Siglfirðingur


Siglfirðingur - 28.11.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 28.11.1931, Blaðsíða 1
VI. árg. Siglufirði, Laugardaginn 28. nóv. 1931 50. tbl. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 1932. Fjárhagsáætlun Siglufjarðarkaup- staðar fyrir árið 1932, var til síðari umræðu í gær, og stóð fundurinn yfir í 12 klukkustundir. Urðu um- ræður miklar og allharðar með köflum, og deildu allir flokkar hver á annan af miklu kappi. Voru ekki sparaðar persónulegar ádeilur, og það svo, að lá við ærumeiðingum. Niðurstöðutölur áætiunarinnar eru kr. 203,007,44. Helstu tölur tekjumegin eru: Sjó- varnargarðsgjald 13 pús., tekjur af fasteignum 7.687.50, af holræsum 2 þds., útsvör frá öðrum sveitum 4 þús., af áfengissölu 2 þús., útsvör útlendinga 1400, atvinnubætur: Styrkur úr ríkissjóði 10 þús. og lán- taka 20 þús., Ýms endurgreiðsla 3500 kr. Aukaútsvör verða krónur 129,000,00. Helstu gjaldaliðh eru sem hjer segir: 1. Stjórn kaupstaðarins kr. 5,000,00 Pað eru laun odd- vita, bæjargjaldkera, endurskoðenda, nið- urjöfnunarnefndar og kostnaður við fundi bæjarstjórnar. 2. Löggæsla kr. 5,700,00 Laun lögregluþjóns og aðstoðarm. og kostn- aður við varðstofu. 3. Afb. lána og vextir kr. 28,327,20 Þessi upphæð er kr. 19.833,37 hærri en í fyrra, og ber það ekki vottumgætilega fjárm.- stjórn, að þessi upp- hæð skuli hækka svona á einu ári. 4. Fátækraframfærsla kr. 27.000.00 5. Sjúkrahúskostnaður kr. 3.000,00 6. Mentamál kr. 19,900.00 7. Skólahúsbygging kr. 8,000,00 8. Vegamál kr. 7,500,00 Aðall. viðhald vega og snjómokstur, en ekkert til nýrra vega. 9. Götulýsing kr. 3,000,00 10. Holræsi kr. 7,000,00 11. Viðh. sjóvarnarg. kr. 1.000.00 12. Heilbrigðismál kr. 10,054,00 Styrkur til sjúkrahúss 'ins, berklavarnargjald og styrkur til Sjúkra- samlagsins. 13. Til þrifnaðar kr. 5,000,00 14. Brunamál kr. 3,230,00 15. Viðh. fasteigna kr. 1,500,00 16. Gjöld við jarðeignir kr. 700,00 17. Styrkveitingar kr. 13,954,00 Par af 7000 kr. til Hólsbúsins, 4000 kr. til verkamannabústað- ar, .1000 kr. til ráðn- • ingarskrifst. og ýmsir lægri styrkir. 18. Atvinnubætur kr. 30,000,00 Þessi fjárveiting er búndin því skilyrði að atvinnustyrkur og lán fáist. 19. Ýms útgjöld kr. 13,142,24 20. Til næsta árs kr. 10,000,00 Um áætlunina í heild er það að segja, að enda þótt ekki virðist hægt að benda á marga nje háa Iiði, sem hægt hefði verið að fella niður, þá mun þó full erfitt'verða að finna greiðslufæra gjaldendur í bænum að útsvarsupphæðinni. Að undan- förnu hefir mönnum almennt þótt útsvör hvers einstaklings nógu há, enda þótt betri ár hafi verið og gjaldendurnir greiðslufærari o<> nið- urjöfnun lægri. En nú virðist erfitt að koma auga á þá menn, semfær- ir geta talist að bera útsvör, svo nokkru nemi. Ekki verður nú lagt á síldarverk- smiðjurnar neitt nálægt því sem að undanförnu. Ekki verða útgerðar- menn krafðir um há útsvör, sem flestir eru orðnir fjárþrota á atvinnu- rekstrinum. Og ekki virðist vera álitlegt að leggja mikið á arvinnu- lausa verkamenn. Eru þá ekki eftir nema þeir fáu menn, sem eru fast- launaðir eða hafa nokkurn veginn ,Sparið peninga' Reynið hið nýja RÚSÍNUBRAUÐ sem ekki þarf að smyrja, og þjer munið kaupa það daglega. Kostar jafnt og franskbrauð. Fæst í Mjólkurbúðinni og Fjelags- bakaríinu. Ljórna-S'rnjörliki Ndtið Ljóma! Gæðin eru við- urkend. Bragðiö er það sama og af íslensku smjöri. Ljóma er hægt að fá í öll- um matvöruverslunum. Umboðsm. Páll S. Dalmar. vissar tekjur. Því verður nú ekki neitað, að æskilegt hefði veriö að bæjarfjelag- ið hefði getað stofnað til ýmiskon- ar fyrirtækja, sem atvinnu gæti veitt íbúunum. En til þess þarf út- svör og aftur útsvör. Og þar sem svo virðast ástæður bæjarbúa yfir- leitt, að lítill mismnnur sje á greiðslu- getu þeirra, þá er ekki frekar um einn en annan að ræða til útsvars- greiðslu. En að pína há útsvör út úr fátækum mönnum til þess eins að veita þeim sömu mönríum at- vinnu fyrir útsvörinn, það er svo fár- ánleg kenning að furðu gegnir að fram skuli koma. Kommúnistarnirí bæjarstjórn voru kröfuharðastir um upphæð út- svaranna. Vildu þeir jafnvel láta fara fram viðbótarniðurjöfnun nú þegar. En þegar allar þessar til- raunir þeirra voru feldar, gengu þeir svo langt, að leggja fram svohljóð- andi tillögu: „Vegna yfirstandandi ijárhagsörðugleika og atvinnuíeysis, ályktar bæjarstjórnín að stöðva allar greiðslur á afborgun lána bœjarins 1932". Pessi tillaga þarfnast., engra um- mæla. En það er skömm að því

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.