Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.11.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 07.11.1931, Blaðsíða 1
VI. árg. Sigluíirði, Laugardaginn 7. nóv. 1931 48. tbl. Bæjarstjórnin hjelt fund. 4. þ. m. Var hann bæði langur og strangur; stóð frá kl. Sf til 11 og gekk á með skruggum og skúraleiðingum. Fer hjer á eftir ágrip af því sem gerðist á fundinum. 1. Lesnar og samþ. nokkrar fundargerðir byggingarnefndar, þar sem veitt voru nokkur húsbygginga- og húsbreytingaleyfi. 2. Samþykt tillagi frá fasteigna- nefnd um að auglýsa jarðirnar Skeið og Tungu í Fljótum til leigu og sölu frá næstu fardögum. — Hjer kom það í fyrsta sinn í ljós opin- berlega, að Siglufjarðarkaupstaður væri eigandi að Tungu. Heyrst hafði áður að Bjöm Jónasson hefði keypt þessa jörð, og það mun vera rjett, og hefir bærinn þá senhilega notað hann sem millilið við kaupin. Ekkert var um þaö talað, hvers vegna bærinn hefði keypt þessa jörð, nje fyrir hvaða verð. Og vafalaust orkar það tvímælis, hvort rjett hafi verið að festa meira fje í jarðeignum, en þegar er komið, og það utan áætlunar, á sama tíma er svo erfiðlega gengur með gjald- heimtuna, að ekki er hægt að greiða verkalaun fyr en seint og síðar meir. Sama nefnd lagði til að Guðm. Skarphjeðinssyni yrði leigð 'um ó- ákveðinn tíma. geymsla í tunnu- verksmiðjunni gömlu við Vetrarbraut fyrir 50 kr. á mánuði. Var það sámþ. Hús þetta hefir bæjarstjórn- in keypt.eigi alls fyrir löhgu. 3. Pá varð nbkkur deila um rjett varafulltrúanna til að taka sæti á bæjarstjórnarfundum. Vantar um þetta reglugerð frá stjórnarráð- inu. Var samþykt að varamaður skyldi ætíð víkja saéti fyrir aðal- manni og þeim varamanni, er ofar hefði verið á kjörlista. 4. Lesnarogsamþ. margar fundar- gerðir fjárhagsnefndar um undir- skriftir ávísana. Með því að jeg get ekki þakkað hverjum einstökum afþeim mörgu mönnum, er auðsýndu mjer virðingu og gleði á þessari minningarferð minni, f>á leyfi jeg mjer að biðja blaðið fyriú mínar alúðarfyllstu þakkir til þeirra allra. L. Deth. Lydersen. Itwilegasta hjartans fiakklœti og kæra kveðju sendi eg öllum þeim mörgu vinum minum fjáer og nær, scm auðsýndu mjer virðingu og vinsemd d sjö- tiu og fimm d>a afmælisdegi minum. ' Sigriður Pdlsdóttir. 5. Lagðir fram til samþyktar og endanlegrar afgreiðslu reikningar bæjarsjóðs, hafnarsjóðs, rafveitu og vatnsveitu fyrir 1930, efnahagsreikn- ingur bæjarins sama ár og kola- sölureikningur fyrir árin 1929 og 1930. Voru allir þessir reikningar samþ. I sambandi \ið reikning hafnar- sjóðs var samþykt tillaga frá Jóni Gíslasyni, um að færa bryggjuleigu Ingvars Guðjónssonar fyrir 1930, á reikning ársins 1931. En leigu þessa hafði fjárhagsnefndfrestað að tilfæra unz fullvíst yrði um greiðslu hennar. I sambandi við reikninga kola- sölunnar urðu enn langar umræður um tap það, er kolasalan varð fyrir á skipunum . „Alden og „Hljer" 1929. En um þetta hefir áður nokk- uð verið rætt í bæjarstjórn, Var því enn sem fyr haldið fast fram af hálfu kolanefndar, að tap þetta, sem er yfir 50U0 kr., væri til orð- •ið fyrir brigðmælgi Matthíasar Hallgrímssonar, er hefði lofað ábyrgð Kveldúlfs fyrir kolunum, áður en þau voru afhent, en svo gengið frá því loforði. Bærinn yrði því að, líða þetta tap eingöngu vegna svika hans. Ekki virtust allir bæjarfull- trdarnir trúa þessari frásögn, en þe*r gátu ekki afsannað hana og var ?.ð lokum samþykt tillaga um að gera enga kröfu á hendur afhendingar- manni (V. Hjartarsyni) fyrir þessu tapi. 6. Jóh. Jóhannesson, rafvirki, .Sparið peninga' Reynið hið nýja RÚSÍNUBRAUÐ sem ekki þarf að smyrja, og þjer munið kaupa það daglega. Kostar jafnt og franskbrauð. Fæst í Mjólkurbúðinni og Fjelags- bakaríir.u. Lióína-Smjörliki Notið Ljóma! Gæðin eru við- urkend. Bragðið er það sama og af íslensku smjöri. Ljóma er hægt-að fá í öll- um matvöruverslunum. Umboðsm. Páll S. Dalmar. löggiltur sem rafvirki í bænum, samkv. beiðni hans. 7. Samþykt að selja Sophusi Árna- syni, samkv. beiðni hans, gamla í- búðarhúsið í Saurbæ, til niðurrifs og burtflutnings, fyrir 150 kr. 8. Tilboð frá Flóvent Jóhanns- syni um sölu á lOOOgangstjettarhell- um á næsta vori gegn ýmsum nánari skilyrðum. Frestað var að taka á- kvörðun um tilboðið unz fjárhags- áætlun næsta árs lægi fyrir. 9. Atvinnubætur, Svohljóðandi tiilaga hafði verið samþykt á fundi atvinnuleysingja 29. f. m. og send bæjarstjórn.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.