Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.08.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 29.08.1931, Blaðsíða 1
IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 29. ágúst 1931 40. tbl. P i n £ 1 o k i n. Fertugasta og fjórða löggjafarþing ísl. þjóðarinnar lauk störfum síðari hluta dags, mánudaginn 24. þ. m. Hafði þingið þá staðið tæparóvik- ur, eða rjettan 41 dag. Er þetta nokkru styttri tími en gengið hefir til undanfarinna þinga, enda þingið aukaþing, og, ef satt skal segja, eitt- hvert gagnslausasta þingið sem háð hefir verið. Ekki verða hjer rakin störf þess, en vera má að blaðið, við tækifæri, flytji ágrip af þeim lögum, sem þing- ið afgreiddi, til þess að gera al- menningi auðveldara að fylgjast þar með. Mjög þóttu störf þingsins ganga hægt allan þingtímann, einkum þó framanaf. Síðasti þingdagurinn var þó undantekning hjer frá, því þá voru haldnir 6 þingfundir, 2 í efri- deild, 3 í neðrid. og 1 í sam. þingi til þess að afgreiða með afbrigðum frá fundarsköpum nokkur !ög, sem Framsókn ekki vildi aðdöguðu uppi. Als vqru haldnir 41 fundurín.d. 42 í e.d. og 7 í samein. þingi. Á síðasta fundi í sam. þingi fóru fram kosningar ýmsra starfsmanna: Gæslustjóri Söfnunarsjóðs til loka 1935 var kosinn Bjarni Ásgeirsson alþ.m. I verðlaunanefnd gjafar Jóns Sigurðssonar: Hannes Porsteinsson, Ólafur Lárusson og Barði Guð- mundsson. Mentamálaráð íslands: Ragnar Ásgeirsson, Barði Guð- mundsson, Ing:bj. H. BjVrnason, Árni Pálsson og Stefán Jóh. Ste- fánsson. í útflutningsnefnd Síldar- einkasöiunnar voru kosnir með hlut- fallskosningu: Einar Árnason bóndi á Eyrarlandi, Björn Líndal lögfr. Svalbarði og Böðvar Bjarkan lögfr. Akureyri, Varamenn nefndarinnar eru í sömu röð: Ingimar Eydal, Stefán Jónasson og Porm. Eyólfs- son. Yfirskoðunarmenn landsreikn- inganna voru kosnir: Hannes Jóns- son, Pjetur Pórðarson og Magnús Guðmundsson. Hjermeð færum við okkar hjartans þakklæti öllum þeim nærog fjær, sem sýndu okkur hluttekning, í veikindum og við dauða okkar elskulegu eig'mkon* og móður, Bjargar Sigríðar Sæby. Siglufirði, Ránargata 13, 29. ágúst ,1931. Eiginmaður og börn. Forseti sam. þings, í stað Ásg. Ásgeirssonar, var kosinn Einar Árnason, Eyrarlandi. Fjárlögin fyrir 1932 voru afgreidd með tæplega 60 þús. kr. tekjuhalla. Merk bók. I haust er væntanleg á bókamark- aðinn ný bók eftir Bjarna prófessor Porsteinsson, prest í Siglufirði, sem heitir: Þjóðkgt sönglif á hlandi að fornu og nýju. Bók þessi er heldur lítil, tæpar 100 blaðsíður. Hún er samin við alþýðuhæfi, þótt visindarit sje, og verður seld við vægu verði. Hjer er því um sjerstaklega hentugt tæki- færi að ræða fyrir alla þá, sem þjóð- legum fræðum unna — og, þá sjer staklega á sviði sönglistarinnar — til þess að afla sjer mikils og marg- brotins fróðleiks fyrir mjög lítið verð. — Pað má því gera ráð fyrir að bókin seljist upp á skömmum tíma. Pað skal þó tekið fram, að höfund- urinn hefir áður gefið út bók um þetta sama efni, sem heitir „Islenzk þjóðlög" og kom hún út fyrir 25 árum. En bæði er sú bók 25 árum eldri en þessi, og svo er hún það stór og dýr, að hún heíir e'vki og verður ekki almennt keyft og lesin af alþýðu manna. En þessari bók, sem nú er aðkoma út, er ætlað bæta úr þessu. I inngangi bókarinnar kemst höf. svo að orði: „Prír verða aðalkaflar rits þessa. Hinn fyrsti er um sönglíf og söng- kennslu á íslandi frá elztu tímum og fram um árið 1900. Annar kafl- Norskt fiskiskip nýtt, 28 smál., 55x15x7, 40 hk. Viktman vjel, 8 mílna hraði, raf- lýst, alt fyrsta flokks, er til sölu. Verð 25,000 Nkr. HANS O. SÆVIK Leinöy pr. Aalesund. inn er um íslenzk þjóðlög yfirleitt, eðli þeirra og einkenni, svo og um hinar sjerstöku tegundir þeirra, svo sem hinn íslenzka tvísöng, gömlu sálmalögin, rímnalögin o. fl. Priðji kaflinn er um hin íslenzku hljóð- færi, fiðluna og langspilið. Að miklu leyti má rit þetta heita frumsamið nú; en að nokkru leyti er það útdráttur úr safni mínu, „íslenzk Pjóðlög", sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1906-1909. Pað rit er stórt og umfangsmikið, nærfellt 1000 bls. að stærð og vann jeg 25 ár að söfnun til þess og samningu. Mjer er það hið mesta áhugamál og hefur lengi verið, að þekking manna mætti aukast, bæði utan lands og innan, á íslenzkum þjóðlögum, hve gömul þau eru og góð, hve einkennileg þau eru og rammíslenzk bæði að efni ogformi, og hvílíkan fjársjóð vjer <;igum á þessu sviði, ekki síður en á öðrum sviðum þjóðfræða, jafnvel frekar, og því hefjeg samið þessa bók, er hjer liggur fyrir, minni og handhægri en hina, ef ske mætti að bók þessi fengi fleiri kaupendur og fleiri lesendur en hin, og gæti þannig að nokkru rofið þokuna og þögnina, sem enn ríkir um of kring um þetta hugtak: íslenzk fijóðlög". Önnur blöð eru vinsamlega beð- in að birta grein þessa.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.