Siglfirðingur


Siglfirðingur - 26.09.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 26.09.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Og svo framarlega að lán fáist, verð- ur þessi vinna framkvæmd eftir því sem tíð og aðrar ástæður leyfa. Er nú unnið að slíkri lánsútvegun eins og hægt er; má í því efni benda á að 2 úr fjárhagsnefnd eru staddir í Rvík, meðal annars í þeim erinda- gerðum. Rað er því ekki hægt að segja það með sanni, að bæjarstjórnin láti sjer atvinnu verkamanna engu skifta. A þessu atvinnubótamáli eru þrjár alvarlegar hliðar, sem ekki verður gengið framhjá að athuga. Er þá fyrst atvinnuskortur sá, sem fyrirsjáanlegur *r bæði hjer og víða annarstaðar, og afleiðingar þærsem öllum er ljóst að af honum geta leitt. Onnur hlið þessa máls er sú, að engar atvinnubætur verða fram- kvæmdar og engin bót fengin á at- vinnu^kortinum, nema til þess fáist lán. Nú vita allir, að hinir erfiðu tímar hafa ekki síður komið niður á peningastofnunum landsins en öðrum, og að erfiðara er nú um lántökur en verið hefir marga und- anfarna áratugi. Af þessu er það þá einnig ljóst, að það er engin bót á atvinnuskortinum, þó Kommún- ist'ar flytji tillögu um að gera þetta og gera hitt, og taka til þess lán í hundruðum þúsunda tali, ef svo ekkert lánið fæst. En eins og um- ræður fjellu á fyrri bæjarstjórnar- fundinum, þá var ekki að heyra á þeim annað en öllu væri borgið, ef nógu háar upp'hæðir væru samþykt- ar. Retta sýnir best hversu barna- lega fánýtar tillögur Kommúnista geta verið. Priðja hliðin er sú, sem snýr að gjaldendum næstu ára. Og hún er ekki minst alvarleg. Fað verður ekki fram hjá því gengið, að takmörk virðast vera fyrir því, hvað forráða- mönnum eins bæjaríjelags er heim- ilt að leggja miklar skattabyrðar á eftirkomendur sína — jafnvel þó það sje gert í þeim tilgangi, að ljetta yfirstandandi skattgreiðendum fjár- hagslega afkomu. Allar lántökur auka útgjöld lántakandans um vexti og umsamda afborgun. Veltur þá á miklu að lánsfjenu sje varið til þeirra fyrirtækja, sem auka tekjur lántak- andans að sem mestu leyti fyrir út- gjaldaaukningunni. En á þetta vildi nokkuð bresta við ákvarðanir bæj- arstjórnarinnar á • síðari fundinum, að dómi þess er skrifar þessar linur. í*að er svo miklu auðveldara að eyða en afla, að gæta verður fylstu varúðar um að skattleggja ekki eft- komendur vora að óþörfu. En verði mörg árin tekin stórlán, og þeim varið til óarðbærra fyrirtækja, þá er hætt við að útsvörin verði ónota- lega há næstu áratugina. Retta allt, og margt fleira, er þess vert að athugað sje með gætni og hyggindum áður on hafist er handa, því víst er um það, að þótt atvinnu- skortur sje ægilegt böl, þá er þó hægt að kaupa bót hans of dýru verði. Og það er líka víst, að fyrir- hyggjulaust kjaftaglamur, eins og ræður Kommúnistanna á fyrri bæj- arstjórnarfundinum og áðurnefnd grein í „Verkamanninum", bæta ekki úr atvinnuskorti nokkurs manns. Lö^ frá síðasta þin^í. 15. Lög ui/i heimild fyrir Lands- bat/ka Islands til ftess að kaufia t/okk- urtt hluta af vixium og Idttuin útbúa Utvegsbanka Islands h. /, d Isafirði ug Akureyri. Lögin sjálf eru ekki annað en það, sem í fyrirsögninni felst, nema hvað upphæðin er takmörkuð við 2£ miljón kr. mest. En ástæðan til þess, að þessi lög eru sett, er sú, að Otvegsbankinn hefir ekki getað staðið við skyldur sínar um inndrátt seðla, af því hversu erfið- lega gengur fyrir viðskiftamönnum bankans að borga honum. Og til þess að bæta úr þessu hefir sú á- kvörðun verið tekin af bankaráði Útvegsbankans, að leggja niður út- búin á Akureyri og Isafirði, selja Landsbankanum víxlana og lánin og verja andvirðinu til lögákveðins inndráttar seðlanna. En Landsbank- inn hafði ekkt heimild til slíkra kaupa nema sett yrðu um þaðsjer- stök lög. Lögin öðiast gildi þegar i stað, og má því gera ráð fyrir að tjeð útbú hætti störfum um næstu ára- mót. 16. Lög utn veiting rikisltorgara- rjettar. „Ríkisborgararjettur veitist þeim mönnum, sem hjer segir: 1. Johan Martin Pettersen Flest- næs, smið á Isafirði, fæddum i Noregi. 2. Paul Oskar Smith, pípulagn- ingarmeistara í Rvík, fæddurn í Noiegi, 3. Ernst Tresenius, garöyrkju- manni á Reykjum i Mosfellssveit, fæddum i Pýskalandi. 4. Alexander Bridde, bakara- meislara í Rvík, fædduin í Rúss- landi. 5. Sigmund Ovelius Lövdahl, bakara í Neskaupstað, fæddum í Noregi. ó. Karl Johan Svendsen, vjela- smið i Neskaupstað, fæddum í Nor- egi. 7. Engelhart Holst Svendsen, rafstöðvarstjóra í Neskaupstað.fædd- um i Noregi. 8. Gunnar Akselson, verzlunar- stjóra á ísafirði, fæddum í Noregi. 9. Harald Aspelund, bókara á Isafirði, fæddurn í Noregi. Ríkisborgararjettur þessara manna er þó því skilyrði bundinn, að þeir áður ár er liðið frá því, er lög þessi öðlast gildi, sanni fyrirdóms- málaráðherra, að þeir eigi ekki ríkisborgararjett þar, sem þeir eru fæddir. 17. Lög- um endurgreiðslu á að- flutningsgjaldi af efnivörutn til iðnaðar. Lög þessi heimila ráðherra að endurgreiða iðnaðarmanni eða iðjurekanda vörutoll og verðtoll, er greiddur hcíir verið í rikissjóð af efnivörum til iðnaðar, þegar úr þessum efnivörum er unnin iðnað- arvara, sem enginn slíkur tollur eða lægri tollur hvílir á, væri varan inn- flutt tilbúin. Ákvæði þetta nær þó ekki til þeirra vörutegunda, sem aðflutningsgjc:ld er greitt af, heldur aðeins verðtollur og vöruto/lur. 1S. Lög utn. breyting d /ögum nr. 22, 3. nóv. 1915, um fast- eignarnat. 1. gr. Fjármálaráðuneytið skipar yfirmatsnefnd til þess að endurskoða og samræma hið nýframkvæmda mat ailra fasteigna í landinu. I nefndinni eiga sælt 3 menn, og er einn þeirra formaður, er fjármála- ráðuneytið skipar. Nefndin getur krafist allra upplýsingu um matið frá matsnefndum, er hún telur nauðsynlegar, og skulu nefndar- menn láta þær i tje ókeypis. 2. gr. Eftir að yfirmatsnefnd landsins hefir endurskoðað fasteigna- matið, læfur ríkisstjórnin semja fast- eignamatsbók fyrir ali landið. Gild- ir hún frá 1. apríl eftir að matinu er lokið, í fyrsta sinn frá 1. apríl 1932 til þess tíma er nýtt frsteigna- mat kemur í gildi. Fasteignamats- bókin skal löggilt af fjármálaráðu- neytinu, prentuð og send ókeypis öllum þeim, er fá Stjórnartíðindin kauplaust. 19. Lög um breyting d lögum nr.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.