Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.11.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 07.11.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR „Út af hinu mikla atvinnuleysi, sem ríkir nú hjer í bæ, og sjer- staklega þar sem fjöldi sjómanna og verkamanna hafa haft ríra at- vinnu í sumar, skorar fundurinn á bæjarstjórn Siglufjarðar, að láta koma til framkvæmda nú þegar þær atvinnubætur, sem hún þegar hefir samþykt að gjörðar yrðu. En til viðbótar við það skorar fundur- inn ennfremur á bæjarstjórnina, að hefja strax undirbúning að starf- rækslu tunnuverksmiðju í vetur. Hamli veður eða aðrar óumflýj- anlegar orsakir, að verkamenn geti orðið vinnunnar aðnjótandi, krefst fundurinn þess að því fje er verja á til atvinnubótanna, sje úthlutað sem atvinnuleysisstyrk, og sje lág- markið 5 krónur á dag handa hverj- um fjölskyldumanni og 1 króna fyrir hvert barn í ómegð. Geti bæjarstjórnin ekki útvegað fje hjá lánstofnunum landsins eða ríkissjóði til atvinnubótanna, leggur fundurinn til að auka niðurjöfnun verði látin fram fara á alla hæðstu gjaldendur bæjarins. Við alla vinnu, sem unnin verð- ur fyrir atvinnubótafjeð, skal gilda sami kauptaxti og við aðra bæjar- vinnu, samkv. kauptaxta Verka- mannafjelags Siglufjarðar." Fjárhagsnefnd hafði haft tillögu þessa til athugunar á fundi 2. þ.m. og leggur hún til, að bæjarstjórnin skori á ríksstjórnina að veita áður umsóttan styrk til atvinnubóta, en telur hinsvegar að ekkert fje sje fyrir hendi til þess að greiða mönn- um atvinnuleysisstyrk. Um þetta mál urðu langar, og á á köflum allhvassar umræður, og voru mjög skiftar skoðanír um hvað hægt væri að gera og hvað rjett væri að gera. Allir voru íulltrúarnir sammála um það, að nú væru menn almennt i meiri þörf fyrir atvinnu, en nokkru sinni áður, þó skiftar væru skoðan- ir þeirra urn hvað þörfin væri að- kallandi. Allir voru þeir sammála um það, að undir slíkum kringum- stæðum ætti bærinn að hlaupa und- ir bagga, en þeim gekk ver að vera á einu máli um hvað gera skyldi, og einnig um hitt, hve heppilegt og hyggilegt væri að hafa slíkar ráðstafanir víðtækar. Fulltrúar Sjálfstæðismanna, og jafnvel Framsóknar og Socialista líka, voru þeirrar skoðunar, að at- vinnubæturnar yrði að framkvæma með hliðsjón af því, að þær kæmu bænum í heild að sem varanlegustum notum. Reim fannst einnig lítið þýða ao heimta atvinnu, eða láta byrja á atvinnu, meðan ekkert fje væri fyrir hendi til greiðslu vinnu- launanna. Fulltrúar Kommúnista virtust aftur á móti ekki geta skilið þetta. Reir töldu ekkert því lil fyr- irstöðu, að bærinn gengist fyrir vinnu i svo stórum stíl, að hver sá maður, sem vinnu vantaði og vinna vildi, fengi atvinnu. Og ef ekki væri til handbært fje, mætti greiða vinnuna með kolum, mjólk eða rafmagni. Retta væru alt nauð- synjar manna sem bærinn sjálfur hefði til sölu. Prautaráðið væri svo ný niðurjöfnun á atvinnulausa og peningalausa bæjarbúana. Við umræðurnar upplýstist, að atvinnunefnd landsins hefði mælt með 10 þús. kr. styrk úr ríkissjóði til atvinnubóta hjer, en samþykki ríkisstjórnarinnar á þeirri tillögu væri enn ófengið. Bjóst fjárhags- nefndin helst við því, að ef þessi styrkur fengist, þá yrðu 20 þús. kr. teknar á næstu fjárhagsáætlun til at- vinnubóta, og yrði þá hægt að fram- kvæma ýmsa vinnu fyrir samtals 30 þús. kr. Auk þess upplýstist, að at- vinnubótanefnd bæjarins stæði í samningum við Síldareinkasöluna, um smíði á 25 þús. síldartunnum, er gefa mundi af sjer um 30 þús. kr. í vinnulaunum. Eftir þessum upplýsingum öllum að dæma, má því gera ráð fyrir, að framkvæmd verði hjer vinna fyrir alt sð 60 þús. kr., og verður þá að sjálfsögðu svo mikið sem hægt er af því framkvæmt í vetur. Samkvæmt ósk O. J. fór atkvæða- greiðslan, um beinan styrk úr bæj- arsjóði til atvinnulausra manna, fram með nafnakalli, og voru allir á móti því nema fulltrúar Kommúnista, þrír. 10. Samþykt að bærinn ábyrgð- ist 25 þús. kr. lán fyrir kirkjubygg- inguna. 11. Pá kom tillaga fjárhagsnefnd- ar um að kolasölunefnd (sömu menn og í fjárhagsnefnd) skyldu, frá 1. jan. n. k., hafa 1 prc. af brúttó um- setningu kolasölunnar fyrir starf sitt. Tillagan var feld. Einnig var feld önnur tilh.ga um 15 prc. þóknun af nettó hagnaði. 12. Samþykt að láta nú þegar fara fram nýja atvinnuleysisskrán- ingu. 13. Samþykt að senda frú Sigríði Pálsdóttir heilla- og þakklætisskeyti á 75 ára afmæli hennar, 5. þ. m. Frá Englandi. Eins og áður hefir verið sagt frá, fóru fram kosningar til neðri mál- stofu breska þingsins 27. f. m., og unnu þjóðstjórnarflokkarnir glæsi- iegan sigur, en Jafnaðarmenn, þeir er snerust andvígir Macdonald, töpuðu afskaplega. Pjóðstjórnarflokk- arnir fengu samtals 558 þingmenn, þar af 475 Ihaldsmenn, en and- stöðuflokkarnir fengu aðeins 58sæti. Breytingin á flokkaskipun neðri málstofunnar, frá því um siðustu kosningar, er þessi: Ihaldsmenn áttu 260 þingmenn en fengu nú 475; aukning 215. Jafnaðarmenn áttu 290 þingm. en fengu nú, tvískiflir, 66; tap 224 þingsæti. Frjálslyndir áttu 59 þingm. en fengu nú, þrískiftir, 70; aukning 11 þingsæti. — Enginn kommún- isti náði kosningu. Hrakfarir verkamannaflokksins við þessar kosningar eru meiri en dæmi eru til áður í nokkru landi. Mac- donald, sem gerður var flokksræk- ur, var endurkosinn í sínu gamla kjördæmi með stórauknu fylgi. En Henderson, hinn nýkjörni Ieiðtogi flokksins, fjell fyrir Ihaldskonu. Strax að kosningunum loknum sagði bráðabirgða þjóðstjórnin af sjer, og gaf Ihaldsmönnum kost á að taka við völdum og mynda hreina flokksstjórn. En þeir kusu heldur að halda áfram að hafa sam- steypustjórn. Og nú hefir verið mynduð ný þjóðstjórn, með fullri tölu ráðherra, og er Macdonald for- sætisráðherra áfram. Annars eiga sæti í stjórninni 11 Ihaldsmenn, 4 Macdonalds-Jafnaðarmenn, 3 Frjáls- lindir og 2 Simon-istar, Af ráðherr- nnum má nefna: Neville Chamber- lain fjármálaráðh., sir John Simon utanríkismálaráðherra, Stanley Bald- win forseti konungsráðsins, Sankey lögfræðingur dómsmálaráðherra og Herbert Samuel innanrikisráðherra. „ — Ensk blöð taka stjórninni mjög vel, og gera sjer yfirleitt hinar bestu vonir um að henni muni tgkast að að leysa ríkið úr þeim læðingi, sem það nú er i. — Fyrir nokkrum dögum fóru fram kosningar til bæjarstjórna um alt England. Voru úrslitin þar svipuð og við þingkosningarnar, að Jafnað- armenn stórtöpuðu nálega alstaðar, en íhaldsmenn unnu langmest. Fiskbirgðir á öllu landinu voru þinn 1, nóv., unkv. upptalningu yfirfiskimatsmanna. 167,005 skp.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.