Siglfirðingur


Siglfirðingur - 19.12.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 19.12.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Iegrar trúgirni, enda úði og grúði af hinum ótrúlegustu fjarstæðum og beinum mótsögnum. Rað var engu líkara en að lítið barn, sem nýbúið er að fá mikið af barnagullum, væri í hrifningu sinni að lýsa gull- unum, þarsem tinsoldátar væru her- sveitir, skeljar kvikfjárhjarðir, bygg- ingaklossar heil verksmiðjuhverfi og þar fram eftir götunum. Engum áheyranda mun blandast hugur um það, að ræðumaður var ákaílega hrifinn af nálega öllu þ\í, er hann sá í Rússlandi, og fullyrti að þar væri iangtum betra að lifa, en í nokkru öðru laudi, enda þótt hann hafi ekki athugað landið og lífsskilyrðin þar nema nokkra daga, og als ekkert í öðrum löndum. Sýnir þetta best hve ungar og ó- þroskaðar sálir geta leiðst langt í ótökstuddum og vanhugsuðum full- yrðingum. Rá verða hjer tilfærð nokkur at- riði úr frásögn ræðumanns: Hann sagði, að íbúar Rússlands væru 163 miljónir. Rar af væru 2|- miljón í Kommúnistaflokknum. Ressi flokkur, sem ekki telur nema 15 menn af þúsundi hverju, ræður stjórnarfarinu og heldur öllum hin- um i járnklóm einræðisins. Ressir menn eru það, sem halda 7. nóv. hátíðlegan árlega, og þann dag í haust, sagði ræðumaður, að 2^ milj. Kommúnista hefðu gengið kröfu- göngu um göturnar í Moskvu. Eft- ir því að dæma hafa allir Kommún- istar víðsvegar af öllu landinu verið þar samansafnaður með fullri tölu — engari einasta vantað. Retta á nú að sanna samstarfið og fjelagslyndið!! Pá talaði hann mikið um kaup verkalýðsins, sagði, að meðal kaup verkamanna vteri 80—120 rbl. Ein rbl. er 3 krónur. Meðal kaup erþá 240—360 ísl. krónur eða 300 krón- ur að jafnaði. Af þessu kaupi greiða þeir svo 9 pre. í húsal. eða 27 kr. og 3 —10 krónur í fjelagsgjöld. Hvað fá þeir svo mikið af lífsnauðsynjum hjá ríkinu fyrir þetta kaup? Jú, þeir verða að borga 2,34 fyrir 1 kg. af melís, 2,10 fyrir strausykur, 3,00 til 4.50 fyrir kjöt, eða 3,75 að meðal- tali, 6,00—7,50 fyrir smjör, eða 6,75 að meðaltali, 1,35 fyrir haframjöls- kílóið o. s. frv. Hafa menn nú gert sjer það ljóst, hvað kaupið raunverulega er lágt, borið saman við verðlag lífsnauð- synjanna. Rað er auðveldast að gera á þann hátt, að athuga hve mikið fæst af einstökum vörutegundum fyrir mánaðarkaup. Meðalkaup verka manna segir Gísli að sje 100 rbl. Fyrir það kaup fæst í Rússlandi: 143 kg. af strausykri, eða 80 kg. af ' kjöti, eða 45 kg. af smjöri, eða 222 kg. af hnframjöli, eða 3 pör af sjó- stígvjelum, eða tvö sett af grófasta fatnaði. — Petta er þá hið háa kaup, sem goldið er í Rússlandi. Mundi nokkur verkamaður á ís- landi vilja ráða sig fyrir 80 kg. af nýju kjöti á mánuði? Eða fyrir 3 pör af sjóstígvjelum? Vafalaust ekki. En í Rússlandi er þetta talin sæla himnaríkis. Annars viðurkendi ræðumaður, sennilega óvart, að launin væru lág, og jafnvel mjög lág. Hann sagði er hann talaði um fjelagsgjöldin, að: „þeir sem hafa mjög lág laun, borga minna.“ Um vínnautn manna sagði ræðu- maður, nð varla hefði sjeðst fullur maður. Paf væri þó ekkert bann. Og væri bændunum sagt að hætta að brugga, væri það sama og segja þeim að hætta að rækta kornið. Enda væri alstaðar bruggað í Rúss- landi, „eins og t. d. hjer á íslandi,“ Skírlífi sagði Gísli að væri meira þar í landi en nokkru öðru landi. Par væri engin einasta skækja. Og þessu til sönnunur, sagði hann, að „mætur ísl. borgari hefði sagt, að ekki væri lifandi í Rússlandi, af því þar væri engin skækja." Fangelsunum er skift í tvent í Rússlandi, sagði ræðumaður. í öðr- um eru venjulegir glæpamenn, þjóf- ar og bófar, en í hinum þeir, sem gera sig bera að því að vinna á móti stefnumálum Kommúnista. Ræðum. lagði áherslu á, að slíka menn væri sjálfsagt að setja í fang- elsi, svo þeir ekki stæði í vegi fyrir uppbyggingunni. En þegar hann var spurður að því, hver munur væri á rússneskum og íslenskum Kommúnistum, hvaðst hann eigin- lega ekki geta svarað þvi, vegna þess að hann þekti ísl. Kommúnista ekki nógu vel. (Ekki vantaði þekkinguna á þeim rússnesku.) En hann hvaðst búast við þvi, að Kommúnistar allra landa væri svipaðir, mundu vinna að sama marki. Kommúnistaflokk- urinn hjer heima væri á rjettri leið, með því að leggja í rústir ríkjandi þjóðskipulag. — Á íslandi eru þeir menn, sem vinna að þvi að eyði- leggja ííkjandi þjóðskipulag. á rjettri leið, að dómi ræðumanns, en í Rússlandi er sjálfsagt að setja alla slika menn í pólitísk fangelsi, jafn- vel verri en fangahús þjófa og bófa!! Kirkjur sagði Gísli að væru á- Kaupið jólasokkana í verslun Halldórs Jónassonar, þar eru þeir ódýrastir og bestir. kaflega margar í landinu. í einni borg væru nær 1300. Fjölda margar þeirra váeru þegar lagðar niður sem kirkjur, en „því ver eru þær ekki allar lagðar niður ennþá“. Rússar vinna að því gegnum uppeldið, sagði hann, að útrýma trúmálum. í verksmiðjunum sagði hann að væri sameiginlegt mötuneyti. í verksmiðju, sem Gísli sagðist hafa skoðað, eru 30—40 þúsund verka- menn í einu mötuneyti, og þar eru 1000 manns í eldhúsi. — Ekki mundi það vera talið neitt þrekvirki á íslandi, að hafa einn mann í eld- húsi fyrir hverja 3—4 kostgangara. En í Rússlandi er þetta talið eitt af fyrirmyndunum. Enda er hver mál- tíð 3. eða 4. rjettuð. Pá er útvarpið. Pað er afar mik- ið notað til þess að „agitera“ fyrir skipulaginu. „Enda er nú útvarps- tæki komið á hvert einasta heim- ili í landinu.“ Mikið er um skemtanir í Rúss- landi. Verkamenn hafa 5. hvern dag frýjan, og þá fara þeir útúr borgunum, og skemmta sjer í stór- um höllum, sem ekki eru til ann- ars notaðar. Par eyða þeir því, sem unnist hefir inn, því „þeir hafa ekkert með peningana að gera, annað en skemta sjer.“ Hátíðardaginn, 7. nóv. voru mikl- ar hersýningar á Rauðatorgi í Moskvu. Par voru upphækkaðir pallar fyrir áhorfendur, og áhæðstu pöllunum voru sendiherrar erlendra ríkja með pípuhatta, og „stóðu þeir náfölir yfir að sjá herinn, með öll- um sínum djöfulsgræum." — Sá hefir víst verið ægilegur!! Hjer er ekki rúm * til að rekja þennan endemisvaðal lengur. — Nokkrar umræður urðu á eftir en útí þær verður ekki farið hjer. Að lokum skal fullyrt, að ef nokk- uð er vel til þess fallið, að vekja andúð — jafnvel andstyggð — með- al gætnari manna á Kommúnism- anum, þá eru það slíkar frásagnir sem þessar, sem fullar eru af aug- ljósum blekkingum, samfara hinu ómerkilegasta barnahjali.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.