Siglfirðingur


Siglfirðingur - 19.09.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 19.09.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR VERKIN TALA. Dýrasta bókarútgáfa á íslandi síðan ritöld hófst. (Þessi greln er skrifuð meðan síðasta þing sat að störfum. Og þótt hún hafi áður verið birt á prenti, þá er hjer um svo alvarlegt mál að ræða, að, rjett þykir að birta greinina hjer í blaðinu.) (auðvaldið) græddi 2 kr. áhverritn. Petta þótti Erlingi hörð ásökun og hugði til hefnda. Varð þá fyrir hon- um útkoman á „Rauða torgi" í fy.rra, sem nú var auðvelt (með nokkrum rjetti) að lcenna Einari um. Og þá birtir hann meðal annars þessa klausu: „Pessi tilraun Einars til þess að gera síldarverkun ódýrr.ri en hún er hjá saltendum tókst þó ekki betur en svo, að eftir því sem endurskoð- endttr Einkasölureikninganna segja frá í athugasemdum sínum með reikningunum, varð um 11 fnísund króna ha/li á rekstri stöðvarinnar hjá Einari". Par kom það! — Samkvœmt at- hugasemdum endurskoSenda er ellefu þús. króna tap á því að salta ca. 10 þús. tn. En hversvegna voru þessar at- hugasemdir ekki látnar fylgja reikn- ingnum í Lögbirtingablaðinu? Svo bætir Erlingur því við þessa frásögn sina, að ef útreikningur Ein- ars um hagnað saltendanna sje rjett- ur, þá hefði „Rauða torgið" átt að hafa tuttugu í>ús. krónur i hreinan hagnað. En þess í stað hafi orðið 11 þús. kr. tap, eða rúmlega þrjátiu fnís. kr. verri útkoma heldur en hjá öðrum söltunarstöðvum. Petta sið- asta segir Erl. sermilega að grmni sínu, því auðvitað trúir enginn mað- ur frásögn Einars um söltunarhagn- aðinn. En með þessari yfirlýsingu er þá fengin sönnun fyrir því, að sam- kvæmt endurskoðuðum reikningi „Rauða torgsins", hefir orðið ellefu þús. kr. tap á síldarsöltuninni þar. Og það er ennfr. fengin. sönnun fyrir því, sem Siglf. gat sjer til í sumar, að þessi halii er í ársreikn- ingi einkasölunnar, falinn undir venjulegum verkunarlaunum, til þess að eigendur síldarinnar fengju ekki vitneskju um árangur þessarar „vísindalegu rannsóknar" á söltun- arkostnaðinum. En það má vera napurt fyrir aumingja Erling — sjálfan formann- inn — að verða til þess nú, eftir árs þögn, að koma því upp um sjálfan sig og aðra ráðsmenn einka- sölunnar, að þeir hafi kastað á glæ ellefu fúsund krónum, af fje fátækra sjómanna, með þeim einum árangri, ef ekki í þeim tilgangi, að ala menn upp í því að heimta hátt kaup fyrir lítið og illa unnið starf. Ritið er 236 blaðsíður í sama broti og stjórnarríðindin. Pað er prentað á þykkan myndprentunar- pappir og alt skreytt myndum. — Útgefandinn er Atvinnumálaráðu- neytið. Ekki veit útgefandinn hvað útgáfan hefir kostað, en menn með sjerþekkingu hafa reiknað út að út- gáfukostnaðurinn með útsendingu muni vera um krónur 50000,00 Ritið er í 20 aðalköflum. Nokk- uð af innihaldi þess hefír áður kom- ið fyrir sjónir almennings. — Pann- ig er talsvert af textanum úr blaða- greinum, er áður hafa birtst í Tím- anum. Og sumar myndirnar, og það lítið sem í ritinu er af hlut- lausum skýrslum er tekið úr öðr- um ritum. En allmikið er þó ný- græðingur. Er skemst frá að segja að þetta er eitthvað óvandaðasta flokksrit, sem gefið hefir verið út hjer á landi: að öðrum þræði níð um Sjálfstæðisflokkinn og nafn- greinda Sjálfstæðismenn, að hinum þræðinum skrum af verkum Aftur- haldsins, ekki síst af þeim verkum sem það hefir aldrei unnið. Af mörgu fáránlegu í þessari bók, hlýtur lesandinn að undrast mest 1 blaðsíðuna. Framan á bókinni stendur þetta sakleysislega nafn, sem lofar fullu hlutleysi og fullri ráðvendni: „Skýrslur um nokkrar framkvœmdir rikisins 1927—1930." Nú skyldi maður ætla að höf- undurinn sæti á strák sínum með- an hann skrifaði 1. blaðsíðu bók- arinnar, svo hún kæmi ekki beint í bág við nafnið. En hann er nú ekki alveg á þeim buxunum höf- undurinn sá. Strax á þessari 1. síðu er vaðið út í flokkadeilurnar, frá- sagnir falsaðar, og þeinar lygar flutt- ar um þau mál, sem þar er skýrt frá. En við athugun skilur maður það, að sá, sem tekst á hendur það verk að skrifa róg og vísvitandi ósann- indi um menn og málefni fyrir stolið fje, muni ekki vera neinn hálfvelgjuritbófi, nje því vanur að hefta eðli sitt. í þessum 1. kafla, sem er um vegi, er svo frá skýrt, að þá, þegar kailinn er ritaður (í árslok 1930 eða ársbyrjun 1931) sje lagningu bif- reiðavegar milli Borgarness ogHúsa- víkur jafnlangt lcomið og Sjálfstæð- isflokkurinn hafi ætlast til að yrði árið 1940. Er um þetta vitnað í ummæli Jóns Porlákssonar á l'undi á Steinsstöðum árið 1926. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að á þessum fundi lýsti J. P. því á- formi, að það yrði að leggja full- kominn bifreiðaveg frá Borgarnesi að Bólstaðarhlíð í siðasta lagi í árs- lok 1932. Nú er það á daginn komið, að áætlun Jóns Porl. verður ekki full- nægt, því enn eru svo langir kaflar ólagðir á þessari leið, að það verð- ur alls ekki komið í verk næsta ár, eins og nú horfir með verklegar framkvæmdir í landinu. — Um siðari áfangann er ekki hægt að segja neitt með vissu, því þar eru bifreiðavegir enn slitróttir. Var og engu um þá spáð. Pað, sem bókarhöf. notar hjertil blekkingar er það, að hann bland- ar saman bifreiðavegum, og þeim vegleysum, sem menn brjótast með bifreiðar. Menn fara nú með ljetta bifvagna víða þar sem engir bif- reiðavegir eru, jafnvel alveg veg- leysur, og tengja þannig saman hina eiginlegu bifreiðavegakafla. Er þessi samgöngubót mest að þakka áræðn- um bifreiðaeigendum, sem komið hafa almenningi í skiining um það að hægt er að komast með bif- vagna víðar enn um reglulega ak- vegi. — En hvort tveggja er, að Afturhaldið á í þessu engan þátt, og þetta eru ekki neinar fullnaðar- vegalagningar. — Sjálfstæðismönnurn hefir lengi komið illa saman við Afturhaldið í samgöngumálum. Pað sem fyrst og helst bar á milli var það, að Sjálf- stæðismenn vildu að ríkið legði höf- uð áherslu á samgöngur á landi, þvi að þær voru orðnar langt á eftir samgöngum á sjó. Gegn þessu risu þeir Timamenn, líkt eins og síðar gegn rafvirkjunarmálinu. A fyrstu fjárlögum, sem stjórn þessa flokks lagði fyrir Alþingi (1928) var nær ekkert ætlað til nýrra vega nje brúa. Varð af þessu hin harðasta

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.