Siglfirðingur


Siglfirðingur - 22.08.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 22.08.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Ferðasaga. Pað var vaknað snemma á sunnu- dag9morguninn. Menn áttu þá í vændum að lyfta sjer upp eina dag- stund og njóta lífsins úti í skauti náttúrunnar — úti á sjó og upp til sveita. Pað er- ekki oft að Siglfirð- ingum bjóðist slík tækifæri. Hinn góðkunni karlakór „Vísir“ hafði efnt til Húsavíkurfarar og ætl- aði að syngja þar um kvöldið. Höfðu þeir fjelagar boðið með sjer kunn- ingjum og vinum svo hópurinn varð nokkuð stór. Varðskipið „Pór“ annaðist fiutn- inga fólksins í forföllum „Ægis“, er hremmt hafði veiðiþjófa fyrir Aust- urlandi, og skyldi nú gæta þeirra og kæra til sekta. „Pór“ hafði kvöldið áður komið með síld til söltunar, og höfðu skip- verjar starfað að löndun hennar til miðnættis. Én ekki munu þeir hafa látið þar staðar numið, þvi þegar farþegarnir komu til skips, voru þiljur auðar, síldarskilrúm öll í burtu, og alt hreint og fágað, og hefði ó- knnnugum síst komið í hug, að hjer væri síldveiðiskip, ef, ekki hefðu nót og bátar borið þess vitni. „Pór“ hafði fært sig að hafnarbryggjunni um nóttina, og þangað streymdu far- þegarnir um sexleytið. Veður var hið fegursta, heiðríkt loft, logn og sólskinið að færast nið- ur yfir bæinn. En á austurfjöllunum sátu þokukúfar er spáðu tvíræðu ferðaveðri. Enginn Ijet þó þetta á sig fá. Kl. 6 átti að leggja af stað, en það drógst þó um fullan hálftíma, Altaf vantaði einhvern. Loks beið allur hópurinn eftir einum manni. íslensk stundvísi! Loks var lagt af stað en tafsamt gekk að komast út úr skipaþvögunni. Höfnin var því nær full af „utanlínu“ veiðurum — Siglufjarðarhöfn er bæði skjól- góð og rúmgóð og gestrisin með af- brigðum við þessa harðsvíruðu keppinauta, sem eru í þann veginn að gjöreyða ísl. síldarmarkaði, og um leið lífs og þorskaskilyrði þessa bæjar. Hafnargjöldin eru það eina er bærinn — og þjóðin yfir höfuð — fá í skatt af öllum þeim miljón- um, er skip þessi ausa upp á sigl- firskum síldarmiðum. — En nóg um það. Loks komst „Pór“ út úr þvög- unni og jók nú ferðina út fjörðinn. Farþegahópurinn horfði fram og út til hafsins. Við fundum að nú vor- um við frjáls og áhyggjulaus. Okk- ar beið íslensk náttúrufegurð í einu af fegurstu hjeruðum Islands. Og allur fjöldinn hafði aldrei þangað komið og vænti sjer mikillar ánægju. Farþegarnir voru margir — í raun og veru alt of margir á svona litlu skipi: rúmlega 150 manns. En ekki dugði að kveinka sjer út af þess- konar smámunum, og var heldur ekki gert. — Pegar út fyrir Helluna kom þótti þeim er sjóveikir eru „Pór“ fara að ókyrrast óþarflega mikið. Fólk fór að fækka á þiljum. Snarpur austankaldi ýfði ofurlítið sljettan sjáfarflötinn, en sjólaust var með öllu. Kvenfólkinu sáu skipverj- ar og yfirmenn fyrir öllum þeim skýlum og allri þeirri aðhlynningu, sem kostur var á. Lögðu þeir hart að sjer til að gera öllum líðanina sem besta, og hefi jeg aldrei kynst svo aðdáanlega alúðlegri og hjálpfúsri skipshöfn, frá þeim lægsta til þess hæsta. Farþegarnir rjeðu gjörsam- Iega yfir öllum þægindum skipsins, en skipshöfn og yfirmenn áttu hvergi höfði sínu að að halla, þarna á sínu eigin heimili. Höfðu þeir þó átt stranga vökunótt við síldarlönd- un og undirbúning skipsins og hefði áreiðanlega verið þörf hvíldar. En það sá enginn á þeim þreytumerki. Parna voru fulltrúar ísl. gestrisni. Hún nær út fyrir landsteinana, og svo langt sem ísl. fáni nær að blakta. Og betri fulltrúa getur hún varla átt utan landsteinanna, en skips* höfnina á „Pór“. Ferðin gekk greitt austur yfir Eyja- fjarðarál og Skjálfanda. Við Flatey og inn af henni voru mörg skip að veiðum og allmargar sílaartorfur sáum við. Kom þá veiðihugur í gamla síldveiðimenn í hópnum og skipshöfnin á „Pór” horfði ágirnd- ar augum á síldarvöðurnar. En nú var „Pór“ farþegaskip og enginn hafði tíma til að sinna blessaðri síldinní. — Parna var þó eiginlega alt sem til þurfti: nótin, bátarnir, beykjarnirog — síldarstúlkurnar. Pað hefði svo sem verið hægt að koma til lands með dálaglegan skilding, hefði ekki vantað klippurnar, tunn- urnar og — „gallann". En nú blasti Húsavík við með bleikum nýslegn- um túnbreiðunum. Pegar „Pór“ var Iagstur við fest- ar, var annar nótabáturinn látinn í tje til að flytja í land farþegana, og kl. rúmlega hálftólf voru allir komn- ir í land og þar biðu bílar margir er flytja skyldu farþegana og söng- flokkinn suður að Breiðumýri, og aðra til Goðafoss. Gekk i dálitlu þófi að fá sjer far, og tilfinnanlegur skortur var á fólksflutningabílum. En Húsvíkingar kunnu ráð við því, og breyttu í skyndi vörubílutn i fólksbíla og þöndu segl'yfir „mann- skapinn", því nú var kominn rign- ingarsúld. — Eigi að síður var ek- ið á stað. Allir voru í besta skapi þó veðrið brigðist að nokkru. Sá er þetta skrifar var í bíl við 14. mann — auðvitað ekki „luxus- bil” — en fullgóðum þó. Og jeg skal taka það strax fram, að bíl- stjórinn var einhver allra besti bíl- stjórinn sem mig hefir flutt. Hjet hann Friðþjófur, og kann jeg ekki á honum önnur skil. En maðurinn var indæll og sætur og ágætur — eða svo sagði kvenfólkið. Jæja. Við brunuðum inn alla Húsavíkurbakka, framhjá Laxamýri, yfir Laxá og inn Aðaldalshraun, Rjett á undan okkur voru 2 bílar. Annar „þessi fíni luxusbíll" en hinn bara vanalegur „boddy“. En þann bíl höfðum við eins og vita í súld- inni. Pað blikaði á hvítu „Vísis“ húfurnar. Við vorum öll ókunnug leiðinni, og vorum fegin að hafa hvítu húfurnar í ljósmáli framund- an, því þótt við treystum vel hin- um prúða Friðþjófi, þá þótti okkur ennþá „sikkrara" alt ferðalagið, með- an hvítu húfurnar hjeldu ótrauðar í suðurátt. Mikið var sungið inn Aðaldals- hraun, og í rauninni alla leið. Við fundum það einhvernveginn á okk- ur, að það ætti vel við að fara með söng þar sem við vorum á vegum hins góðkunna söngfjelags. Og hvað sem kann að hafa verið að okkar söng, þá var hann þó að minsta kosti nógu margraddaður, því það veit hamingjan að sína rödd söng hvert okkar. En bót er í máli, að Pingeyingar voru nógu „músikalsk- ir“ til þess að taka okkur ekki al- varlega. Sáum við þess glögg merki norðan við Ytra-Fell. Parvarstúlka utan við veginn að ganga sjer til endurnæringar og horfa á okkar veg- semd. Pá hófum við hárri röddu: „Ein yngismeyja gekk út í skógi“ — nú, eins og líka við átti þarna. En er hún heyrði okkar raust, greip hún báðum höndum um eyrun og hljóp í felur. Hún hefir verið „músikölsk", blessunin. Og ef hún á eftir að lesa þessar línur, sem mjer þykir ólíklegt, þá bið jeg að heilsa. Fagurt er og einkennilegt víða í Hrauninu, ýmist skógivaxin holt og

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.