Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.11.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 21.11.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐNGUR 3 uðu yfir 4000 kr. fyrir kol, og að þnu mundu ekki fá meiri kol fyr en sú skuld væri grpidd. Fór hann síðan inn á skrifstofu sína, kom. að vörmu spori aftur og sagði: Jeá er búinn að tala við bæjarfógetann, og það má ekki selja. þjer kol handa þessum skipum, nema þú greiðir það sem þau skulda. Jeg sagði hon- um að jeg hefði ekkert leyfi (il að greiða gamla skuld fyrir skipin,. og ekki annað en þau kol, sem jeg nú væri að biðja um að fá keyft. Að því loknu fór jeg til skipstjóranna og sagði þeim að kolin fengjustekki keyft, nema gamla skuldin væri greidd. og það væri því ekki um annað að gera, en fara til Akureyr- ar og fá kolin þar. Næsta morgun, þegar jeg kom á fætur var verið að flytja kol frá Kola- sölu bæjarios í bæði þessi skip. Jeg spurði þá skipstjórana, Magnús Vagnsson og Barða Barðason, hvern- ig á þessu stæði, og kváðust þeir þá, eftir að jeg hefði sagt þe'.m að fara til Akureyrar, hafa símað til framkvæmdarstjóra skipanna, Krist- jáns Ásgeirssonar, sem^ þá var í Rvík, og að hann hefði í gærkveldi fengið kolin hjá Viihjálmi Hjartar- syni, en ekki vissu þeir með hvaða skilmálum. Eft-ir þetta taldi jeg, og tel enn, þessi kolakaup mjer algjörlega óvið- komandi. Af þessu er það ljóst, að jegbað aldrei um að fá umrædd 20 kola- tonn lánuð, hvorki gcgn ábyrgð Kveldúlfs eða annara. Jeg bað að eins um aðfá þau lceyft gegn greiðslu um ieið, en var neitað um það vegna fress að skipin skulduðu dður. Jeg get þessvegna enga sök átt á því tapi, sem Kolasalan kann að hafa orðið fyrir á umræddum skip- um. Pað er meira en meðal dirfska af kolasölunefndinni, að halda því fram að tap þetta sje mjer að kenna, þvi enda þótt jeg hefði nú fengið þessi 20 tonn lánuð, sem mjer var neitað um gegn peningaborgun strax, þá hafa þau tæplega getað kostað 5000 krónur! En úr því að þetta kolatap er orðið að blaðamáli á annað borð, þá finnst mjer rjett að nefndin sje krafin um sanna skýrslu um það, hversvegna Kolasalan tapaði á þess- um skipum. Og mjer finnst jeg hafa tvöfaldan rjett til þess, bæði sem almennur borgari og sem sakborn- ingur. Jeg vil þvi hjermeð leyfa mjer að skora á kolaíölunefndina að svara opinberiega eftirfarandi spurningum: 1. Hver rjeði því, að umræddum skipum voru lánuð þau koi, sem V. H. sagði mjer sð þau skuld- uðu? 2. Fyrir hvers miiligöngu voru þau kol lánuð? 3. Hvaða tryggingu setti Kristján Ásgeirsson fyrir þéim 20 kola- tonnum, sem skipin fengu til suðurferðarinnar? 4. Hversvegna fjekk Kristján þessi kol Idnuð, úr því að mjer var neitað um þau gegn staðgreiðslu? Matthias Hallgrímsson. . Lydersen skipstjóri. Með siðustu ferð „íslands" hing- að til lands, hefir Lydersen farið 200 ferðir til Islands, sem yfirmað- ur á skipi, fyrst sem stýrimaður og síðar skipstjóri. En hann hefir komið hingað fleiri ferðir, því fyrst kom hann sem matsveinn á „Svan- inum“, sem kom með vörur tii Stykkishólms á vorin, en stundaði svo fiskiveiðar á sumrin með ísl. íiskimönnum. P'rá þeim ferðum hef- ir Lydersen fytstu kynni sín af ís- lendingum, og segir hann, að þau hafi verið á þann veg, aðhann hafi æ síðan borið hlyjan hugtil þeirra. Mesti fjöldi íslendinga hefir kynst Lydersen á ferðum sínum milli landa, og bfcíir honum jafnan verið við brugðir fyrir glaðiyndi, alúð og . umhyggju fyrir farþegunum. Erþað meira en hægt er að segja um alla skipstjóra, jafnvel þótt íslenskir sjeu. Sá er þetta ritar sigldi með Lvd- ersen til Danmerkur á „Ceres“ 1916 þegar hverju skipinu eftir öðru vpr sökt at' herskipum stríðsþjóðanna. Og þá var unun að sjá hve ant hann ljet sjer um að hafa allt sem best búið til björgunar, ef slíkt kæmi fyrir. — Og svo rak að því, þótt síðar yrði, að „Ceres“ var skotinn niður og sökk á 8 mínútum. Pó björguðust allir sem um borð voru, og má það sjerstaklega þakka um- hugsun skipstjórans um að vera við slíku óhappi búinn. Nokkrir bæjarbúar hjeldu Lyder- sen samsæti 14. þ. m. til minning- ar uni heillaríkt starf hans í þágu íslenskrar verslunar og viðskifta. Fjárhagsáœtlun bæjarsjóðs og hafnarsjóðs eru til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í dag. Eru útsvör áætluð 129000 kr. Tækifærisverð. Til sölu nýr grammófónn á- samt plötum með tækifærisverði Ljósakróna samastað. Ritstjóri vísar á. r Utvarpið þessa viku. Á hverjum degi eru veðurfregnir. lil 10,15. 16,10 og 19.30. Almennnr frjettir eru á hverju kvóldi kl. 20,30. Alla virka daga nema laugardaga er þýskukensia kl. 1905 og enskukensla kl. 19,35. Auk þess þaðer hjer segir: Sunnudag 22. nóv: Kl. 17, Messa í Frík Fr. Á. Sig. — 18.40 Barnatími. Fr. Hallgr, — • 19,05 Hljómléikar — 19,35 Upplastur M. Árnason — 20, Bj. Jónss: Heigifarir. — 21, Hljómleikar --- 21.20 Danslög til kl. 24. Mánudag 23. nóv.: --- 20, Alex. Jóhannesson: Tolstoj. -- 21, Hljómleikar, aiþýðulög. o.fl. — 21.25 Grammófónhljómlcikar. Priðjudag. 24. nóv: -- 20 G. Sig. Loðdýraraakt. -- 21. Hljómleikar — 21.15 Bjarni Bjarnason: Spaug. — 21,35 Hljómleikar Miðvikudag 25. nóv: KI. 18,40 Barnatími M. Jónsd. -- 20, V. I3. Gislason: Frá útlöndiim — 21. Dan: Lorkelss. Einsöngur " — 21,15 Hljóml. Fimtudag 26. nóv: Kl. 20. Jón Eyþ: Golfsstraumurinn — 21, Hljóml. Píanósóló — 21,15 Uppl. A ni Sig. -- 21.35 Hljómleikar. Föstudag 27. nóv. Kl. 20, J. E. Golfstraumurinn — 21, Hljómleikar Laugardag 28. nóv: Kl. 18,45 Barnatími: G. Magnússl --- 19,05 Fyrirlestur Búnaöarfj. íalands. _ 19,35 - - — 20, Halldór K. Laxnesa: Upplestur. — 21, Hljómleikar. — 21,15 Grammófónhljóml. -- 21,20 Danslög til 24. Barnsldt Gunnar Bíldal og kona hans urðu fyrir þeirri sorg 8. þ. m. að missa 4 mánaða gapilan dreng úr lungna- bólgu. Jarðarförin fór fram í gær. Merktur fugl. í fyrradag varskotinn Svartbakur fram af Strákum, mesktur: P. Skov- gaar Viborg Damark E. 1214. Nyja-Bíó sýnir í kvöld kl. 81 „Fyrsti elsk- hugi“, skrautleg mynd í 9 þáttum. Á morgun kl. 6 „Brúðkaupsnóttin” og kl. 8} bráðfjöruga mynd sem heitir: París! París! Siglfirðingur kemur út næsta laugardag.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.