Siglfirðingur


Siglfirðingur - 26.09.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 26.09.1931, Blaðsíða 1
VI. árg. Siglufirði, Laugardaginn 26. sept. 1931 44. tbl'. Atvinnubæturnar. Omakleg og ósönn ummæli „Verkamannsins". Alt frá því að verklýðsfjelögin í lanuinu klofnuðu í fyrra, hafa • Kommúnistar unnið dyggilega að því að sá sundrung og tortryggni meða! íslenskrar alþýðu. Eru þá ó- spart notuð slagorð og æsandi frá- sagnir til þess að reyna að vekja hjá sem allra flestum óánægiu með lifskjör sín. Jafnvel er ekki hikað yið að flytja blákalda lýgi í þessu skyni. Ein af þessum 'rakalausu ósann- indum er í „Verkamanninum" 12. þ. m. Er þar grein með yfirskrift- inni: „Fra' Siglufirði. BorgaraHokk- arnir Iiiald og Framsókn í bœjar- stjórti Siglufjarðar, neita verkamönn- um um atvitinubœtur." Grein þessi er löng og full af öfgum, illgirni og ósannindum að þvi leyti sem hún ekki er persónu- legar svívirðingar um einn bæjar- fulltrúann (P. E.). Vegna þess að hjer er um alvöru mál að ræða á alvarlegum timum, verður ekki hjá því komist að fara nokkrum orðum um aðgerðir- bæj- arstjórnar í þessu máli, og benda á helstu fjarstæður þessarar „Verka- manns" greinar. Bæjarstjórn Siglufjarðar hefir rætt hið svokaliaða atvinnubótamál á 2 fundum. Á fyriji fundinum kom fram tillaga frá O. J., S. F. og H. E. um atvinnubætur fyrir 120 þús. krónur. Samkvæmt lögum þeim frá síðasta þingi, sem gera ráð' fyrir ríkisstyrk til atvinnubóta, þarf að koma tvöfalt framlag frá viðkomandi hjeraði, á móti styrk ríkissjóðs. I þessari tillögu fólst þvi ósk um 40 þús. kr. beinan ríkisstyrk og 80 þús. kr. lán eða lánsábyrgð. Nú er svo fyrirmælt í áðurnefnd- um lögum, að til þess að koma til greina við úthlutun styrksrns, þurfi viðkomandi bæjarfjelög: l. að sanna að atvinnubótanna sje þ@rf, 2. að Ú T S A L A . Allar vörur verslunarinnar verða seldar með 15—30 prc. afslætti aðeins nœstu viku. Notið þetta ágæta tækifæri. VersL BERLÍN. skýra greinilega frá til hvers eigi að verja fjenu og 3. láta fylgja kostn- aðaráætlun verksins. Ekkert af þessu var fyrir hendi á þessum bæjar- stjórnarfundi. Pegar svo þess er ennfremur gætt, að allur sá styrkur, sem ríkisstjórnin hefir til umráða, eru einar 300 þús. kr., þá var augljóst hverjum þeim, er sanngjarn vildi vera, að ekki gat komið til mála að Siglufjörður fengi 40 þús. í sinn hlut. Pví enda þótt "við höfum reynt ríkisstjórn Fram- sóknar að margháttaðri ósanngirni, var þó valt að treysta því að rang- lætí hennar næði svo langt, að hún ljeti Siglfirðinga fá svona míkið. Pegar af þessum ástæðum má það vera hverjum manni ljóst, að bæjarstjórnin gat ekki samþykt þess- ar tillögur þá þegar á fundinum, þar sem fyrst og fremst allan und- irbúning vantaöi og hinsvegar eng- in von til svo n.ikils styrks. Enda kom það strax í ijós,' þegar talað var við formann atvinnunefndar landsins, að í hlut Siglufjarðar gæti aldrei komið meira en 10—15 þús. kr. Pað hefði því verið fjarstæða ein og auk þess alfgerð blekking gagn- vart verkamönnum, að samþykkja svo og svo miklar vinnubætur, vit- andi þó að ekki var hægt aðkoma þeim á. Enda var samþykt með öllum atkv. annara en Kommúnista, að vísa málinu til atvinnubótanefnd- ar bæjarias og að halda um það annan bæjarstjórnarfund eftir nokkra daga. .Petta er það sem „Verkamaður- inn" kallar að „neita verkamönnum um vinnu" og sjá allir hve mikil Ljoma-ömjorliki Ábyrgð er tekin á, að í þessu smjörlíki erú fleiri tegundir af fjörefni (vitamin) heldur en í venjulegu smjöri. Notið Ljóma-smjörlíki! Umboðsm. Páll S". Dalmar. ósannindi það eru. Atvinnubótanefnd bæjarins notaði svo þennan frest til þess fyrst og fremst að rannsaka hverni fram- kvæmda væri mest þörf fyrir bæ- inn, og svo til að leyta upplýsinga hjá atvinnunefnd ríkisins. Og þegar full vissa var fengin fyrir því, að ekki væri hærri styrks þaðan að vænta en 10 til 15 þús. kr. hæðst, þá var um leið kveðinn upp dauða- dómur yfir tillögum Kommúnista. Á síðari bæjarstjórnarfundinum, sem haldinn var um þetta mál, komu fram tillögur atvinnubótanefndar um að taka lán, tvöfalt á við þann styrk, sem frekast var væntanlegur, og verður hjer ekki gerð nánari grein fyrir því, hvernig bæjarstjórnin sam- þykti að verja fjenu, enda var nokk- ur ágreiningur þar um. En að öðru leyti var enginn ágreiningur um það, innan bæjarstjórnar, að bærinn tæki lán til atvinnubóta, tvöfalt á móti þeim styrk, sem fást kynni. Sannleikurinn í þessu atvinnubóta- máli er sá, að allir (fjórir) flokkar í bæjarstjórn hafa samþykt að stofna hjer til atvinnubóta, og verja til þess svo miklu fje, sem frekast má gera ráð fyrir að styrkur fáist á móti.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.