Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.07.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 25.07.1931, Blaðsíða 2
SIGLFRÐINGUR 2 SÍLD AREINK AS ALA N. Hún selur síld fyrir tæpar 5 miljónir króna. — Af þeirri upp- hæð fá síldareigendur 1| miljón. — Hitt fer að mestu í kostnað. Jeg rakst nýlega á tæfil af Lög- birtingi dags. 9. þ. m. og sá þar reikninga Síldareinkasölu lslands frá miðjum apríl 1930 til sama tíma 1931. Reikningar þessir virðast mjer svo merkilegir, þó ekki sje fyrir aðra sök en þá, Inægreynileg sönn- un þeir eru fyrir ókostum og allri óstjórn Einkasölunnar, að jeg get ekki látið vera að benda Sigllirð- ingum á nokkra liði þeirra til um- hugsunar og athugunar. Pað fyrsta sem vakti athygii mína við lestur reikninganna, er það, að Einkasalan hefir á árinu seld síld fyrir samtals kr. 4,935,480,26. Af þessari upphæð hafa síldareigendur fengið kr. 1.515,268,64. Alt hitt hefir farið í alskonar kostnað að undjinskyldu lögákveðnu gjaldi i markaðsleitar og varasjóði og rúm- um 275 þús. kr., sem eru óskiftar eftirstöðvar. Pað muna efalaust margir eftir þeim hinum fögru loforðum frum- kvöðla Einkasölunnar, að alskonar sölukostnaður síldarinnar myndi lækka að miklum mun. Bent var á sparnað í utanferðakostnaði til sölu síldar, í skrifstofuhaldi og m. m., þar sem öll salan átti að fara fram á einni hendi. En hver verður svo reynslan? A því herrans ári 1930 fá síldareigendur aðeins 3[io af sölu- verði síldarinnar. Hinum 7þosjer Einkasalan fyrir. Til frekari glöggvunar á hinum gífurlega kostnaði, sem fellur á síld- ina í höndum Einkasölunnar, leyfi jeg mjer að tilfæra hjer nokkra helstu kostnaðarliðina, aðra en t.d. frakt, sjóvátryggingu, tunnur, salt, krydd, toll o. íl. þessháltar, sem líklegt er að ekki hefði orðið lægra í höndum einstaklinga. Kostnaður viðsíld erl. kr. 46,661,20 Söluumboðslaun — 45,581,85 Við þessa liði virðist vera það að athuga, að stefna átti að því tak- marki, að hafa enga síld í umboðs- sölu erlendis. Og þá ætti enginn kostnaður að þurfa að verða á síld- inni þar. Umboðslaun fyrir sölu síldar koma nokkuð „spanskt" fyrir sjónír, þar eð einn framkvæmdar- stjórinn hefir fasta skrifstofu erlend- is, sem eingöngu starfar að sölu síldar og kostar 22 þús. kr. á ári fyrir utan kaup hans sjálfs. Pess utan hefir annar framkvæmdarstjór- inn farið utan til síldarsölu, og er sá kostnaður færður undir ferða- kostnað. Báðir þessir liðir ættu því að geta horfið, ef sparnaðar er gætt. I3á er starfrækslukostnaðurinn. Hann er sundurliðaður þannig: a. Laun útflutningsnefndar, endurskoðenda. framkv,- stjóra og annara starfsm. 90,022,50 Símakostnaður . . 10,867,08 Ferðakostnaður ogrisna 25,102,77 b. c. d. e. f. é■ )■ K. Burðargjald . . . Auglýsingar . . . Húsaleiga, Ijós, hiti og ræsting .... Prentunarkostnnður, ritföng o: fl. . . . Afskrifað af innbúi og áhöldum . . . Afskrifað af m.b. „Blanche Fleur“ . . Blöð og tímarit . . Skrifstofukostnaður í Kaupm.h. (mannah. húsal, símakostn. o.fl) 483,15 893,88 7,033,50 2,397,40 1,668,81 731.96 382,47 22,307,11 161.890,63 Lessir liðir, einkanlega 3 þeir fyrstu og sá síðasti, eru svo háir, að þeir gefa fullkomið tilefni til hugleiðinga um breytt og bætt fyr- irkomulng á rekstri Einkasölunnar. Einkum ætti þó að vera hægt að lækka a og c liðina. Pá koma hjer nokkrir liðir enn: Kostn. við síld innanl. kr. 13,455 Matskostnaður — 64.216 Vaxtatap — 21,020 Efnarannsókn — 4.434 Undirvigt — 2,154 Að endingu vil jeg svo nefnaeinn lið, sem kallaður er „Verkalaun“ og er að upphæð kr. 1,108,444,49. Hjer mun vera átt við verkutiarlaun síldarinnar, sem greidd eru saltend- um. En þessi upphæð er óskiljan- lega há. Pað er ótrúlegt, að sölt- unarlaunin ein geti verið hjerumbil fjórði hluti söluverðíins. Er vart hugsanleg nema ein ástæða fyrir þessari gífurlegu upphæð, og hún er sú, að stórvægilegur halli hafi orðið á hinu svokallaða „Rauða torgi“ hjer í fyrra og að hann sje falinn í þessum lið. Einkasalan hefði að sjálfsögðu átt að hafa þá grein starf- semi sinnar undir sjerstökum lið í reikningnum, svo síldareigendur ■nnBHMii SIGLFIRÐINGUR kemur út á laugardögum. Kostar inn- anlands 4 kr. árgangur, minnst 52 tbl. 10 nu. hlaðið í lausasölu. Utan- lands 5 kr. árgangurinn. Auglýsinga- tnxti: 1 kr. sentimeter dálksbreiddar. Afsláttur ef mikið «r auglýst. Utgefandi: Sjálfstaeðismannafjelag Siglufjarðar. Ritstjóri og afgreiðslum.: Friðb. Níelsson Pósthólf 118. Sími 13 fengju að sjá þar svart á hvítu, hve mikinn hagnað þeir hafa haft af þessari bjargráðaráðstöfun Einars Olgeirssonar. En þess í stað er öllu „Rauðatorgs“farganinu stungið undir sama lið og önnur verkunar- laun, til þess að ekki verði sjeð hin rjetta útkoma. Jeg vil þvi hjermeð skora á sljórn Emkasölunnar að birta opinberlega reikning yfir rekstur þeirrar söltun- arstöðvar, sem hún rak fyrir eigin reikning hjer á Siglufirði í fyrra, svo sjeð verði hvort þar hefir verið um tap eða gróða að ræða fyrir eigendur sildarinnar, miðað við að síldin hefði annars verið verkuð á prívatstöð fyrir hið ákveðna gjald Einkasölunnar. X. A1 þ i n g i„ Eins og að líkindum lætur er lít- ið um afrek af þingsins hálfu fyrsta sprettinn. Gengur svo að jafnaði hver þingbyrjun, að mestur tíminn fer í nefndarstörf, og þá fyrst, er nefndarálitin fara að koma til um- sagnar þingsins, er þess að vænta, að eitthvað sögulegt gerist. Meðal þeirra mála, sem lögð hafa verið fyrir þingið, má fyrst nefna hið merka frumvarp frá Sjálf- stæðismönnum um breytingu á stjórnarskránni. Er þess getið á öðr- um stað í blaðinu. — Pá má nefna frv. Jóns Porl. um verðfestingu pappírsgjaldeyris, sem er mjög merkilegt frv., flutt til þess aðjafna misfellur þær á peningagildinu, sem urðu af völdum ófriðarins mikla. — Frv. um virkjun Sogsins. — Jóh. Jósefsson, ísberg, Ottesen og Olafur Thors flytja frv. um breyting á stjórn Einkasölunnar. Gera þeir ráð fyrir að stjórnina skipi 5 menn, kosnir á

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.