Siglfirðingur


Siglfirðingur - 22.08.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 22.08.1931, Blaðsíða 1
Siglufirði, Laugardaginn 22. ágúst 1931 39. tbl. N ý s t j ó r n. Kl, 1 í gær var ¦ í báðum þing- deildum tilkynt opinberlega að nú væri ný ríkisstjórn tekin við völd- um: Tryggvi Þórhallsson forsætis- og atvinnumálaráðherra Jónas Jpns- spn döm- og kirkjumálaráðherrá og Asgeir Asgeirsson fjármálaráðherra. Jón Porláksson lýsti því yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn liti svo á, að þessi stjörn væri minnihlutastjórn, starfandi aðeins til bráðabyrgða. Jón Baldvinsson lýsti andstöðu síns flokks við stjórnina. Nokkrar fleiri umræður urðu um þetta í báðum deildum, og fjekk stjórnin áreiðanlega kaldari viðtök- ur, en nokkur ný stjórn hefir áður fengið. Kjördæmamálið Sjáh'stæðismenn verð'a að nota bvingunarráðstafanir til þess að stjórnarskrár- nefnd efri deildar haldi fund. Strax í þingbyrjun var kosin stjórnarskrár'nefnd í efri deiid. Eiga sæti í henni 3 Framsóknarmenn og 2 Sjálfstæðismenn. Nefnd þessi fjekk snemma í þinginu 2 mál til meðíerðar: Stjórnarskrárbreytingu Sjálfstæðismannna og þingsályktun- artillögu Tryggva Pórhallssonar, um skipun milliþinganefndar í kjör- dæmamálinu. Búast hefði mátt við því, að neí'nd sem skipuð er Framsóknarmönnum að meirihluta, hefði ekki látið undir höfuð leggjast að athuga tillögu frá sjálfum forsætisráðherranum. En svo liðu dagar og vikur, að nefnd- in hjelt engan fund. För þá Sjálf- stæðismönnum að skiljast það, að með tillögu Tr. P. hefði aidrei ver- ið meint neitt annað en það, að hampa því framan í kjósendur, að h a n n hefði borið slíka tillögu fram. ^að var með hverjum deginum sem leið Ijosara og ljósara, að nefndin ætlaði hvorugt málið áð athuga eða afgreiða. Pá var það að Sjálfstæðismenn tóku til sinna ráða. Hjeldu þeir verðtollsfrumvarpinu föstu við 3ju umræðu í eí'rid. og hótuðu að fella það, ef stjórnarskrárnefndin tæki ekki til starfa og gengi inná rjett- látar breytingar á tillögu forsætis- ráðherrans. "j. Stjórnin hafði eins og kunnugt er, Iagt það til að Framsókn legði til 4 af 5 mönnum í milliþinga- nefndina. Fetta vissu Sjálfstæðis- menn að var nákvæmlega það sama eins og því væri slegið föstu fyrir- fram, að nefndin skyldi verða gagns- laus. Auðvitað hefði Framsókn aldrei fiutt rjettlátar tiilögur í kjör- dæmamálinu. Og stjórnin, sem undir engum kringumstæðum þóttist geta komist af fyrir utan verðtollinn, gekk inná að stjórnarskrárnefndin tæki til starfa, og Framsóknin í nefndinni gekk inn á gagngerða breytingu á þingsályktunartillögu forsætisráð- herrans. Tillögur nefndarinnar ganga út á það, að miiliþinganefndin verði skipuð 1. Alþýðuflokksm. 2 Sjáif- stæðismönnum og 2 Framsóknar- mönnum. Má því gerá ráð fyrir, ef nokkur hugur fylgir máli hjá Aiþýðuflokknum um rjettlátt fyrir- komulag á kjördæmaskiftingunni, að nefndin muni fyrir næsta þing skila róttækum og rjettlátUm breyt- ingartiilögum í þessu mikla mann- rjettindarmáli. Pessi tilhögun á milliþinganefnd- inni hefir nú farið gegnum báðar deildir þingsins, og verið afgreidd til stjórnarínnar sem ályktun Al- þingis. Er þess að vænta að stjórn- in láti ekki lengi dragasta að skipa nefndina, svo henni geti unnist tími tii þess að ljúka störfum fyrir næsta þing. I þessu sambandi má geta þess, að ef Jón Baldvinsson ekki heí'ði skorist úr leik og svikið bæði íiokk sinn og þjóðina alla í kjördæma- Norskt fiskiskip nýtt, 28 smál., 55x15x7, 40 hk. Viktman vjel, 8 mílna hraði, raf- lýstur, alt fyrsta flokks, er til sölu. Verð 25,000 Nkr. HANS O. SÆVIK Leinöy pr. Aalesund. Ljoma-ömjorliki Ljóma-Jurtafeiti er það besta sem framleitt er nú hjer á landi. Fæst í flestum stærri verslun- um bæjarins. — Umboðsmaður fyrir Siglufjörð: Páll S. Dalrnar. BALL! BALL! Kvenfjelagshúsið fæst leigt fyr- ir böii og fundarhöld. Veitingar á staðnum. Upplýsingar í síma 85. Bry^juljósaperur ÁSGEIR BJARNASON. H e r b e r gi til leigu frá 1. okí. til 14. maí ódýr leiga. R. v. á. Rafljósaperar fást hjá Guðbirni. málinu, þá hefðu Sjálfstæðismenn getað knúð fram stjórnarskrárbreyt- ingu sína. En þegar það ekki fjekkst, var sú leið farin, sem lýst hefir verið hjer að framan. Hafa Sjálfstæðismenn hjer sem oftar bjargað góðu máli í höfn með fyrirhyggju sinni og rjettlæti.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.