari, á leið til Akureyrar, til þess að undirbúa þar sýningu á þessum leik. „Sigl- firðingur" hafði tal af þeim, og skýrðu þeir þannig frá fyrirætlun- um leikfjelagsins. Pað hefir lengi verið ætlun Leik- fjelags Reykjavíkur að taka upp far- andsstarfsemi þann hluta ársins, sem fæst er fólkið í Rvík, en það er á vorin og sumrin. Leikrit þetta „Hallsteinn og Dóra“, fjekk alveg óvenju góðar viðtökur í höfuðstaðn- um, og þótti þessvegna vel til þess fallið, að byrja umferðastarfsemina á þvi. En með því að útbúnaður leiksins sllur er mjög mikill, er ó- víða hægt að koma sýningum við. A ísafirði og Siglufirði eru engin tiltök til þess. En á Akureyri er það hægt. Og erum við nú á leið- inni til þess að undirbúa sýningar þar. Með Drotningunni í 'næstu viku koma þeir svo Haraldur Björnsson leikstjóri og Einar H. Kvaran höf- undur leiksins, til þess að leggja síðustu hönd á undirbúninginn. En með Goðafoss 29. þ. m. koma leik- enduríiir, og verður’ leikurinn svo sýndur fvrstu viku júlímánaðar, sennilega daglega. I leik þessum leika þessir alþektu leikarar: Haraldur Björnsson, Friðf. Guðjónsson, Indriði Wange, Gunnþ. Halldórsdóttir og Marta Kalman, en auk þeirra ýmsir nýrri leikend- ur, svo sein Sigrún Magnúsdóttir, systurna, Póra og Emilía Borg og Sólveig Eyólfsdóttir. „Siglfirðingur" vill mæla hið besta með þessari viðleytni Leikfjelags Rvíkur til þess, að gefa sem flest- um kost á að sjá ísi. sjónleik leik- inn af ísl. leikendum. Hingað til hefir rnikið verið sýnt á Ieiksviði af erl. þvættingi, og væri ekki van- þörf að draga úr því. Pað má gera ráð fyrir því, að marga Siglfirðinga langi til að nota þetta tækifæri, til þess að sjá sjónleik eftir Einar Kvaran, leikinn af fær- ustu leikurum landsins. Beinasta ieiðin til þess virðist vera sú, að slá sjer samau urn skip til Akureyr- ar. Ef nægilega margir viidu vera með í þessu, þá mun ritstj. „Sigl- nrðings“ gangast fyrir um útvegun á skipi og sjá um að t'yggja mönn- um aðgang að leiknum það kvöldið. Pessvegna væri óskandi að þeir, sem hugsuðu sjer að fara, vildu láta hann vita hið allra fyrsta, svo hægt verði að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir í tíma. Leikritið væri gott að lesa fyrst. Pað fæst hjá bóksölum. Danskurinn þekkir sína. Gríla kallar á börnini sín . . . Síðan hneykslisdaginn mikla, þeg- ’ar Framsókn braut stjórnarskrána og fótum tróð þingræði og lýðræði landsins, hefir það komið æ betur og skýrar í Ijós, hvern hinna póli- tísku flokka danskir stjórnmálamenn hafa mest dálæti á. Parf ekki lengi að brjóta heilann um það, hvar fiskur liggur undir steini, þegar leið- andi stjórnmálamenn i Danmörku gerast forsvarsmenn ák\ eðins flokks í öðru ríki, en færa alt til hins versta vegar fyrir öðrum flokkum. Strax eftir þingrofið gerðust dönsk blöð verjendur þessa mesta gerræð- is, sem nokkurntíma hefir verið sýnt ísl. þjóð af ísl. valdhöfum. Enda hefir stjórnin óspart notað tilvitn- anir í þessa dönsku skoðanabrœðuy til varnar athæfi sínu. Og nú síðustu dagana, þegar Útvarpið næstu viku. Sunnudag 21. júní: Kl. 11, Biskupsvíxla í Dómk. — 19,30 Veðurfregnir — 20,30 Orgelhljómleikar. — 21, Veðurspá og frjettir — 21,25 Dansmúsik. Mánudag 22. júní: Kl. 19,30 Veðurfregnir — 20,30 Alþýðulög — 20,45 V. É Gíslason: Erindi — 21 Veðurspá og frjettir — 21,25 Grammófónn. Priðjudag 23. júní: Kl. 19,30 Veðurfregnir — 20,30 Hljómleikar — 20,45 V. f. Gíslason: Erindi — 21, Veðurspá' og frjettir — 21.25 Grammófónn Miðvikudag 24. júní: Kl. 19,30 Veðurfregnir — 20,30 Grammófónn — 21. Veðurspá og frjettir — 21,25 Slagharpa. Fimtudag 25. júní: Kl. 19,30 Veðurfrcgnir -- 20,30 Cramntófónn — 21, Veðurspá og frjettir — 2 1,25 Grammófónn Föstudag 26. júní: Kl. 19,30 Voðurfregnir -- 20,30 Grammófönn -- 20,45 Alexander Jóh: Síldarleit úr lofti -- 21. Veðurspá og frjettir -- 21,25 Grammófónn Laugardag 27. júní: Kl. 19,30 Veðurfregnir -- 20,30 Árni Friðrikss: Síldaráta -- 21. Veðurspá og frjettir -- 21,25 Dansmúsik. frjettir fóru að berast til Danmerk* ur um þingmannafjölda Framsókn- af, fór heldur en ekki að lýftast brúnin á Danskinum. Pá fór það að koma í ljós betur en nokkru sinni fyr, hversu sannfærðir Danir ern um það. að Framsókn hugsi ekki til algerðs skilnaðar við þá, jafnvel elcki einusinni 1943.Núeru þeir jafnvel hættir að fara í laun- kofa með það, að Framsókn sje í þeirra augum sá eini rjeittruáði flokk- ur á íslandi — sá eini flokkur, sém sje svo danskur í orðum og at- höfnum, að ekki muni koma til mála að losa um sambandið meðan hann fer með völdin. Um ummæli danskra blaða í þessa átt, er símað frá K.b.höfn í fyrradag á þessa leið: „Blaðið „Poletiken" skrifar að „líkurnar fyrir samninga umleitun- „um við Dani um afnám sambands- „laganna fyrir 1934 muni hverfa „ef stjórnin komist í meiri hluta. „Annars býst blaðið við því, að á- „huginn fyrir sambandsslitum 1943 „minki þegar kosningaæsingarnar „hjaðni og menn íhugi rólega hagn-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.