Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.12.1931, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 12.12.1931, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR Leiðrjettin JÓLAVÖRURNAR eru nú flestallar komnar til Kaupfjelagsins að jressu sinnj enda stuttur tími orðinn til jólanna. Pað má jiví telía víst, að farið verði ylirleitt að kaupa til jólanna o» ,má í því sambandi benda þeim á, sem haönast vilja á innkaupum sínum, að langsamlega be'-t mun reynast að gera þau hjá fjelaginu nú eins og endranær. — Pað yrði of mikið mál að telja hjer upp alt það, sem fjelagið hefir til sölu, enda slíkt óþarft. Aðeins skal bent á: Matvörur, Kryddvörur, Hreinlætisvörur, Niðursuðuvörur, Aluminiumvörur, Járnvörur. Sæl£ætisvörur, Tóbaksvörur, Glervörur, Avexti, þurkaða, nýja og niðursoðna, Jóla-, nýjárs- og tækifæriskort á aðeins 0.20 stykkið, auk margs, margs annars. Prátt fyrir innflutningshöftin fær fjelagið með Brúarfoss nú á mánu- daginn meðal annars 40 kaffistell og 50 dúsin af Bolhfiöriwi, auk mjög fallegra jafiauskra jólagjafa, sem alt verður selt með mjög lítilli álagningu. Látið fjelagið — einu sameignarverslunina í bænum — njóta við- skifta yðar og reynslan mun sannfær.a yður um, að þjer hagnist á skift- unum. Hringið í síma 101. Alt sent heim Kaupfjelag Siglfirðinga. í 49 tölublaði „Siglfirðings" er grein eftir Matthías IIallgrimsson með fyrirsögninni „Kolasölunefndin og tapið á A'den og Hljer”. Par sem á mig er minst í grein þessari og í því sambandi hallað rjeltu máli, vil jeg gera við hana nokkrar athugasemdir. Árið 1929 höfðu skipin Alden og Hljer fengið kol hjá Kolasölunni eins og önnur skip gegn því, að skipstjórarnir staðfestu reikninga fyrir andvirðinu, sem síðar vrðu greiddir eftir framvísun. Um haustið höfðu nefnd skip skuldað sínar tvær kolanirnar hvert, þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir bæði af mjer og bæjarfógeta G. Hannessyni til framkvæmdarstjórans KristjánsÁsgeirssonar um að greiða þessa skuld skipanna. Lofaði fram- kvæmdarstjórinn altaf að senda greiðslu, en stóð aldrei við þau loforð. Pannig var nú málum komið þegar Matthías vildi fá kol handa nefndurn skipum með ábyrgð Kveld- úlfs. Pað eru hreinustu ósannindi að Matthías hafi viljað fá kolin gegn staðgreiðslu, enda afskaplega ótrú- legt að hann hafi viijað greiða þau um leið. Hann hefir aldrei verið svo fljótur á sjer að greiða það sem honum hefir borið meiri skylda til, eins og t. d. vinnulaun. í samráði við Kolasölunefndina var svo Matthíasi gefinn kostur á að fá umbeðin kol handa skipun- um, ef hann lofaði fyrir hönd Kveld- úlfs að sjá um greiðslu á kolum þeim er skipir, skulduðu, ásamt andvirði þeirra kola er hann bað um. Að þessi leið var farin með kola- skuld skipanna var vegna þess, að nefndinni varkunnugt um að Kveld- úlfur hafði mikið með afurðasölu skipanna að gera og ekki ósenni- legt, að hægt væri að fá Kveldúlf til að greiða skuldina, þar sem svona stóð á. Margsvikin gefin lof- orð framkv.stj. skipanna benti ótví- rætt til þess, að þaðan væri ekki greiðslu að vænta. Um kvöldið 21. nóv. að mig minnir, var jeg staddur á skrifstofu Kaupfjelagsins og var þá hringt til mín í síma af Matthíasi Hallgríms- syni og var erindi hans að láta mig vita, að hann lofaði greiðslu fyrir hönd Kveldúlfs á kolum þeim, sem skipin hefðu fengið og ætluðu að fá. En þar sem skipin þyrftu að hafa hraðan á mættu þau til með að fá kolin tímanlega morgunin eftir. Jeg ljet þetta gott heita og lofaði þvj að skipin skyldu fá koiin næsta morgun. F*að er því algjörlega tilhæfulaust, að jeg eða Koiasölunefndin hafi látið Kristján Ásgeirsson hafa þessi síðustu kol handa skipunum. Kolin voru látin i því fulla trausti, að þau yrðu greidd af umboðsmanni Kveld- úlfs hjer eins og lofað var Neg skal fúslega játa þá yfirsjón- mína að taka ekki loforð Matthías- ar vottfast. Jeg þekti þ á ekki Matt- hías að neinu misjöfnu og hjelt að hann myndi reynast slíkur maður, aðstanda við gefið loforð. En reynsl- an hefir sýnt annað. Regar jeg fór svo nokkru þar á eftir að ganga eftir kolaskuld skip- anna, vildi Matthías ekki við neitt kannast og sagði mjer, að fjelag það sem ætti Alden og Hljer væri að verða gjaldþrota, og það myndi verða nógu mikið sem Kveldúlfur tapaði á skipum þessum, þó þessi skuld væri undanskilin. Var þá strax gerð ráðstöfun til að ná kolaskuld þessari með jnál- sókn. Rannig er gangur þessa máls. Oðrum vaðli Matthíasar í nefndri grein leiði jeg hjá mjer að svara. Jeg skal svo ekki ejða frekari orðum um mál þetta, heldur legg það undir dóm þeirra, sem þekkja okkur Matthias báða. En farí nú svo, að hann blandi Sparið rafmagnið! Ný gerð af perum (Philips) eru kornnar á markaðinn, sem gera mönnum kleyft að spara rafmagn að miklum mun. Perur þessar nota eftir vild ýmist 25 vatt eða aðeins 4 vatt. Fást hjá f Asgeir Bjarnasyni. ÁVEXTIR nýjir og niðursoðnír. versl. Sv. Hjartarsonar J ólakort fjölbreytt úrval. Friðb. Níelsson. mjer inní ný ósannindi þessu við- víkjandi, væri ekki úr vegi, að um leið og þau yrðu rekin ofaní hann, yrði lesendum Siglfirðings gefinn kostur á að kynnast máli, sem Matt- hías var dæmdur í á síðastl. sumri, og er framkoma hans þar þannig, að hún yrði honum síst hliðholl í dómi almennings hvað viðkemur sannleiksfrásögn hans í þessu m á 1 i. V. Hjartarson. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.