Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.11.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 21.11.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Imiilegt fiakhlœti vottum viö öllum vær og fjær sem veittu okkur aöstoö og sýndu hluttekningu viö andlát og jarðarför litla drengsins. okka>- Guð- mundar. Eugenia Guðmundsdóttir, Gunnar Bildal. vextir af því fje. Pá hefir bærinn lagt því til 2 jarðir, sem búið ekki heldur greiðir neitt gjald'eftir. Að vísu má ekki gleyma því, að nokkr- um hluta ofangreindra peningafram- laga, hefir verið varið til jarðabóta, og þótt deila megi og deilt sje um það, að hve miklu leyti þetta fje muni síðar koma aftur í afrakstri jarðanna, þá er þó ekki rjett að færa það alt til skuldar núverandi mjólkurframleiðslu. En það er líka öllum ljóst, að það vantar mikið á, að jarðabæt- urnar sjeu komnar á það stig, að nokkurs verulegs arðs af þeim sje enn að vænta. Pað er alveg víst, að enn um mörg ár þarf bærinu að leggja fram stórar fjárhæðir til rækt- unarinnar, ef vænta á nokkurs veru- legs árangurs af því, sem þegar er gert. Og þau framlög verða ekki tekin annarstaðar, en af útsvörum bæjarbúa, eins og gert hefir verið að þessu. Hjer má geta þess, að talsvert verulegur hluu bæjarbúa er þeirrar sannfæringar, að ræktunarskýaborg- ir mjólkurbúsnefndarinnar muni aldrei rætast, og að fje því, sem i þetta hefir farið og fer, sje að mestu kastað á glæ. Frá sjónarmiði þess- ara manna væri það eitt því nægi- Iegt, til þess að þeir vildu leigja búið, að með því yrði tekið fyrir fjárframlög af bæjarins hálfu, til, að þeirra dómi, óarðvænna jarðabóta. Frá sjónarmiði hinna, sem hafa tröllatrú á miklum hagnaði jarða- bótanna, er leiga að vísu ekki eins æskileg —- fljótt á litið. — En við nánari athugun virðist þó svo, að eins og nú stendur á, sje leiga bús- ins æskileg, einnig frá þeirra sjón- armiði. Nú er alment viðurkent, að erfiðleikar miklir standi yfir og gjald- geta manna sje lítil, ekki síður í þessum bæ en annarsstaðar. Hins- vegar er það víst, að mikið fje þarf til þess næstu ár, að halda áfram þeim jarðarbótum, sem þegar eru byrjaðar. Og alt er þetta og verður tekið af útsvörum bæjarbúa, sem mörgum virðast þó langt of há nú orðið. Með því að leigja búið, losnar bærinn við hið árlega framlag lil ræktunar, en leigendur halda rækt- uninni áfram með ákveðinni dags- verkatölu á ári. Kúabúið eykst úr 20 kúm uppí 60 og mjólkurfram- leiðslan í sama hlutfalli. Bærinn fær árlega um eða yfir 3000 kr. í bein- ar tekjur eftir jarðirnar, sem engan beinan arð hafa gefið að undanförnu. Og með þvi að verð mjólkurinnar er fært niður í 45 aura, lækkar mjólk- in úr þessum 60 kúm um 7500 krónur á ári, en það er samaogað fá 16,667 litra af mjólk gefins árl. Með leigu búsins, á svipuðum grundvelli og hjer hefir verið rætt um, vinnst þetta: a. Stórri fjárhæð á ári hverju til ræktunar á Hóli er Ijett af gja'd- endum bæjarins. b. Tekjur bæjarsjóðs aukast um ca. 3000 kr. árlega umfram það sem annars mundi verða. c. Ræktun jarðanna heldur áfram eins eða svipað eins og verið hefði, en án framlags úr bæjarsjóði. d. Kúabúið eykst fyrirhafnarlaust um tvo þriðju hluta, og mjólkur- framleiðslan að minnsta kosti í sama hlutfalli. e. Margar þúsundir króná spar- ast árlega af fje bæjarbúa í lækkuðu mjólkurverði, eða mjólkurnotkun eykst, til ómetanlegs hagræðis og heilsubótar hinni uppvaxandi kyn- slóð. f. Mjólkin og mjólkurmeðferð öll batnar og rekstur búsins færist á margan hátt í nýtýsku horf, til fyr- irmyndar fyrir bæjarstjórn síðar meir. g. Eftir 10 ár hefir búið að minnsta kosti tekið jafnmiklum framförum, eins og í höndum bæjarins, en án tilkostaðar frá bænum og með ýmiskonar friðindum. Petta allt telur blaðið að sjeu svo veigamikil atriði, að bæjarstjórnin geti ekki forsvarað að hafna leigu- tilboðinu með öllu. En að sjálfsögðu ber henni ekki að taka því tilboði, sem þessir menn hafa sent og um- er rælt hjer að framan, ef tök eru á að fá annað hagstæðara. En að hafna lei£u búsins alveg, mun á- reiðanlega verða talið eitt með ó- viturlegri og öhagfræðislegri ráðstöf- jnum bæjarstjórnar. I næsta blaði verður svo nánar skýrt frá úrslitum málsins. Spænska þingið hcfir gert Alfonso fyrv. konung útlœgan úr landinu, og komi hann nokkurn tím« til tandsins, verður hann settur í lífstíðarfangelsi. Kolasölunefndin og tapið á „Alden“ og „Hler“. Að undanförnu hefi jeg stöku sinnum heyrt menn henda því á rnilli sín, að Kolasala bæjarins hafi, árið 1929, tapað yfir fimm þúsund krónum á tveímur skipum, og að kolasölunefndin kendi mjer um þetta tap. Jeg hefi látið þessa slúðursögu að mestu afskiftalausa, og talið víst að hjer væri freklega blandað mál- um, og nefndin aldrei sagt þetta. En í síðasta tölubl. Siglfirðings er sagt frá þvi, að kolasölunefndin hafi á fundi bæjarstjórnar 4. þ. m. og á öðrum fundi í sumar, fullyrt það við bæjarstjórn fyrir hálffullu húsi áheyrenda, að Kolasalan hafi tapað yfir 5000 kr. á skipunum „Alden“ og „Hljer“ 1929, vegna þess að jeg hefði svikið munnlegt loforð um ábyrgð Kveldúlfs fyrir upphæðinni. Þetta lýsi jeg tilhæfulaus ósann- indi. En það er meira. Pað er ákaf- lega ótrúleg ósannindi. — Pað er n. 1. gefinn hlutur, að þeir menn, sem svo eru settir, að þurfa að verjá gjörðir sínar með ósannindum, þeir grípa að jafnaði til trúlegustu ósann- indanna, sem völ er á. En mjer finnst það ákaflega ótrúlegt, svona almennt sjeð, að fjárhagsnefnd bæj- arins (en það eru sömu menn og í kolasölunefndinni) sje ekki skipuð meiri fjármálamönnum eða gætnari verslunarmönnum en svo, að þeir afhendi í þúsundatali þá fjármuni, sem þeim er trúað fyrir, aðeins gegn óvottföstu munnlegu greiðsluloforði Pjeturs eða Páls. En útyfir tekur þó að fara að skrökva slíku uppá sjálfa sig, eins og nefndin hefirgert í þessu máli, að því er mig snertir. Afskifti mín af þessu máli eru þau er hjer segir: Haustið 1929 tók jeg á mótifiski fyrir h.f. Kveldúlf í Reykjavík af gufuskipunum „Alden“ og „Hljer“. Fiskur þessi var keyptur í Rvík og átti hann að greiðast þar. Áður en skipin fóru heim, þurftu þau að fá 10 tonn af kolum hvert til heim- ferðannnar. Jeg hringdi þá suður til Kveldúlfs og skýrði frá þessu, og, var jeg þá beðinn að kaupa þessi kol. Fór jeg þá tíl Vilhj. Hjartar- sonar, sem þá hafði á hendi sölu á kolum fyrir Siglufjarðarkaupstað, og bað hann að selja mjer 10 tonn handa hvoru áðurnefndra skipa. Hann sagði þá að þessi skip skuld-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.