Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.08.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 15.08.1931, Blaðsíða 1
IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 15. ágúst 1931 38. tbl. Stjórnarskrármálid. Agrip af framsögurædu Jóns Þorlákssonar þegar frv. Sjálfsæðis- manna um stjórnarskrárbreytinguna var til 1. umræðu í Efri-deild. Aðdragandinn að þeim breyting- um á stjórnarlögum ríkisins, sem í frumvarpi þessu fela3t, er orðinn langur. í stjórnarskránni frá 1874 er svo fyrir mælt, að á Alþingi eigi sæti 6 konungkjörnir þingmenn. Pessi fyrirmæli hjeldust alt til ársins 1915 en þá var mönnum orðið það ljóst að þjóðin sjálf átti ein að ráða skipun Alþingis að öllu leyti. Var þá konungskjörið afnumið, en land- kjörið sett í staðinn. Frá þvi vjer fengum hin fyrstu stjórnskipunarlög hefir sú breyting orðið á þjóðlífi íslendinga, að þeir menn, sem ekki höfðu rúm eða önnur skilyrði til að búa í sveitum landsins, hættu að leita til annara landa, en tóku sjer búsetu í þorp- um og kaupstöðum innan lands. Fólksfjölgunin í landinu hefir því síðustu áratugina aðallega bæst við kaupstaðina. Við þessar breytihgar komu ber- lega í ljós gallarnir á kjördæma- skipuninni, þeir gallar, sem ekki þektust er hin fyrstu stjórnskipunar- lög voru sett 1874. Hefir verið reynt að mæta annmörkum þessum með sjerstökum þingsætum fyrir kaupstaðina. En nú er bert orðið, að með þeirri aðferð er ekki fært að mæta þeim til fullrar rjettlæt- ingar. Á landkjörinu komu og fram miklir annmarkar, sjerstaklega eftir það, að kjörtímabilið var stytt. Hetir komið fyrir að landskjör hefir orðið að fara fram tvisvar sama árið. Svo tíðar kosningar um land alt valda mikilli fyrirhöfn. Ur þessu var reynt að bæta árið 1927 meðþeim breytingum á stjórn- arskránni, að allir landskjörnu þing- mennirnir skyldu kosnir í einu, og um leið og til sama tíma og kjör- dæmaþingmenn við reglulegar kpsn- ingar. En frv. það sem þessar breyt- ingar voru teknar inn í, fjell á næsta þingi. » Kosningarnar 1927 sýndu, að mik- ið ósamræmi gat orðið milli kjós- endaviljans og skipunar Alþingis. Og menn grnnaði að þetta mundi koma enn berar í ljós síðar. Var eftir það fylgt fastar fram kröfunum um umbætur á þessu. Porra manna undraði það því stórlega, er í frv. því, sem stjórnin lagði fyrir í vetur til breytinga á stjórnarskránni, skyldi engin breyt- ing gerð á þessu, önnur en afnám landkjörsins, því landkjörið er þó það atriðið, sem að nokkru leyti bætir úr áður nefndu misrjetti. En þá rjettarbót vildi nú stjórnin einn- ig burtu nema, án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Þegar svona var komið, gat það víst engum komið undarlega fyrir sjónir, þótt tillaga kæmi fram um það að halda opinni leið til lagfær- ingar á kjördæmaskipuninni. Breytingartillagan var bundin við það frumvarp, sem fyrir lá, og var í því fólgin, að ákvæðinu um það að kjósa megi þingm. Rvíkur með hlutbundnum kosningum, mætti einnig beita í öðrum kjördæmum. Þessu svaraði stjórnin með því ekki aðeins að rjúfa þingið, heldur að hleypa því upp og senda þing- menn heim. Nú hefir stjórnin breytt afstöðu sinni til þessa máls, og hefir flutt tillögu um skipun milliþinganefndar til að rannsaka málið. Forsætisráðherra, sem ekki sýnir máli þessu þann sóma, að vera viðstaddur hjer í deildinní befir sagt, að hann geri það að höfuðat- Ljóma-Smjörliki Ljóma-Jurtafeiti er það besta sem framleitt er nú hjer á landi. Fæst í -flestum stærri verslun- um bæjarins. — Umboðsmaður fyrir Siglufjörð: Páll S. Dalraar. ÚTSALA Mikið af grammófónplötum verður selt næstu daga fyrir hálfvirði í Brúarfossi. BALL! BALL! Kvenfjelagshúsið fæst leigt fyr- ir böll og fundarhöld. Veitingar á staðnum. Upplýsingar í síma 85. 4 H JÓLHESTAR fást með góðum borgunarskil- málum hjá Friðb. Nielssyni. riði í þessu máli, að núverandi kjör- dæmi haldi rjettinum til að kjósa sjerstaka þingmenn. Enga ástæðu hafði hann til að hleypa upp þinginu af þessum sök- um, því þessi hans vilji er vel sam- rýmanlegur við þær breytingar sem fram voru bornar við frv. stjórnar- innar í vetur. Mun honum kunnugt að í Dan- mörku eru þingmenn kosnir bæði hlutbundnum kosningum og óhlut- bundnum. Opphaflega höfðu menn það form fyrir lýðræði, að almenningur mætti á einum stað og rjeði málum til lykta með atkv. sínum. Petta form reyndist of þunglamalegt, og var þá sú aðferð upp tekin, að menn kusu sjer fulkrúa í sameiningu. Fulltrb-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.