Siglfirðingur


Siglfirðingur - 05.09.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 05.09.1931, Blaðsíða 1
arg. Siglufirði, Laugardaginn 5. sept. 1931 41. tbl. Dýpra og dýpra. Framsóknar-ósannindi hrakin. Pað eralveg áreiðanlegt, að ekkert blað á öllu landinu að „Tímanum" undanteknum; ekki einu sinni „ Verk- lýðsblaðið" eða „Verkamaðurinn" sem þó allir vita að ekki kunna að segja satt, — er eins djúpt sokkið í fen ósanninda, útúrsnúninga og rangra ályktana, eins og „bænda- blaðið" „Dagur" á Akureyri. „Sigl- firðingur" herir áður bent á dæmi af þessu tagi, örsjaldan þó, vegna óþverrans sem því fylgir. Pegar nýja stjórnin loks kom í dagsins ljds, urðu aðstandendur „Dags" svo útblásnir af mikilmensku- gorgeir og monti, að þeir ljetu blað- ið, 27. ágúst s. 1., flytja slíkan end- emisvaðal í því tilefni, að fáheyrt mun vera í ísl. baðamennsku. Greinin byrjar svona: „Urslit kosninganna 12. júní í sumar og hinn mikli kosningasigur Framsóknarflokksins, sem í þeim fólst, var fyrst og fremst stórfeld traustsyfirlýsing þjóðarinnar til þeirrar landsstjórnar, sem farið hafði með völdin síðasta kjörtímabil." Er nú hægt að ljúga öllu róttækara en hjer er gjört? Pað, að Framsókn fjekk meiri hluta þingmanna, má hver sem vill hælast yfir og kalla „kosningasigur". En eins og þessi meirihluti er til hominn, ættu Fram- sóknarmenn að hafa vit á að minn- ast sem allra sjaldnast á það mál. En að kosningarnar hafi verið trausts yfirlýsing bjóðarinnar til landsstjóm- arinnar, er svo mikil ósannindi, að ekki verður gengið öllu lengra á „Iýginnar braut". Allir íslendingar vita það vel, að ef kosningarnar hafa verið atkvæðagreiðsla þjóðarinnar um traust á landstjórninni, þá var sú traustsyfirlýsing feld með tveim þriðju atkvæða gegn einum þriðja. Allirvita það, að aðeins rúmlega þriðji hver kjósandi, sem atkvæði greiddi, lýsti fylgi sínu við Fram- sókn. Sannleikurinn er því sá, að Hljómleikar. Eftir áskorun verða hljómleikar hr. P. O. Bernburgs end- urtcknir, með breyttri skemtiskrá, sunnudaginn 6. sept., kl. 4 e. m., í Bíó. Aðgöngumiðar á kr. 2,00 seldir frá kl. 1. Alt, sem inn kemur fyrir þessa hljómleika, rennur til kirkjubyggingarinnar. ef „Dagur" vill láta kosningarnar heita alkvæðagreiðslu um traust eða vantraust þjóðarinnar á Framsókn- arstjórninni, þá hefir þjóðin samþ. vantraust á stjórnina rneð tvoim þriðju greiddra atkvæða. Pá segir svo í sömu grein: „Breytingin á skipun landsstjórn- arinnar, frá því sem hún hefir ver- ið á síðasta kjörtímabili, er í því einu innifalin, að Ásgeir Ásgeírsson hefir tekið við fjármálaráðherraem- bættinu af Einari Árnasyni. Mun hinn síðarnefndi hafa reynst ófáan- Iegur til þess að gegna þvi starfi áfram. Sest hann nú að búi sínu heima á Eyrarlandi, og munu allir þeir, sem kunna að meta vel unnin störf, unna honum þess sann- mælis, að hann hafi setið sjálfum sjer og bændastjettinni til sóma í ráðherradómi." Hvað skyldu margir landsmenn trúa síðari hluta þessarar málsgrein- ar? Enginn, sem fylgst hefir með störfum stjórnarinnar undanfarin ár. AIIs enginn! Pað er öllum Ijóst, að Einar Árna- son hefir reynst svo langsamlega liðljettastur þeirra ráðherranna, að jafnvel Framsóknarmenn sjálfir hafa viðurkent, að ekki gæti komið til mála að hann tæki við starfinu aft- ur. Pað er hægt að benda á ?vo ó- endanlega margt í ráðherrasögu þessa hægláta bónda, sem sannar óhæfni hans sem ráðherra, og að hann aldrei var neinn ráðherra í eiginlegum skilningi, heldur sat hann Ljóma-Smjörliki Ljóma-Jurtafeiti er það besta sem framieitt er nú hjer á landi. Fæst í fiestum stærri verslun- ¦um bæjarins. — Umboðsmaður fyrir Siglufjörð: Páll S. Dalroar. í því sæti aðeins til þess að sýnast; en Jónas rjeði öllu. Er ljósast hjer um það dæmið, að þeg^r útvarpið á síðastliðnu hausti, flutti þær fregn- ir að boðið hefði verið út í Eng- landi lán handa íslandi, þá lýsti Einar því yfir opinberlega, «ð þetta væri tilhcefulaust. Pá var Jónas í Englandi að taka lánið, en fjármála- ráðherrann sat heima og vissi 'ekkert um það. En daginn eftir varð svo þessi sami Einar, sem nú á að hafa verið ráðherra „sjálfum sjer og bændastjettinni til sóma" að lýsa því aftur yfir, að þetta lán hefði ekki aðeins verið boðið út, heldur væri það þegar fengið. Pað er énnfremur opinbert leynd- armál, að Einar hafði ekkert á móti því að verða ráðherra áfram, ef nokkur hefði viljað nota hann til, þess. Og svo mikið er víst, að Fram- sókn tók það ráð, til þess að hafa Einar „góðan", að stinga að hon- um 2500 til 3500 kr. starfi í dtflutn- ingsnefnd Einkasölunnar, vitandi þó það, að á þeim málum hafði

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.