Siglfirðingur


Siglfirðingur - 28.11.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 28.11.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐNGUR 3 UGIYSIN G um notkunartíma ,,Tesla“-tækja. Samkvæmt ákvæðum 2. gréinar reglugerðar frá 28. okt. 1931 um viðauka við re£lu£erð una varnir gegn útvarpstrufl- unum 13^. nóv. er stran£lega bannað að noía „Tesla“-tæki á öðrum tímum dags en hjer segir: Virka daga: Kl. 12 á miðnætti til 9 árdegis. — 10V árdegis til kl. 12 á hádegi. — 2 til ld. 4 síðdegis. Helga dagat KI. 12 á miðnætti til kl. 10 árdegis. Er hjermeð brýnt fyrir þeim, sem hlut eiga að máli, að fylál'a nákvæmlega þessum reglum að viðlögðum lögmæltum refsinguna, ef útaf er brugðið. Reykjavík 10. nóv. 1931 Jónas Porber^sson, útvarpsstjóri. Sildveiði Dana, Halfdan Hendriksen þjóðþing- maður, sem var framkvæmdarstjóri síldarúfgerðar Dana hjá Islandi í sumar, gaf nýiega skýrslu í þinginu um síldveiðarnar. Taldi hann það aðallega hafa verið gert til að hjálpa Færeyingum, að ráðist var í þessa útgerð, en eins og kunnugt er, voru aðallega færeyskir sjómenn á síld- arskipum Dana í sumar. Feir fengu kaup fyrir 72 daga alls, og nam það um 1000 krónum á mann, en af því urðu þeir að fæða sig sjálfir. Annars hafa þeir fengjð útborgað frá 7—900 krónur. Enn áttu Danis þá (23. okt.) ó- seldar 6500 tunnur af sild. Sagði Hendrikssen að það væri undir því komið hvernig sú síld seldist hvort það yrði ágóði eða tap á útgerð- inni. En þótt tap yrði væri það bætt upp með þvi, að Danir yæri nú orðnir þátttakendur i stórútgerð- inni og vonandi yroi framhald á því næsta ár. Vjer verðum, mælti hann, að halda áfram og vera með í því að „mjólka hrna bláu kú,“ — og átti þar við sjóian kringum íslands strendur. Er hjer um að ræða enn eina af hinum háskalegu afleiðingum Síldar- einkasölunnar. F r j e 11 i r. Hagstofan hefir nú reiknað út dýr- tíðaruppbót starfsmanna rikjsins fyrir næsta ár, og er hún 26. prc. En þar sem hún verður ekki greidd nema af tveim fimmtu launanna, verður hin raunverulega dýrtíðar- uppbót aðeins 17. prc. Pegar Dettifoss kom til Krossa- ness um síðustu helgi, rakst hann á bryggjuna og' braut hana nokkuð. Tveir menn meiddust, en þó ekki alvarlega. Fað sorglega siys vildi til í Fljót- um 22. þ. m., að þrír unglingar, sem voru að leika sjer á skautum á Hófsvatni, fjellu allir niður um ís- inn. Tveir þeirra björguðust, en Ste- fán, sonur Olafs Jónssonar i Haga- nesi, druknaði. Með síðustu ferð „Dettifoss" til íslands var Einar Stefánsson skip- stjóri búinn að sigla 100 ferðir sem skipstjóri milli Islands og útlanda. Hefir Einar jafnan reynst hinn öt- ulasti og samviskusamasti yfirmaður, og á Eimskipafjelagið áreiðanlega velgengni sína að miklu leyti að þakka honum og öðrum slílrum á- ■ gætismönnum, er það hetir haft i þjónustu sinni. Rjett fyrir síðustu helgi strandaði togarinn „Leikiiir" frá Patreksfirði við Kúðafljót fram af Alftaveri. Menn björguðust allir. Bæjarstjórn Rvíkur heíir samþ. að fara fram á það við ríkisstjórn- ina, að meiga legga 10 prc. viðbótar- útsvör á bæjarbúa nú í haust. Er þetta gert vegna þess að fje vantar til ýmsra framkvæmd i, sem gert var ráð fyrir að framkvæma með lán- töku — en lán hefir ekki fengist með aðgengilegum kjörum. Talsímanotendafjelag er nýsto.fn- að í Rvík, með 150 stofnendum. Er þa^ aðallega stofnað til þess að vinna á móti væntanlegri hækkun símagjaldsins, þegar nýja sjálfvirka stöðin tekur til starfa, Finska ríkisstjórnin hefir skipað nefnd til þess að undirbúa breyt- ingu á bannlögum landsins. Er það skoðun margra, að vegna fjárhags- örðugleika rikisins, verði horfið að því að afnema bannið. Breska þjóðstjórnin hefir samþykt heimildarlög til þess að Ieggja háa verndartolla á innflutning erlends varnings, sem veidur innlendum framleiðendum erfiðleika. Er þessi tollur allhár, alt uppí 100 prc. Mat- vörur eru þó undanþegnar þessum tolli ennþá. Háværar kröfur hafa komið fram um það frá fiskkaupmönnum í Hull, að bannaður verði eða hátt tollað- ÍSLENSKT Riómabás smjör læst í Versl. Sv. Hjartarssonar. Mislitar Ijösaperur nýkomnar PJETUR BJÖRNSSON. ur innflutningur á kældum fiski. Hafa þeir gengið svo langtíkröfum sínum í þessu máli, að þeir hafa birt yiirlýsingu iim að eftir 1. des. tækju þeir engan innfl. fisk til sölu. Ef kaupmcnn annara enskra bæja gera slíkt hið sama, þá er þar rrieð lokað fyrir sölu á ísl. ísfiski. — Ut af þessu máli hefir Sveinn Björns- son verið sendur til Englands, til þess að reyna að koma í veg fyrir að af þessu banni verði. Forsætisráðherrann í Ástralíu hef- ir beðist lagsnar, og eiga almennar kosningar að fara fram 19. des. Ofriðlega hefir horft að undan- förnu milli Kína og Japana í Man- sjúriu, en síðari fregnir herma, að nú sjeu vænlegri horfur um lausn deilunnar. Finska stjórnin ætlar á þriðjudag- inn að leggja fyrir þingið tillögu um þjóðaratkvæði um bannlögin, og er gert ráð fyrir að það fari fram 30. desember. Siglfirðingur kemur næst út laugardaginn 12. desember.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.