Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.07.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 25.07.1931, Blaðsíða 1
IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 25. júlí 1931 35. tbl. Kjördæmaskipunin. Sjálfstæðismenn bera fram á Alþingi stjárnarskrárbreytingu um stórkostlegar rjettarbætur á núverandi ástandi. Allir Sjálfstæðismenn í E.d. flytja frv. um breytingu á stjórnarskránni, og fara hjer á eftir aðalatriði frum- varpsins. 1. gr. gerir ráð fyrir að 26. gr. stjórnarskrárinnar skuli verða þann- ig: — Alþingi skal svo skipað, að hver þingflokkur hafi þingsæti í samræmi við atkvæðatölu þá, sem greidd er frambjóðendum flokksins samtals við almennar kosningar. — Kjósa skal varaþingmenn á sama hátt og samtímis og þingmenn eru kosnir. Ef þingm. deyr eða fer frá á kjörtímanum, tekur varaþingm. sæti hans það, sem eftir erkjörtím- ans. Sama er og, ef þingm. forfall- ast, svo að hann getur ekki setið á einhverju þingi eða það, sem eftir ar af þingi. — Þingm. skulu kosn- ir til 4 ára. 2. gr. gerir ráð fyrir að 27. gr. stjskr. verði þannig: — Alþingi skift- ist í tvær deildir, efri þingdelld og neðri þingdeild. Á þriðjungur þing- manna sæti í efri deild, en tveir þriðju 'hlutar í neðri deild. Verði tala þingm. þannig, að ekki sje unt að skifta til þriðjunga í deildirnar, eiga þeir þingmenn, einn eða tveir, sem umfram eru, sæti í neðri deild. — Sameinað Alþingi kýs meðhlut- fallskosningu þingm. þá, sem sæti eiga í efri deild, úr flokki þingm. í byrjun fyrsta þings á kjörtíma- bilinu. Hinir eiga sæti í neðri deild. 3. gr. gerir ráð fyrir að 28. grein stjskr. falli niður. 4. gr. gerið ráð fyrir að 29. grein byrji svo: — Kosningarrjett til Al- þingis hafa allir, karlar sem konur, sem eru 21 árs að aldri, þegar kosn- ing fer fram, hafa ríkisborgararjett hjer á landi og hafa verið búsettir á landinu síðustu fimm árin áður en kosningar fara fram. Þó getur enginn átt kosningarrjett, nema hann hafi óflekkað mannorð og sje fjár síns ráðandi. — 3. málsgr. sörhu gr. verði svo: Kosningalög setja að öðru leyti nánari reglur um alþing- iskosningar. 5. gr. gerir ráð fyrir að hver sá ríkisborgari sje kjörgengur, sem kosn- ingarrjett hefir. 6. gr. segir, að umboð þingm. falli niður, þegar stjórnskipunarlög þessí öðlast gildi, og fara þá fram almennar kosningar til Alþingis. Með írumv. þessu er farið . fram á stórfelda rjettarbót á þvi misrjetti, sem undanfarin ár hefir aukisj að miklum mun, að tala þingm. hvers flokks er ekki í samræmi við kjós- endafylgið. Er nú svo ákveðið, að þingm. skuli ávalt vera í fullu sam- ræmi við kjósendurna, en sjerstök- um kosningalögum ætlað að mæla nánar fyrir um það, hvernig þess- ari mikiisverðu rjettarbót verði náð. En auk þess er svo fyrirmælt, að kosningarrjetturinn færist úr 25 ár- um niður í 21 ár og felt burt það ákvæði, að sveitaskuld valdi missi kosningarrjettar. Þá er auk þess felt burt það skilyrði, að kjósandi skuli hafa verið búsettur í kjördæminu 1 ár, en þetta ákvæði hefir að undan- förnu svift fjölda manna atkvæðis- rjetti það árið, sem þeir hafa haft heimilaskifti. Þá er gert ráð fyrir varaþingm. svo hlutföllin milli fiokkanna þurfi ekki að raskast þó þingsæti losni og til þess að komist verði hjá auka- kosningum. Það verður ekki um það deilt, að með frumvarpi þessu er stofnað til svo mikilla almennra rjettarbóta á stjórnarfari landsins. að hiklaust má telja frumvarpið mikilsverðasta mál- ið, sem nú liggur fyrir þinginu. All- Innilegar alúðar þakkir, tjái eg öllum þeim, sem auðsýndu velvild og hlutrekningu, við jarðarför manns- ins míns, Dúa Kr. Stefánssonar, — einkum karlakórinu „Vísir". Siglufirði 22. júlí 1931 Stelnunn Bjömsdóttir. F" * íí o n i x þakpappi og milliveggjapappi svo ódýr, að annað eins þekk- ist ekki. — Islenskir burstar Islenskur olíufatnaður. Skiþavcrslunin. . 2 stofur samliggjandi, eru til leigu. R. v. á. ir Sjálfstæðismenn standa samein- aðir um það og telja má víst, að Jafnaðarmenn fylgi því. En búast má við, að Framsókn beri ekki gæfu til þess'að fylgja því öll og óskift, þó tæplega sje hægt að gera ráð fyr- ir því að óreyndu, að allir þing- menn þess flokks verði svo andlega blindir, að sjá hvorki nje viður- kenna kostina, eða svo óskamfeilnir, að standa á móti því gegn sann- færingu sinni. En úr þvi mun reynslan skera. Frumvarp þetta var til 1. umræðu 22. þ. m. og var því eftir nokkrar umræður vísað til nefndar þeirrar, sem kosin var út af frv. forsætis- ráðherra um milliþinganefnd, til þess að athuga skipun Alþingis og kjördæmaskipunina, en í þeírri nefnd eiga sæti: Jón Porláksson, Jakob Möller, Magnús Torfason, Páll Her- mannsson og Jón 1 Stóradal.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.