Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.08.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 29.08.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Kirkj an. Um næstu mánaðarmót verður hin nýja kirkja kaupstaðarins kom- in undir þak. Hefir verki þessu miðað sjerlega vel áfram í sumar eins og vænta mátti, til mikillar á- nægju fyrir sóknarnefndina fyrst og fremst sem stendur fyrir bygging- unni, og allan söfnuðinn. Menn viss* að kirkjan mundi verða tilkomumikil, en að hún setti slíkan svip á bæinn, og yrði jafn stórkostleg bæjarprýði eins og raun er á, hefði fáa grunað fyrirfram. Nú verður takmarkið að vera, að byggingunni geti orðið haldið áfram slitalaust, þannig að hún geti orðið sem næst fullgjörð utan og innan, á næsta vori. Eins og kunnugt er var langt frá því að nægilegt fje væri fyrirhendi, til að byggja kirkjuna að fullu, þeg- ar verkið var hafið, hinsvegar þótti sóknarnefnd ekki rjett að láta drag- ast lengur að byrja á byggingunni. Sóknarnefndin hefir nú útbýtt fjársöfnunarlistum til kirkjunnar á skrifstofur flestra síldarsaltenda, í flestar verslunarbúðir og einnig til nokkurra einstakra manna hjer í bænum. Er nú vonandi að siglfirðingar fyrst og fremst, og aðkomufólk sem hingað sækir atvinnu, bregði skjótt og vel við, og láti eitthvað af hendi rakna tíl kirkjunnar, hver eftir getu og vilja. Pví verður ekki neitað að yfir- standandi tímar eru erfiðir, en von- andi reynist svo nú sem fyr, að sigursæll er góður vilji. Fólk skrifar sig fyrir gjöfum á listana þar sem því sýnist, og mun blaðið „Siglfirðingur“ birta nöfn gefendanna smátt og smátt, sem kvittun fyrir gjöfunum. F r j e 11 i r. Fimtudaginn 13. þ. m. andaðist á Seyðisfirði, Einar Sigurðsson frá Vestdalseyri. Talið er að eitraður spíritus af áttavita hafi orðið honum að bana. V.b. Hermann frá ísafirði brann algerlega 14. þ.m. Skipið stundaði handfæraveiðar og var á leið inn Poralátursfjörð er eldur kom upp í vjelarúminu. Mennirnir björguðust allir í skipsbátinn. Skipið var vá- trygt fyrir 10,500 kr. Herbergi til leigu frá 1. okt. n.k. í Miðstræti 7 niðri, Aðg. að eldhúsi getur fylgt. Lítill Barnavagn til sölu. Oskar Ottesen. Um næstu áramót lætur Helgi P. Briem af starfi sínu sem banka- stjóri Útvegsbankans, en vlð tekur Helgi Guðmundsson fiskifulltrúi. Er gert ráð fyrir að Helgi Briem taki við fiskifulltrúastarfinu. Sorglegt slys varð skammt frá Húsafelli 16. ágúst. Bíll var að koma að norðan, og átti skamt ófarið til Húsafells. I honum voru fjórir full- orðnir farþegar og eitt barn, dreng- ur á þriðja ári, og sat móðir hans undir honum. Bíllinn þurfti að fara yfir einhverja smásprænu og ók mjög hægt, en um það að hann var að koma upp úr opnaðist hurð- in og kastaðist drengurinn út úr. Bíllinn var þegar stöðvaður og hljóp móðirin til drengsins síns. Lá hann þá í yfirliði. Hún þaut að lækn- um og náði í vatn til þess að kæla enni hans. Fjekk drengurinn þá rænu sem snöggvast og sagði við mömmu sína að hann hefði meitt sig mikið. Og rjett á eftir gafhann upp andann þar í faðmi hennar. Andstæðingar stjórnarinnar hafa gert uppreisnartilraun í Portugal. Stjórnar'nernum tókst að bæla hana niður eftir blóðuga bardaga. Flugmennirnir Prestori og Cell- ington, sem væntanlegir eru til Rvíkur, hafa tepst við Hudson Bay vegna eldsneytisskorts. „Nautilus" er enn lagður á stað frá Svalbarða til norðurhafanna. Formaður norska útgerðarfjelags- ins hefir átt tal við Söndmörspost- en, og segir hann þar að engar horfur sjeu á því að hægt sje að selja meiri íslandsveidda síld. Segir að bæði Norðmenn og íslendingar muni læra af reynslunni í ár að skipuleggja útveginn fyrir síldveiði- tímann fyrirfram. Til Álasunds eru komnar 67 þús. tn., þar af seldar 27 þús. Forsætisráðherra hefir í samráði við utanríkismálanefnd þingsins fal- ið Einari prófessor Árnórssyni að að semja álit um rjettarkröfur ís- lands í Grænlandi, og gera tillögur í rnálinu. . LÍTIL ÍBÚÐ óskast leiéð. Skilvís greiðsla. R. v. á. Vikuskýrslur frá Flugfjelaginu um síldarleit. Vikuna 9.—15. ágúst var flogið síldarflug 4 daga yfir svæðið frá Húnaflóa austur að Sljettu og yfir nokkuð af því svæði var flogið margsinnis. Pessa viku hefir síld mikil sjest bæði á vestanverðu og austanverðu síldarsvæðinu. Á þriðju- daginn sást ógrynni af síld kring- um Flatev og víðar á Skjálfanda- flóa, einkum austan við Tjörnes, en á miðvikudaginn var flogið vest- ur á bóginn og sást þá mikil síld kringum Skagann. Á fimmtudaginn var aftur flogið austur með og sást þá enn allmikil síld austur við Tjörnes, en mest var þó um síld fyrir norðan og vestan Mánáreyjar, ennfremnr lítið hjá Flatey. Bendir það á, að síldin sje að færast lengra austur og norður með landinu. Pessa daga var ágætt veður og afli mikill. Mest var veitt kringum. Skagann og við Flatey. Reknetaveiði hefirver- ið fremur treg. Hljómleikar Bernburgs á sunnudaginn tókust ágætlega. Húsið var alveg troðfult. Jóhanua Jóhannsdáltir söng hjer í kirkjunni í gærkvöldi og fjekk ágæta dóma hjá áheyr- endum. Siglfirðingur er aðeins 2 síður að þessu sinni. Verður þetta bætt upp síðar. Innbrot. í fyrri nótt var brotist inn til Friðb. Níelssonar, sprengdir opnir peningakassar og skúffur, og stolið tæpum 1500 kr. Sömu nótt var far- ið inn í áfengisbúðina og stolið nokkrum flöskum af áfengi. Kveðjusamkoma. Korstöðumaður Sjómannastofunn- ar Jóhs. Sigurðsson heldur kveðju- samkomu í kirkjunni annaðkvöld kl. 8£. Allir hjartanlega velkomnir. Ritstj. og ábyrgðarm. Friðb. Níelsson. Siglufj arðarprentsmiðj a.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.