Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.07.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 18.07.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Fyrir mína hönd, barna minna og annara vandamanna, þakka ég innilega öllum, nær og fjær, sem veittu aðstoð og sýndu hluttekningu við andlát og jarðarför konunnar minnar. Siglufirði 13. júlí 1931 Sig utður Egi Issrj n. Alþingi. Fertugasta og fjórða löggjafarþing ísl. þjóðarinnar var sett miðviku- daginn 15. þ. m. Rað er aukaþing, samankallað vegna einræðis athafna forkólfa Framsóknarflokksins, með því að rjúfa hið reglulega þing á síðastliðnum vetri, og svifta þing- menn löglegu umboði sínu. Pingsetningin hófst með guðs- þjónustu í Dómkirkjunni, svo sem venja er til, og prjedikaði að þessu sinni sjera Sveinbjörn Högnason 2. þm. Rangæinga. Að guðsþjónustu lokinni var þingið sett og síðan gengið til kosninga undir stjórn elsta þingmannsins, Sv. Olafssonar. Forseti í sameinuðu þingi var kosinn Asg. Asgeirsson með 23 at- kvæðum. Jón Forláksson fjekk 15 atkv. og Jón Baldvinsson 4. Til efri deildar voru kosnir 5 Fram- sóknarmenn og 3 Sjálístæðismenn og hlutu þessir kosningu: Halldór Steinsson, Bjarni Snæbjörnsson, JaKob Möller, Guðm. Ólafsson, Einar Árnason, Ingvar Pálmason, M. Torfason og Páll Hermannss. I deildum þingsins er flokka- skiftingin þannig. í efri deild eru 7 Pramsóknarm. 6 Sjálfstæðism. og 1 jafnaðarmaður. í neðri deild eru )6 Framsóknarm. 9 Sjálfstæðism. og 3 Jafnaðarmenn. Framsókn hefir þannig hreinan meirihluta í n.d., en Jón Baldvinsson getur ráðið nið- urlögum allra þeirra mála í efri deild, sem Framsókn vill fá af- greidd gegn vilja Sjálfstæðísmanna. Greiði hann ekki atkvæði hefir Framsókn sín rnál fram, en greiði hann atkvæði á móti, falla málin með jöfnum atkvæðum. Jón Baldv. hefir þannig líf Framsóknar alveg í hendi sjer, og er sennilegt að hann hafi lag á að gera sjer mat úr því. Klukkan 1 á fimtudaginn hófust fundir í deildum. í efrid. var Guðm. Ólafsson kosinn forseti en Jörund- ur Brynjólfsson í neðrid. Nefndar- Símar: 390 og 1303. kosningar fóru sem hjer segir: Fjárhagsnefnd: Ed: Jóu P. Ingv- ar, Magnúk Nd: Thors, M. Guðm. Haildór, Bernharð, Steingrímur. Fjárveitinganefnd: Ed: Bjarni, Halldór, Jón Jónsson, Páll, Einar. Nd. Ottesen, M. Jónsson, Ingólfur, Porleifur, Hannes, Björn, Jónas P. Samgöngumálanefnd: Ed: Halldór, Magnús, Jónas. Nd: J. A. J. Jó- hann, Sveinn, Bergur, Sveinjörn. Landbúnaðarnefnd: Ed: Pjetur, Páll, Jón í Stóradal. Nd: M. Guðrri. Ottesen, Lárus. Bjarni, Steingr. Sjáfarútvegsnefnd: Ed. Möller, Ingvar, Jónas. Nd. Isberg, Jóhann, Sveinn, Ásgeir. Bjarni. Mentamálanefnd: Guðrún, Jónas, Jón í Stóradal. Nd. Isberg, Einar, Ásgeir, Bernharð, Halldór. Alsherjarnefnd: Ed. Pjetur, Einar, Magnús. Nd. Jón Ólafsson, Einar, Lárus, Bergur, Sveinbjörn. Jafnaðarmenn tóku ekki þátt í nefndarkosrlingum og eiga þeir því engan mann í nefndum. Allmörg frumv. hafa þegar verið lögð fyrir þingið. Af stjórnarfrum- vörpum má nefna auk fjárlaga, fjáraukalagá og samþ. á landsreikn- ingi fyrir 1929, þessi mál. Um inn- ílutning sauðfjár til sláturfjárbóta, um búfjárrækt, um heimild til að ábyrgjast Rússavíxla fyrir 600 þús. kr., um nýjan veg austur, um rík- isbókhald og ei durskoðun, um framl. gengisviðaukans. Pá hefir forsætisráðh. lagt fyrir sam. Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um skipun 5 manna milli- þinganefndar íil þess að endurskoða löggjöfina um skipun Alþingis og kjördæmaskipunina. Er þar gert ráð Ölgerðin E^ill Skallagrímsson framleiðir: P I L S N E R MALTÖL BAYERSKTÖL B J Ó R H VÍT ÖL G OSDRYKKI Biðjið um eitthvað af þess- um öltegundum þar sem þjer verslið. Símnefni: Mjöður. Ódýrastar Peysur bláarfrá 6,50 u 03 Enskar húfur C/3 03 *oX) Axlabönd C O' <D P Treflar hvítir <u £ Vekjaraklukkur fallegar og ódýrar FATABÚÐINNI. Nokkur pör af karlmannaskóm nr,41 verða seld með innkaupsverði í Aðalgötu 20, uppi. fyrir að sameinað þing kjósa 4 nefnd- armennina en ríkisstjórnin 1. Kæra barst Alþingi frá Hákoni Kristóferssyni yfir kosningunni í Barðastraudasýslu, en kosning Bergs var þó úrskurðuð lögmæt. Pá hafði Einar Jónsson fyrv. sýslumaður kært yfir framboðum þeirra Bergs Jónssonar, Einars Árnasonar ogSt. Jóh. Stefánsson. vegna þess að þeir hefðu gert sig seka í vítaverðu at- hæfi í sambandi við frávikningu sína, og væru því ekki kjörgengir. Ekkert hefir enn heyrst um stjórn- armyndun, og eru menn aðspáþví að erfið fæðing muni valda drætt- inum.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.