Siglfirðingur


Siglfirðingur - 03.10.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 03.10.1931, Blaðsíða 1
VI. árg. Siglufirði, Laugardaginn 3. okt. 1931 45. tbl. Framsókn og .Dagur'. Tálknaþytur Ingimars. í 41. tölubl. „Siglfirðings" er grein sem heitir „Dýpra og dýpra". Er þargerð að umtalsefni grein í „Degi" frá 27. ágúst, um viðtökur nýju stjórnarinnar og hrakin ýms ómak- leg ummæli þar um. Pessi grein „Siglfirðings" hefir reynst að bera nafn með rentu, því eins djúpt eins og „Dagur" þá virtist sokkinn niður i forað spill- ingar og ósanninda, þá hefir þó raunin orðið sú, að nú hefir blað- inu tekist að komast enn lengra í þessum uppáhalds "dygðum" Fram- sóknarfiokksins. Pað sem átt er við með þessu, er grein í 4ó. tbl. „Dags", sem á að vera einskonar svar til „Sigl- firðings", en er að mestu marklaus vaðall aðallega fyrir utan það efni sem í upphafí var um rætt. Til þess að hægt sje að átta sig á, að þetta sje svona í rauh og veru, verður að fara nokkuð fram í tím- ann og taka málið föstum tökum, útúrdúra og hleypidómalaust. Pegar nýja ríkisstjórnin vartilkynt í þinginu, rjett fyrir þinglok, sagð"i Jón Porláksson alþ.m. að Sjálfstæð- isflokfeurinn skoðaði stjórnina sem minnihlutastjórn, er stárfaði aðeins til bráðabirgða. Pessi ummæli voru svo umsnúin og afbökuð i „Degi" 27. ágdst, og það borið á Jón Por- láksson, að hann væri ekki betri í reikningi en svo, að 23 væri minni hlutinn af 42. (Par átti „Dagur" við þingmennina). — Petta leiðrjetti svo „Siglf." í 4] tbl. og sagði að það væri heimska og ill- girni úr „Degi" að halda því fram, að Jdn P. hefði, með ummælum sínum, átt við skipun þingsins, því auðvítað hefði hann átt við kosn- ingaúrslitin. Og frá því sjónarmiði sjeð, að Framsdkn fjekk ekki nema þriðja hvern kjdsanda landsins, væri rjett að kalla stjdrnina minni- hlutastjdrn. Þetta er svo augljdst að allir sjá það, jafnvel þdtt „Dagur" reyni að mjálma á mdti. I upphafi greinar „Dags" 27. ág er farið mörgum orðum um „sigur Framsdknar við siðustu kosningar og traust það, er Framsókn hefð fengið hjá þjöðinni við kosningarn ar. Um þetta sagði „Sigll'." að EF „Dagur„ vildi kalla kosningarnar atkvæðagreiðslu um traust eða van traust þjdðarinnar á Framsdknar stjdrninni, PA hefði þjöðin samþ vantraustið með tveim þriðju atkv Um þetta segir „Dagur" nú, og be „Siglf." fyrir: „Pessvegna hafði nú verandi stjdrn engan rjett til að setj ast að völdum". Og ennfremur: Petta er aðal uppistaðan í grein „Siglfirðings". — Pessi ummæl Dags eru algjörlega ósönti. „Siglf.1 hefir aldrei sagt að stjdrnin hafi ekki haft rjett til að setjast að völdum En hitt sagði „Siglf.", að eins og þingmeirihlutinn er tilkominn, ætti Framsdkn og froðusmiðir hennar að hafa vit á að tala sem sjaldnast um það mál. En að kosningarnar hafi verið traustsyfirlýsing þjóðar- innar til „Framsdknar", það eru helber ásannindi, hvað svo sem „Dagur" veður forina djúpt um það mál. I þessari sömu grein „Dags", 27. ágúst, er komist svo að orði um Einar Árnason, fyrv. fjárm.ráðh. „að hann hari setið sjálfum sjer og bændastjettinni til sdma í ráðherra- ddmi". — Pessu mdtmælti „Siglf." og benti meðal annars á það til sönnunar, að Einar, sem fjármrh., hefði ekki fylgst betur með en það, að sama daginn sem 12 miljdn kr. lánið var tekið í Englandi í fyrra, mdtmælti hann því opinber- lega að svo væri. Utaf þessu er „Dagur" hinn æfasti og segir að fyr hafi ráðherrar notið aðstoðar við lántökur, og vitnar til lánsins frá 1921. En hjer sem fyr er „Dag- ur" á kafi í dsannindum. „Siglf." nefndi ekki með einu orðiaðEinar hefði þurft aðstoð við lántökuna, því siður að honam væri láð þd SKÍÐAMENN! Kl. 8 árd. í fyrramáli (sunnud. 4. okt.) er skor- að á alla skíðafjelagsmeðlimi að mæta með reku á Nautaskálahdlum til að byggja þar upp loftköst fyrir veturiiin og laga skíðabrautirnar. (3UÐM. SKARPHJEÐINSSON. svo hefði verið. En það er áreiðan- lega einsdæmi að sjálfur fjmhr. neitar opinberlega því sem er að gerast í hans verkahring, og sýnir það best og sannar, hvestörfin fdru Iangt fyrir ofan garð og neðan hjá þessum „hægláta bdnda". Og það taldi „Siglf." sönnun fyrir dhæfni Einars sem ráðherra, en ekki hitt, að hann væri „hæglátur bdndi" eins og „Dagur" segir i þessum d- sannindavef sínum að „Siglf." hafi sagt. Annars er besta sdnnunin fyrir hæfileikum Einars sem ráð- herra, að hans eigin flokksmenn gátu ekki notað hann lengur. Síðari greinina byrjar „Dagur" svona: „íhaldsflokkurinn hefir að- alfylgi sitt i kaupstöðum landsins. í sveitunum fer fylgi hans síhnign- andi, sem sjá niá af síðustu kosn- ingum". Og svo'heldur blaðið á- fram að byggja skýjaborgir um fram- gang „Framsdknar" og hnignun I- haldsins. Um Siglufjörð segir blað- ið: í engum kaupstað landsins er íhaldið eins smáskítlegt og van- máttugt sem þar; hvergi er Ihaldið í öðrum eins vesaldómi og á Siglu- firði. — Um þetta er það eitt að . segja að þd svo hafí reynst nú síð- ustu árin, að Framsdkn hafi aukist fylgi hlutfallslega meir en Sj'álfstæð- ismdnnum, þá hefir lil þess verið notaðar svo dheiðarlegar aðferðir, að Sjálfstæðism. mundu heldur vilja falla með hreinan skjöld en vinna á þann hátt. Og sá tími er áreið- anlega ekki langt undan, að þjdðin metur drengskap og hreinskilni Sjálfstæðismanna meira en fláttskap og undirferli Framsdknar. Og þá mun sljákka gorgeirinn í þeim Fram- sdknardindlum, sem nú um tíma hafa kýlt vömb sína á því að hæl-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.