Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.08.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 01.08.1931, Blaðsíða 1
arg. Siglufirði, Laugardaginn 1. ágúst 1931 36. tbl. Ask o r u n. Eftirfarandi áskorun sendu all- margir síldarútgerðarmenn útflutn- ingsnefnd Einkasölunnar 29. júlí: „Þar sem nú þegar hafa verið verkaðar og afhentar Sildareinka- sölunni ca. 45000 tunnur síldar á þessu sumri, án þessað Síldareinka- salan hafi greitt síldareigendum (út- gerðarmönnum ogsjómönnum) neitt upp í andvirði síldarinnar, þá sneru nokkrir útgerðarmenn sjer til full- trúa Sildareinkasölunnarhjer á Siglu- firði í gær og spurðust fyrir um það, hvenær yænta mætti greiðslu frá Einkasölunni. Fulltrúinn kvað ómögulegt að gefa nein ákveðin loforð um greiðslu, hvorki hvenær hún gæti farið fram, eða hve miklu hún myndi nema. Nú er svo ástatt, að sáralítið fæst fyrir bræðslusíld, ekki nema 3 kr. fyrir mál síldar, móts við 8—10 kr. fyrir 3 til 4 árum. Hefir því and- virði bræðslusíldar í ár numið mjög litlu, enda mörg síldarskip lítið aflað, og sum Iátið nær állan aflann til Síldareinkasölunnar. Hefir því alt til þessa nær ekk- ert fengist fyrir afla síldveiðiskip- anna, og hefir það þegar leitt til ¦ hins mesta neyðarástands h'já út- gerðarmönnum og sjómönnum, en sjómennirnir eru nær því allir ráðn- ir upp á aflahlut og eiga að greiða fæði sitt sjálfir. Peningar eru því hvorki fyrir hendi til allra brýnustu þarfa til útgerðar skipanna, nje held- ur til framfærslu sjómannaheimil- anna, og liggur þetta í því, að ekk- ert hefir enn fengist fyrir síldina, sem afhent hefír verið Einkasölunni, svo sem áður er sagt. Svo sem sjálfsagt er, fær verka- fólkið í landi vinnulaun sín gréidd vikulega, en sjómenn og útgerðar- menn fá ekkert, fyr en seint og síðar meir, til dæmis er andvirði fyrra árs síldar enn ógreitt að nokkru leyti. Sjómenn sem útgerðarmenn hafa þó sínar þarfir, eins og áður Símar: 390 og 1303. Olgerðin Egill Skallagrímsson framleiðir: PI LSNER MALTÖL BAYERSKTÖL BJÓR H VÍTÖL GOSDRYKKI Biðjið um eitthvað af þess- um öltegundum þar sem þjer verslið. Símnefni: Mjöður. segir, og hlýtur þvi að verða krafa þeirra að verða sömu kjara aðnjót- andi og verkafólkið, að þeir fái greitt áætlunarverð út á síldina, nokkurn veginn jafnótt og hún er afhent Einkasölunni. Ef ekki fæst innan fárra daga greiðsla út'á síldina, sem lögðhefir verið inn til Einkasölunnar, verður hreint hallærisástand hjá síldarút- gerðinni hjer og ekki annað sýnna en að skipin verði að hætta veiðum á miðri vertíð, því að ómögulegt er að halda skipum úti á bræðslu- síldarveiðar eingöngu, þegar lítið veiðist og ekki fæst nema 3 kr. fyrir málið í bræðslu. Af ástæðum þeim, sem að fram- an greinir, viljum vjer undirritaðir síldarútgerðarmenn því mjög" alvar- lega skora á útflutningsnefndina að sjá fyrir því, að síldareigendum verði innan fárra daga greitt út á hverja þegar verkaða tunnu ekki minna en 5 krónur, miðað við al- menna tunnu saltsíldar, og að svo verði framvegis, jafnóðum og síldin er verkuð og afhent Einkasölunni, til ráðstöfunar og sölu". Síðan þetta gerðist hefir Einka- salan ákveðið að greiða fyrstu af- t Anton Gunnlaugsson Pað sorglega slys vildi til á sunnu- daginn var vestur á Skagafirði, að öðrum nótabát m.s. Armann kvolfdi og fjellu 6 menn við það í sjóinn. Fimm þeirra tókst að bjarga en einn druknaði og var það Anton sonur Gunnlaugs Sigurðssonar bæj- arfulltrúa hjer í bænum. Antonsál- ugi var 21 árs gamall og hinn mannvænlegasti maður. Skinnkragar á kápur, margar tegundir, einn- ig skinn í metratali, nýkomið. Versl. Sig. Kristjánss. P E R U R, allar stærðir. Asgeir Bjarnason. borgun til síldareigenda nú um helgina.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.