Siglfirðingur


Siglfirðingur - 19.09.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 19.09.1931, Blaðsíða 1
«*¦ IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 19. sept. 1931 43. tbl. Einkasalan. Hún tapaði 11 þús. krónum á „Rauða torgi" í fyrra. Pó allir viti, að til eru fleiri einka- sölur en Síldareinkasala íslands, svo sem einkasala á lyfjum, áfengi og á- burði, þá er það nú samt svo, að sje „einkasalan" nefnd á nafn í ræðu eða riti, þá er öllum ljóst að átf er við Síldareinkasöiu íslands. Af hverju kemur þetta? Sennilega af því, að af öllum þeim einkasölum, sem við búum undir, er þessi lang verst og tekur mest til almennings; vegna þess að hún ér eina einkasalan sem takmarkar og heftir atvinnu og framleiðslu og út- flutning landsmanna á einni aðal- framleiðsluvöru þessa lands. Pað þarf þessvegna engan að undra, þó Síldareinkasölunnar sjáist oftar getið opinberlega heldur en t. d. einkasölu á lyfjum eða áburði, og geta þær þó sannarlega gert bölvun fyrir því. Pað er blátt áfram eðli- legt í lýðfrjálsu landi, að háværar raddir heyrist um það, bæði seint og snemma, hve háskaleg einkasa'l- an er og hefir verið, einkum og sjerstaklega þegar hver sönnunin rekur aðra uni það, að vegna klaufa- skapar (vægt orð) stjórnendanna geri hún ennþá meiri bölvun, heldur en orðið hefði undir góðri stjórn. Fyrir tæpum tveim mánuðum fiutti Siglfirðingur ágrip af ársreikn- ingi Sildareinkasölunnar, frá 15. apríl 1930 til 15, apríl 1931. : Vakti sú grein mjög mikla athygli; var með- al annars prentuð upp bæði í „Vest- urlandi" og „Viðir". Fanst mönnum yfirleitt mikið til um þá staðreynd, sem þar kom í ljós, að sjö tíundu hlutar síldarverðsins fóru í eintóm- an kostnað. I sömu grein er vikið að því, að söltunarlaunin væru óeðlilega mikil, og þess til getið, að þar kynni að vera falinn halli sá á „Rauða torgi", 22. og 23. september seljum við ýmsar vörur með 25—40 þrc. afslætti, aðeins gegn greiðslu um leið. Verslun Guðbj. Björnssonar. sem kunnugir fullyrtu að orðið hefði. Var beinlínis skorað á útfluínings- nefndina að birta reikning „torgs- ins", svo sjeð yrði hvört þessi til- gáta væri rjett eða ekkí — og til þess að gera síldareigendum grein fyrir meðferð nefndarinnar á fjár- munum þeirra. En útflutningsnefndin daufheyrð- ist við þessari áskorun, eins og hún jafnan hefir daufheyrst við öllurri þeim áskorunum og fyrirspurnum, sem til hennar hefir verið stefnt í þessu blaði. — Sennilega telur hún sig upp yfir það hafna, að svara fyrir gerðir sínar öðruvísi en rreð illa aðgreindum ársreikningi, sem svo aðeins er birtur þar sem vissa er fyrir að ekki sjá hann nema ör- fáir menn, og þá helst þeir, sem ekki eiga síldina. Líður svo fram til 1. sept. En þann dag kemur út blað for- manns útflutningsnefndar „Alþýðu- maðurinn", og skýrir frá því í há!f- gerðri skammagrein um Einar Ol- geirsson, að ELLEFU PÚSUND KRÓNA TAP hafi orðið á "Rauða torgi" í fyrra. Pað mun nú þykja merkilegt, og jafnvel ótrúlegt, að Erlingur Frið- jónsson, formaður útflutningsnefndar- innar, skuli verða til a3 koma þessu upp. Pví enda þótt E. O. eigi mest- an heiðurinn af rekstri „torgsins", þá sleppur sjálfur formaðurinn adlrei með húðina heila frá því fargani. — En hversvegna er hann að skýra frá þessu nú, úr því hann hefur þagað yfir því hingað til? Ekki er hann að svara Siglfirð- ing. — Nei, óuei. Ástæðan er alt önnur. — — — Pegar einkasalan rjeðist í það í fyrra, að taka söltunarstöð á leigu og reka síldarsöltun fyrir eigin reikn- ing, þá voru Erlingur og Einar „elskulegir bræður", og mötuðu hvern annan eins og „góðu börnin" gera, eftir því sem sjeð varð svona á yfirborðinu. Báðir þóttust þeir með þessari tilraun ætla að sýna það og sanna, að hægt væri að hafa síldarsöltunina ódýrari en hún er hjá prívatsaltendum. Og svo lenti það í Einars hlut að hafa umsjón með „torginu", en Erlingur sat á Akureyri og hlakkaði til að fá tæki- færi að ^orta yfir hagnaðinum, við undirbúning næstu kosninga. En um rekstur „Rauða torgs" er það að segja, að við Siglfirðingar, sem fæddir erum og uppaldir við síldarsöltun, við sáum það fljótlega á öllum vinnubrögðum „torgsins", að ekki 'mundi þar mikils hagnaðar að vænta. Og þeir sem best fylgd- ust þar með, fullyrtu að tap hlyti að verða á rekstrinum. En enginn vissi neitt ákveðið, öllu var haldið leyndu. Svo springur „bomban". — Ein- ar og Erlingur verða ósáttir, hlaupa í sína herdeildina hver, taka forustu hver í sínu liði og sækja hver að öðrum af kappi miklu. Kemur þá ýmislegt í dagsins Ijós, sem hulið átti að vera — -eins og gengur þeg- ar vinskapinn þrýtur. Meðal margs annars sem E. O. ljet blað sitt „Verkamanninn" bera á Erling, var það, að hann væri svo mikill „verklýðssvikari" og „verk- lýðsböðull", og svo mikill „skósveinn auðvaldsins", að hann — sem for- maður einkasölunnar — hefði sölt- unarlaunin svo há, að saltendurnir

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.