Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.09.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 12.09.1931, Blaðsíða 1
IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 12. sept. 1931 42. tbl. Frá Rússlandi. Vatnsflóð í Kína Verkamenn þvingaðir til að vinna hjá stjórninni fyrir 22 kr. á viku. Frá Rússlandi hafa að undan- förnu verið að berast fregnjr um það, að ráðstjórnin leggi nú meiri áherslu en nokkru sinni fyr á það, að koma hinni stórfeldu 5 ára á- ætlun í framkvæmd. En það geng- ur nú heldur ver en áætlað var. Reynslan, sem þegar er fengin, hefir sem sje fært stjórninni heim sannin um það, að til þess að fram- kvæma áætlunina þarf margfaldan vinnukraft, vjelar og verkfræðinga á við það, sem hún hafði í fávisku sinni gert ráð fyrir. Og nú hefir hún breytt um stefnu að ýmsu leyti til þess að reyna að gefast ekki upp við áætlunina. I þessu sambandi má fyrst benda á það, sem frá var skýrt hjer í blaðinu fyrir nokkru, að stjórnin er farin að greiða verkafólkinu kaup eftir vinnumagni hvers um sig, og ennfremur hin vinsamlegu ummæli Stalins um verkfræðingana, sem þó eru í megnri pólitiskri andstöðuvið ráðstjórnina. Pá er einn liðurinn í þessu kerfi hin taumlausa áhersla sem stjórnin leggur á að flytja út vörur og selja þær fyrir nærri því að segja hvað sem fæst fyrir þær. Þetta orsakast fyrst og fremst af því, að ef nokk- ur von á að vera um efndir áætl- unarinnar, þá þarf að kaupa svo mikið af alskonar erlendum varn- ingi, einkum vjelum, að engin tök eru að greiða þetta nema að auka útflutninginn að miklum mun. Og nú er ráðstöfun stjórnarinnar á þessu sviði svo langt gengin að í ár er ekkert annað keypt fyrir allan útflutninginn, en eintóm fram- leiðslutæki. Nú er ekkert keyft af erlendum matvælum; engin sild, enginn fiskur. Ef landsmenn ekki geta framleitt nóg handa sjer að LIFUR NÝJA O G GAMLA kaupi eg alt árið. O. TYNES. borða, þá verða þeir að svelta. Retta er boðorð Stalins nú. En þá kom erfiðasti þátturinn til sögunnar. — Til þess að geta selt útflutningsvörurnar svo ódýrt, að kaupendur fáist að þeim jafnóðum og þær falla til, og til þess að fram- leiða nógu mikið þarf að hafa bæði ódýran og mikinn vinnukraft. Fanga- vinnan er að vísu ódýrt vinnuafl, það sem hún nær, en bæði vilja þeir ónotalega tína tölunni, og svo eru takmörk fyrir þvi, hvað stjórn- in telur heppilegt fyrir sig að vera stórtæk á að framleiða fanga. Stjórn- in hefir þessvegna orðið að setja vinnulaun algengra verkamanna svo mikið niður, að nú er talið að með- al vinnulaun sjeu þar 22 kr. á viku. Og fyrir þetta kaup er verkalýður Rússlands þvingaður til að vinna, ef hann ekki vill gera það af sjálfs- dáðum. Ekki als fyrir löngu hafa þannig 20 miljónir manna verið teknir í þvingunarvinnu í ýmsum iðngrein- um og 60 miijónir í landbúnaðar- vinnu. Pó er vinnufólkseklan þar enn svo mikil, að ráðagerðir eru nú uppi um það, að þvinga 750 þús- und konur til ljettari verksmiðju- vinnu fyrir sáralítið kaup. Fyrsta boðorð Stalins virðíst nú orðið vera: Vinna — og aftur vinna. Hver sem ekki vinnur, fær ekki kaup. Og hver sem ekki fær kaup, fær ekki mat. Svona er nú ástandið í hinu sælu-. ríka Ráðstjórnar-Rússlandi. — Þrœldómur eða sultur. 2 miljónir manna dánir. 10 miljónir bjargarlausir. Svo ógurleg vatnsflóð hafa geng- ið undanfarna daga austur í Kina, að önnur eins munu aldrei hafa áður komið, hvorki þar nje annar- staðar. Hafa vatnsflóð þessi lagt undir sig heila landshluta með mörgum borgum, og er tjónið gjör- samlega óútreiknanlegt. Afskapleg hræðsla og örvænting hefir gripið fólkið, sem ekki er að furða sig á, og hefir það reynt að forða sjer, bjargarlaust og allslaust, til hærri landshluta, til þess að forðast bráð- an bana. Pó er fullyrt, að svo af- skaplegur fjöldi muni hafa farist beinlínis í sjálfum flóðunum, að ekki muni þeir vera undir tveim miljón- um. I einum landshluta er þess sjerstaklega getið, að fimm miljónir manna sjeu þar húsnæðis- og bjarg- arlausir, og að um 1000 manns muni deyja þar daglega úr hungri eða öðrum hörmungum. Giskað er á að ekki minna en 10 miljónir muni vera algjörlega bjargarlausir. Ríkisstjórnin hefir að sjálfsögðu hafist handa og gert ýmsar ráðstaf- anir til bjargar hinum bágstöddu. Og Rauðakrossfje'iögin og önnur hjálparfjelög víða um heim hafa tekið til óspiltra málanna um sam- skot og ýmsa aðra hjálp. En það má nærri geta, að þegar svona af- skaplegur mannfjöldi verður bjarg- arlaus svo að segja á svipstundu, þá verður ekki úr því bætt nema með nokkrum aðdraganda, hversu sem að er farið. Pað má þess- vegna gera ráð fyrir því, að enn muni menn deyja þarna, jafnvel í miljónatali áður en fullnægjandi hjálp kemur. Bry^juljósaperur ÁSGEIR BJARNASON. Síðasta tækifærið til þess að kaupa ódýrt er á mánudag o£ þriðju- dag og ef nokkuð verður eftir á miðvikudag. Alt á að seljaSt. ULLARVÖRUHÚSIÐ.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.