Siglfirðingur


Siglfirðingur - 22.08.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 22.08.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 iðgræn grasrjóður eða úlfgráar apal- grýtisbreiður, þar sem hver steinn og hella rís öndverð gegn annari, eins og frambjóðendur á þingmála- fundi. Eru þessir flákar þvi*nær al- gjörlega ófærir yfirferðar. Víða eru djúpar holur og sprungur í hraunið og enn á öðrum stöðum ryðrauðir vikurhólar, strýtumyndaðir, og eru sumir gamlir vikurgigir. Pví miður byrgði þokusúldin alt útsýni, en einhverntíma ættu Sigl- firðingar að fara til Húsavíkur þeg- ar bjart væri veður og sólskin, og gista í skóginum í Hrauninu, því víða er hann fegurri og tilkomu- meiri en sjest frá veginum. Er fram kom að Breiðumýri, var áð og gengið til samkomuhússins. Tóku þar flestir upp nesti sitt og fengu sjer bita. Kaffi var þar ekki hægt að fá, því heimilisfólkið hafði sótt tíðir að Einarsstöðum, sem þar er örskamt frá, að undanteknu einu gamalmenni og einu ungbarni. Nokkrir gestanna komu sjer þó svo vel við gamla manninn, að þeir fengu aðgang að eldhúsinu og öllu sem í því var, og færa þeir honum kærar þakkir fyrir góðvildina og greiðann. Var svo haldið að Ein- arstöðúm af allflestum, þar á meðal kórinn. Var þá messa úti, er. söng- mær ein frá hlúsavík söng í kirkj- unni. Er hún hafði lokið söngnum, söng „Vísir“ nokkur lög fyrir kirkju- gestina ókeypis. Kirkjan var alveg troðfull, er þó allstór. Var gerður ágæt urrómur að söng „ Vísis“ enda tókst söngurinn ágætlega. Að söngnum loknum stóð upp Stefán Jónsson frá Ondólfstöðum í Reykjadal, bróðir Jóns sál. frá Múla, og hjelt snjaila ræðu. Pakkaði hann „Vísi“ kom- una og bað hann skjótt aftur koma og fylla hugi þeirra Reykdæla söng og fögrum ljóðum. Meðan þessu fór fram höfðu margir af ferðamönnum skotist inn að Laugum og skoðað hið stór- myndarlega skólahús. Voru enda margirsem stungu sjer ískólalaugina til að skola af sjer ferðarykið, enda þótt þeim fyndist laugin í heitasta lagi, því vatnið var yfir 30 gráður. Skoðuðu menn skólann og þótti vera myndarbragur á öllu, nema veginum heim að honum. Má heita að fullkominn lífsháski sje að fara hann á bílum, og stór furða að ekki skuli aðgert, jafn fjölfarið og þarna er. Enn fóru nokkrir aust- ur að Goðafossi, en ekki naut foss- inn nje umhverfið sín sakir veð- ursins. Kl. 4—5 var aftur lagt af stað til Húsavikur. Var þá veður öllu bjart- ara og ljettara yfir öllu svo betur sá til, þó eigi. væri fjallabjart. Og kl. 7 hófst söngur karlakórs- in? í samkomuhúsi Húsvíkinga. Verður að segja það, að jeg hefi aldrei heyrt „Vísir“ syngja sum lögin jafn ljómandi vel. Fannst það og á Húsvikingum, sem höfðu troð- fylt húsið, að þeim voru söngruenn- irnir aufúsugestir, enda var hvert lagið. af óðru klappað upp. Mega Vísis-menn vel við una þessar við- tökur og þann „dóm'‘, er þarna var þeim uppkveðinn, því Húsvíking- ar, eins og ífingeyingar yfirleitt, eru betur mentaðir og dómbærari á fagrar listir, en aðrir landsmenn yfir- leitt. Erþað Pingeyingum mikillsóm’i hve ötullega þeir hafa haldið við og glætt þrá hinnar yngri kynslóðar til menningar og mennta. Verður þeim það seint fullþakkað. Að söngnum loknum fóru menn að hyggja til heimferðar. „Pór“ beið fánum prýddur úti á höfn og gestirnir hópuðust nú niður á bryggj- una, þar sem bátur skipsins lá. Er söngmenn ljetu frá landi, gekk fram sýslumaður Pingeyinga, Júlíus Hav- steen, og þakkaði söngmönnunum komuna með fögrum orðum og bað þá skjótt aftur koma. Bað hann Húsvíkinga hrópa ferfalt húrra fyrir „Vísir“ í kveðjuskyni. Svaraði söngflokkurinn og gestir hans þess- ari hlýlegu kveðju með húrrahróp* um. Klukkan hálftíu lagði „Pór“ út af Húsavík. Veður var nú lygnara en fyr og undanhald. Enda bar nú minna á sjóveiki. Kvenfólkið lagð- ist strax fyrir, því óbreytt var gest- risni og alúð skipverja. Fjöldi af yngra fólki hjelt sig uppi á þiljum alla leið og söng. Mátti heita að aldrei linnti söngnum frá því að lagt var af stað frá Húsa- vik, þar til lagst var að bryggju hjer, en það var kl. um háftvö um nótt- ina. A heimleiðinni var gleðskapurinn mikill, og mun meíri en um morg- uninn. Bar það þess ljósan vott hve allir voru hjartanlega ánægðir með ferðina, enda mátti segja það með sanni, að þetta var ósvikin skemti- ferð frá upphafi til enda. Veit jeg það fyrir víst að þessarar farar muni margur minnast með á- nægju og þakklæti. Að síðustu þykist jeg meiga færa Karlakórnum „Vísir“ alúðar þakkir allra hinna mörgu gesta, sem hann veitti þennan ógleymanlega ánægju- dag. Sjálfsagt á „Vísir“ eftir að fara margar ferðir þessari líkar, og vona jeg að þær verði honum og Siglu- firði til jafnmikillar ánægju og sóma og þessi för, og þeim mun meiri, sem kórinn þroskast betur í list sinni. Einn úr hópnum. Kirkjubyggingin Hornsteinninn lagður. Um kl. 4 e. h. síðastliðinn laug- arnag fór fram hátíðleg athöfn hjer í bænum ofanverðum, þar sem biskup landsins, hr, Jón Helgason, lagði hornstein að hinni nýju kirkju bæjarbúa, sem nú er í byggingu á svokölluðu Jónstúni, rjett norðan við kirkjugarðinn. Athöfnin hófst með því að S. A. Blöndal las upp skjal, sem sett var í blýhylki í hornsteininn. Er i skjali þessu í íáum orðum sögð saga kirkju- byggingarmálsins, hvaðan komið hafi fje til hennar, hvenær byrjað var að grafa fyrir grunninum, hve- nær byrjað var að steypa o. s. frv. Pá er þar og getið hverjir nú stjórni landinu og kaupstaðnum og hverjir sjeu í sóknarnefnd, hverjir stæðu fyrir byggingunni o. fl. Pá söng blandaður kór undir stjórn Tryggva Kristinssonar, sálm- inn „Guð hæst í hæð“. Pá flutti biskupinn snjalla ræðu og lagði að því búnu blýhyikið í hornsteininn og lýsti blessun drottins yfir húsið og söfnuðinn. Að því loknu söng „Vísir“ ljóð, sem Hannes Jónasson hafði ort við þetta tækifæri. Pá töluði Bjarni prófessor Porsteinsson og Guðm. bæjarfógeti Hannesson, og að lokum söng „Vísir“ „O, guð vors lands“. Athöfn þessi fór hið besta fram. Veður var ágætt og margt manna samankomið við athöfnina. Jarðatför frú Bjargar Sæby fór fram í dag. Síldveiðin Kl. 12 í gærkveldi var búið að salta hjer á Siglufirði41657 tn., og krydda og sjerverka 64300 tn. og leggja uppí Ríkisverksmiðjuna 89400 mál. Dansleik fyrir börti ætlar Bernburg að halda í Brúar- foss n. k. miðvikudag frá kl. 4—7. Aðg. 1 kr.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.