Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.09.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 12.09.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR VERKIN TALA. Dýrasta bókarútgáfa á Islandi síðan ritöld hófst. (Þessi grein er skrifuð meðan siðasta þing sat að störfum. Og þótt hún hafi áður verið birt á prenti, þá er hjer um svo alvarlegt mál að rœða, að rjett þykir að birta greinina hje^- í blaðinu.) R J Ú P U R eru líka friðaðar í haust frá 15. okt. til áramóta. Skrifstofu Siglufjarðar 10 sept. 1931 Bæjarfógetinn. Alþingi það, sem nú situr er ó- sammála um margt. Um eitt er þó engin ágreiningur: Að á þessari öld hafi Alþingi varla haft jafn marg- háttuð og erfið vandræði að leysa, sem nú. Pað eru gefnar út bækur til að sýna það að forystuvagn þjóðarinn- ar hafi farið nýjar leiðir. Og það er satt að hann hefir ekki undan- farin ár farið alfaraleiðir, en hann hefir enga leið fundið. Hann hefir ekið um fen og ótrauði, og tekið ýtur stórar. Fyrir hann hafa hlaðist örðugleikar, svo hann liggur fastur og á kafi. Leiðsögumenn þjóðarinn- ar standa yfir forystuvagninum. Sumir reyna að hefja hann yfir hrönn vandræðanna, aðrir skima eftir hinni rjettu leið, en kemur ekki saman um, í hverri átt hún sje, Pað yrði seint að telja öll þau vandræði, sem þingið hefir að leysa. Pað er að leita að tekjum, tekjum til vaxtagreiðslu af skuldum rikissjóðs. Pað kvað þurfa nokkuð mikið á aðra miljón króna í þessa vexti, en fyrir þrem árum nægði til þess rúmlega 4 miljón króna. Pingið er að leita að tekjum til af- borgana af þessum ríkissjóðsskuld- um, sem s.l. þrjú ár hafa meira en tvöfaldast. Pað er að leita að hús- næði fyrir fóikið. Pað er að leita að lánstrausti erlendis, til þess að hægt sje að byggja yfir þélta fólk, því margt af því hefir ekki þak yfir höfuðið. En þarf þinginu að verða nokk- ur leit úr þessum tekjum? Er nokk- ur annar vandinn, en að segja þjóð- inni að fylla ríkisfjárhirsluna, þjóð- inni sem forsætisráðherrann sagði í vetur að aldrei hefði verið svo brynjuð til að mæta örðugleikum sem nú? En það eru einmitt höfuðvand- ræðin að þjóðin er ekki brynjuð. Rúsundir manna eru atvinnulausar og vita ekki, hvað þær skulu hafa til matar og klæða. Svo langt eru margir frá því að geta komið ríkis- sjóði til hjálpar í þrengingum hans, að eina lífsvon þeirra er hjálp frá ríkinu. Hvað veldur því að ríkið og þjóðin er svona illa á vegi stödd? Hafa gengið ný móðuharðindi yfir landið? Ekki er svo í eiginlegum skiln- ingi. Síður en svo sje. Arin, sem leitt hafa land og lýð í þessar ó- göngur, eru frá náttúrunnar hendi þau mestu uppgangsár, sem yfir land þetta hafa komið á þessari öld. Einmuna uppgripaár í sveit og við sjá. Hvað veldur þá. Hefir nokkuð óvenjulegt skeð? Já, það hefir skeð ýmislegt óvenjulegt. Eitt til dæmis er það, að s.l. ár hafði Alþingi fengið stjórninni fjárlög, þar sem henni var boðið að greiða úr rík- issjóði 11,9 milj. króna. En ríkis- stjórnin eyddi ekki 11,9 milj. kr. heldur 24 eða 25 miljónum. Menn finna ekki allan mismun- inn enn þá. Menn eru hræddir um að einhverju af þessu hafi blátt á- fram verið hnuplað. — En það vita menn, að hjer er uppspretta vand- ræðanna, fjárhags- og atvinnuvand- ræðanna. Alþingi hefir í fyrsta sinni í þingsögunni neitað að sam- þykkja landsreikninginn. Rað er sagt að hann sje rangur, falsaður og að sumt, sem þar er talið til gjalda ríkisins, hafi ekki farið í þess þarfir, heldur runnið í sjóð einstakra manna eða stofnana. í fyrsta sinni í þingsögu íslands hefir þjófnaðarsökum verið lýst á hendur ríkisstjórninni á Alþingi sjálfu. Já, slík vandræði, sem nú eru verða ekki án aðdraganda. Pað hef- ir skeð margt óvenjulegt áður en skapaðist það ástand, sem Alþingi nú situr yfir að leysa. Pað hefir ver- ið varið margföldu fje, við það, sem Alþingi heimilaði, til þess að halda uppi lögum og rjetti í land- inu. En lagabrot og rjettarhneyksli hafa á sama tíma algerlega mótað aldarháttinn. Pað hefir skapast tvenns konar rjettur í landinu: rjett- ur stjórnarandstæðinga og rjettur stjórnarsinna. Hinir fyrtöldu hafa verið eltir og ofsóttir, og rændirfje og mannorði. Hinir síðartöldu hafa vaðið yfir landamæri laga og vel- Rafljósaperur fást hjá Guðbirni, sæmis með vegabrjef stjórnarinnar í höndum og fordæmi hennar að áttavita, því sjálf hefir hún verið dæmd fyrir flestar tegundir afbrota sem einkamál verða reist á. En hið opinbera ákæruvald hefir hún sjálf og gefur sjálfri sjer aflausn eða að minsta kosti frest. í inngangi þessum er ekki unt að rekja allar orsakir þeirra vand- ræða, sem yfirstandandi Alþingi virðist ætla að heykjast á að leysa. Verður að láta staðar numið við þá staðreynd, að einmuna góðæri hefir verið í landi, fjáröflun án dæma hjá almenningi og riki. En þetta hefir ekki megnað að tryggja þjóðinni daglegt brauð, nje að bæta hag ríkissjóðs, heldur hafa á þess- um árum skapast þau ægilegustu vandræði, sem þjóðin hefir á þess- ari öld horfst í augu við. Minningarrit þessara ára hlýtur að vera saga slysa og misgerða, endurtekin frásögn Völuspár frá aðdraganda ragnaraka. Petta minningarrit er nú að sönnu út komið, og kallar útgefandinn það: Skýrslur um nokkrar framkvœmdir rikisins lg2.7—1930. Almenningur hefir aftur fyrir löngu valið því nafnið: Verkin tala, eftir grófustu skrum- og lyga-blaðskriftum spilt- asta stjórnmálaflokks, sem verið hefir í þessu landi. En eins og forsaga ragnaraka mundi vera talsvert á aðra leið en segir í Völuspá, ef Loki Laufeyjar- son hefði sagt hana eða sett í let- ur, og mundi þá ekki hafa sýnt eðlilegar orsakir hins mikla heims- hruns, sem ragnarök lýsa, eins er það með sögu áranna 1927 —1930, að í „skýrslunum“, Verkin tala, er hún ekki sögð þannig, að hún verði eðlileg forsaga þeirrar ógæfu, sem íslenska þjóðin og íslenska ríkið hafa ratað í. Var og eigi þess að vænta, er frá segir Loki þeirrar aldar, er vjer lifum á. Meira.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.